Leita í fréttum mbl.is

Fallið frá ákæru á Geir

Ákæran á hendur Geir H. Haarde var pólitísk ákæra sem knúin var fram á Alþingi af Vinstri grænum og nytsömum sakleysingjum sem fylgdu þeim í þá vegferð. Aldrei voru afsakanlegar lögfræðilegar forsendur til að ákæra Geir á þeim grundvelli sem Alþingi gerði.

Hægt er að afsaka marga þingmenn sem greiddu atkvæði með ákærunni á sínum tíma. Þeir höfuð takmarkaðri upplýsingar en þeir hafa í dag og margir þeirra töldu að auk Geirs yrðu einnig ákærðir fleiri ráðherrar úr fyrri stjórn. Þegar fyrir lá að Geir var einn ákærður þá strax var brostinn forsenda hjá sumum þingmönnum fyrir því að hafa greitt atkvæði með ákæru á hendur honum.

Með þetta í huga hefðu forseti Alþingis og forsætisráðherra átt að grípa inn í málið á byrjunarstigi eftir að hafa kannað hug þeirra sem atkvæði greiddu með kæru og draga hana til baka hefði komið í ljós sem lá fyrir að raunverulegur þingmeirihluti var ekki fyrir hatursherfðinni á hendur Geir í búningi pólitískrar ákæru.

En þetta var ekki gert þannig að Alþingi sat uppi með skömmina.

Það er oft erfiðara að vinda ofan af vitleysum sem staðið  hafa lengi. Þess vegna er erfiðara nú að draga til baka pólitísku ákærurnar á hendur Geir en það hefði verið í upphafi.  Með því að gefa út ákæru á hendur fyrrverandi forsætisráðherra sendi neikvæð skilaboð til annarra landa bæði varðandi Geir persónulega sem og íslenskt stjórnkerfi. Hatursmennirnir í Vinstri grænum höfðu engar áhyggjur af því hve mikið þeir sköðuðu einstaklinga og hagsmuni þjóðarinnar. Pólitíska ákæran varð að hafa sinn framgang.

Talsmaður Steingríms J. Sigfússonar, Björn Valur Gíslason sagði í gær að það mætti eins strika yfir hrunið og setja skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis í tætarann eins og draga til baka pólitísku ákæruna á hendur Geir. Ætli væri ekki nær að segja að með því að hætta ofsóknum á pólitíska andstæðinga, draga ákæruna á hendur Geir til baka og hefja vitrænar umræður um bankahrunið þá komumst við nær sannleikanum og sjáum að sumt af þeirri ranghugsun sem kom fram í  Rannsóknarskýrslu Alþingis væri best komið í tætarann.

Því miður komu Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir í veg fyrir vitrænar umræður um bankahrunið, orsakir og afleiðingar þess, en reyndu þess í stað að slá pólitískar keilur. Rannsóknarnefnd Alþingis skilaði gölluðu starfi því miður og þingnefnd Atla Gíslasonar vann aldrei vinnuna sína líka því miður. Þetta eru þær staðreyndir sem við stöndum uppi með.

Það er vissulega til athugunar fyrir íslensku þjóðina að hvergi í heiminum þar sem bankahrun varð eða þar sem efnahagshrun blasir við er talið að stjórnmálamenn beri mesta sök, hvað þá stjórnarskráin eða löggjafarvaldið. Hvernig skyldi standa á að umræðna er með öðrum hætti hér? Gæti það verið vegna áhrifa skuldakóngana, útrásarvíkinga og þiggjenda milljarðaafskriftana á fjölmiðlun í landinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Orð þess furðulega manns Björns Vals Gíslasonar að það jafngilti afneitun á hruninu að alþingi taki málið upp á forsendum sem B. B. leggur fram eru hreint bull, hruninu var strax afneitað með því að draga Geir H. Haarde einann fyrir dóm og leggja hann í pólitíkst einelti af einskærum hefndarþorsta.

Þetta verður til ævarandi skammar og blettur á alþingi sem aldrei verður hægt að afmá og því síður að bæta fyrir.

Þórólfur Ingvarsson, 16.12.2011 kl. 13:53

2 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Frábær grein Jón

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 16.12.2011 kl. 14:13

3 identicon

Er ekki málið að hér á landi var mikil póslítísk spilling við einkavæðingu bankanna.  S-hópurinn sem keypti Búnaðarbankann var handvalin af Framsókn og fékk bankann án þess að greiða fyrir.  Nú þínir menn völdu Bjöggana til að eignast Landsbankann og framkvæmdastjórinn varð bankaráðsformaður.  Síðan slökuðu þið á reglunum og þáðuð risastyrki frá þessum sama banka.  Þið  völduð svo getulausa menn til að hafa eftirlit með bönkunum.  Að lokum þá hlustuðu þínir menn og fleirri ekki á viðvaranir sem komu frá mörgum aðilum heldur stungu hausnum í sandinn og þegar allt var um seinan að þá báðu menn Guð að blessa landið.  Áhrif fjölmiðla er stór en hún kemur þó nokkuð á seinna í röðinni.

Brynjar (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 14:43

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt hjá þér Þórólfur. Það er svo merkilegt að Vinstri grænir persónugera bankahrun í Geir H. Haarde og svo gleymir Jóhanna Sigurðardóttir því að hún sat í þeirri ríkisstjórn og var ein af fjórum ráðherrum sem tóku sértaklega að sér vaktina í fjármálum fyrir hrun. Bullukollugangurinn í Jóhönnu og Steingrími ásamt útsendurum og leigupennum hrunglæpamannanna hafa komið í veg fyrir að vitræn umræða um málið gæti farið fram.

Jón Magnússon, 16.12.2011 kl. 16:53

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Guðmundur.

Jón Magnússon, 16.12.2011 kl. 16:54

6 Smámynd: Jón Magnússon

Brynjar ég held að einkavæðing Landsbankans og Kaupþings og Glitnis hafi ekki gengið eins vel og til var ætlast en það eitt og sér olli ekki bankahruninu. Þá verður að hafa í huga að stjórnmálamenn höfuð takmarkaða aðkomu að einkavæðingu Glitnis og var talið trú um ákveðna hluti varðandi kaup á Landsbanka og Kaupþingi sem ekki var staðið við.

Varðandi regluverkið þá byrjaði það mál í Bandaríkjunum undir stjórn Bill Clinton og færðist síðan yfir til Evrópu og við tókum það upp sem EES þjóð. Ekki íslenskum stjórnmálamönnum eða frjálshyggu að kenna Brynjar.

Það er síðan alrangt að það hafi verið valdir getulausir menn til að hafa eftirlit með bönkunum, en þess ber að geta að nú er varið 300% meira fé í eftirlit með fjármálastarsemi sem er einungis 25% af því sem hún áður var. Þannig að of litlu fé var varið í þetta fyrir hrun. En okkar menn vissu nákvæmlega jafn mikið og lítið og eftirlit í nágrannalöndum okkar því miður. Ekki gleyma að það voru þúsundur félaga búin til á árunum 2007 og 2008 til að dylja slóðir.

Í þessu sambandi Brynjar athugaðu að Fjármálaeftirlit og Sérstakur saksóknari eru búin að vera í 3 ár að vinna í málum þar sem allt er opið og ekki ein einasta ákæra vegna bankahrunsins hefur litið dagsins ljós. Ef allir sáu eða einhverjir hvað var að gerast af hverju tekur þetta þá svona langan tíma.

Ég var einn af þeim Brynjar sem varaði við allt frá því árið 2002 en sérstaklega árin 2006, 2007 og 2008. Samfylkingin og VG tóku ekki undir það. Þrátt fyrir að ég varaði við þá fór því fjarri að ég sæi bankahrunið fyrir ekki frekar en aðrir.  Betur að svo hefði verið.

Ef einhverjir gátu vitað eða ímyndað sér hvað var að gerast þá voru það þeir sem skulduðu milljarðana já jafnvel þúsund milljarða og þeir sem stóðu í markaðsmisnotkun og sýndu reikninga bankana síðast í ágúst 2008 sem sýndi bullandi hagnað og góða eignastöðu. Ekki gleyma þessu Brynjar. Láta þá eiga sem eiga en ekki setja skuldina á aðra.

Jón Magnússon, 16.12.2011 kl. 17:05

7 identicon

Sæll Jón mér þótti það nokkuð sérstök rök hjá Magnúsi Orra Scram að það sé ekki í verkahring alþingis að dæma um sekt eða sakleysi, hvað var alþingi að gera þegar þau ákváðu að kæra aðeins einn af fjórmenningunum voru þau einmitt ekki að taka afstöðu til sýknu eða sakar? Hefði ekki verið eðlilegast að kæra annað hvort engan eða alla og láta dómstóla um að skera úr um málið?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 22:33

8 Smámynd: Jón Magnússon

Þú hittir naglann á höfuðið Kristján.

Jón Magnússon, 16.12.2011 kl. 22:38

9 identicon

það er ein spurning enn sem vaknar í sambandi við þetta, var Alþingi Íslendinga ekki að þverbrjóta allt sem heitir "Jafnræðisregla" með þessu háttalagi?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 23:39

10 Smámynd: Jón Magnússon

Nei ég sé ekki hvernig þú kemur jafnræðisreglunni inn í þetta mál Kristján.

Jón Magnússon, 17.12.2011 kl. 00:17

11 identicon

Það sem ég á við með ójafnræði er að alþingi skuli í raun sýkna 3  af fjórmenningunum þá var alþingisfólk að setja sig í dómarasæti í málinu, eðlilegra hefði manni fundist að allir hlutaðeigendur hefðu átt að fá sömu niðurstöðu, annað hvort að málinu væri vísað frá í heild sinni eða mál allra fjórmenninganna færi fyrir dómstóla og skorið úr um það á þeim vettvangi, þarna finnst manni verið að blanda pólitík og réttarfari gróflega saman að það sé tekin ákvörðun á pólitískum forsendum en ekki lagalegum hver skuli sóttur til saka og hver ekki.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 08:08

12 identicon

Sæll.

"Með því að gefa út ákæru á hendur fyrrverandi forsætisráðherra sendi neikvæð skilaboð til annarra landa bæði varðandi Geir persónulega sem og íslenskt stjórnkerfi."

Sammála því, út af sirkusnum við að fría hina.

"Rannsóknarnefnd Alþingis skilaði gölluðu starfi því miður og þingnefnd Atla Gíslasonar vann aldrei vinnuna sína líka því miður".

Segirðu hér ofar. Ef það er rétt, er þá ekki enn mikilvægara að þjóðin, Alþingi og umheimurinn fái ljúkningu á málinu og Alþingi fái tækifæri til að endurheimta örlítið af því algjöra "Loss of face" og trúnaði og trausti sem það glopraði í atkvæðagreiðslu sirkusnum? Og taki málið upp að nýju og kjósi um hvort öll Hrunastjórnin, eða í það minnsta 4menningarnir klári Landsdóminn saman.

Þarna er tækifæri fyrir Ísland að fá fram réttlæti og til þess að einhver ljúkning verði á þeim hluta sem spilltir pólitíkusar áttu á hruninu. Þeim hlut verði ekki bara stungið undir stól með Ransóknarskýrslu Alþ.

Það er ekki verið að tala um að hengja þá fyrir alt hrunið, eingöngu fá fram þeirra hlut.

Ef Alþingi væri þjóðarinnar, en ekki samansafn af hrunapólitíkusum, mútuþegum og samsekum kúlulána og fjárglæframönnum. 4flokka samtryggingarinnar.

Þá hefðu þeir bein í nefinu til að ákveða að ÖLL hrunastjórnin myndi sitja Landsdóm. Og réttvísinni yrði fullnægt.

Sekum yrði refsað og saklausir fríaðir.

Ásamt því mikilvægasta. Alþingi myndi endurheimta smá reysn sem hún ætti að eiga meðal þjóðarinnar.

En hefur ekki og réttilega, vegna glæpastarfseminnar sem þar virðist hafa blómstrað.

Ef að Alþingi tæki málið upp í heild, þá eiga að sjálfsögðu allir fyrrum hrunaráðherrar að víkja í þeirri atkvæðagreiðslu. Því sannarlega eru þeir vanhæfir að fjalla um eigin sök eða sýknu.

Og það var sennilega mesta lýðræðisstrand og mesti ósómi sem lýðræðinu á Íslandi hefur verið sýndur. Þegar handhafar framkvæmdavalds og löggjafavalds tóku sér einnig dómsvaldið í jafn stóru máli og þessu sem þau vou sannarlega aðilar að.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 09:25

13 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er alveg rétt Kristján. Þetta er ómögulegt fyrirkomulag. Það þarf að setja ráðherraábyrgðina í annað ferli.  T.d. að það sé 5 manna ráð sem fari yfir embættisfærslur ráðherra reglulega þetta ráð gæti verið skipað t.d. 2 Hæstaréttardómurum, Formanni lögmannafélags Íslands. Dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur og Forseta Lagadeildar Háskóla Íslands. Sem dæmi.

Jón Magnússon, 17.12.2011 kl. 13:09

14 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt sem þú bendir á Arnór að það er óhæfa þegar málsaðilar eins og t.d. Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri ákveða hverja skuli ákæra og hverja ekki. Það þarf að vera í öðrum farvegi. Ef ástæða hefði þótt til að ákæra einhvern í ríkisstjórn Geirs H. Haarde þá lá beinast við að ákæra alla vegna annan ráðherra en hann. Burtséð frá því ef ákært hefði verið á annað borð þá hefði verið eðlilegt að það hefði tekið til allrar ríkisstjórnarinnar. En Arnór það er meginfirra að íslenskir stjórnmálamenn hafi valdið hruninu það voru allt aðrir að verki. Þeir hefðu mátt vera betur vakandi varðandi almenna efnahagsstjórn en það er annað mál.

Jón Magnússon, 17.12.2011 kl. 13:14

15 identicon

Ég hef verið á þeirri skoðun, a.m.k síðan ljóst var að Geir bæri einn sakamannakeflið, að þetta væri snilldarflétta stjórnarflokkanna, flokka sem oftar en ekki hafa verið kenndir við samtryggingu.

Jú sjáðu til, það eitt að draga Geir einan til ábyrgðar veikir harkalega samstöðumátt þeirra er kalla eftir ábyrgð ráðamanna Íslands í undanfara hrunsins.

(Sekt fjármálaaflanna er ótvíræð í mínum huga en krafan um heiðarleika/samfélagskennd fjármálageirans er ekki eins rík og krafan sem við kjósendur getum krafist af kjörnum stjórnvöldum hverju sinni)

Það er vissulega óréttlátt að Geir standi einn gegn þessari alvarlegu ákæru, um það eru flestir sammála, slagurinn sem fylgir stefnunni stendur því ekki lengur um mögulega sekt Geirs heldur um hve óréttlátt málið er í kjarna sínum.

Mér sýnist að ársgömul samsæriskenning mín um þetta mál sé ekki einungis að rætast heldur sé hún að rætast fullkomlega...

Sorglegt ef satt reynist..mjög sorglegt !!

runar (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 13:46

16 identicon

Rétt viðbrögð þingsins við fáránlegri tillögu BB væru að leggja til nýja atkvæðagreiðslu um, hvort ætti að stefna þeim sluppu við þá fyrri.

Ég er sammála Birni Val, að verði engin réttarhöld yfir forystufólki Stjórnaráðsins (þ.e. ráðherrum, einum eða fleiri) má alveg eins henda skýrslu RNA í tætarann.

En m.a.o.: Hversu mörg þeirra, sem vilja nú hætta við Landsdómsmeðferð skyldu hafa lesið skýrsluna?

Vigfús Magnússon (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 17:13

17 identicon

Nú ef Íslenskir stjórnmálamenn eiga enga sök, er þá ekki eðlilegast og best fyrir alla málsaðila að fá úr því skorið hjá Landsdómi og Geir og hinir geta gengið burt með hreinan skjöld og beint bak.

En aðal ávinningurinn er að Alþingi Íslendinga fær uppreisn og réttir sinn hlut. Og umheimurinn sér að réttarríkið virðist virka.

En það er ekki sú mynd sem heimurinn hefur af Alþingi og Íslandi í dag.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 19:39

18 Smámynd: Jón Magnússon

Hver er þessi ársgamla samsæriskenning þín Rúnar.

Jón Magnússon, 18.12.2011 kl. 00:09

19 Smámynd: Jón Magnússon

Ekki veit ég það svo gjörla Vigfús hvað margir þingmenn hafa lesið skýrsluna. Það var hins vegar ljóst að sumir þeirra sem sátu í hinni sérstöku þingnefnd til að fara yfir hana höfðu ekki farið djúpt ofan í málin því miður. En er ekki mikilvægara að fá upplýsingar og ljúka málum varðandi þá sem héldu um bankana og þá sem tóku peningana úr þeim. Ekki var það Geir, alþingismenn eða þeir sem vinna í stjórnsýslunni Vigfús. Af hverju ekki að tala frekar um þá?

Jón Magnússon, 18.12.2011 kl. 00:12

20 Smámynd: Jón Magnússon

Ég sagði það ekki að stjórnmálamenn bæru enga sök. Ég sagði að þeir hefðu ekki vitað um alvarlega stöðu bankana og bera ekki sem slíkir ábyrgð á bankahruninu fyrir utan það að innleiða fjölþjóðlegt regluverk. En það verður að hafa í huga að það gerðu menn í góðri trú Geir Haarde sem og allur sá miklu meiri hluti alþingismanna sem það samþykktu.

Jón Magnússon, 18.12.2011 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 106
  • Sl. sólarhring: 383
  • Sl. viku: 2772
  • Frá upphafi: 2298297

Annað

  • Innlit í dag: 95
  • Innlit sl. viku: 2591
  • Gestir í dag: 92
  • IP-tölur í dag: 90

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband