Leita í fréttum mbl.is

Hversvegna?

Fyrst gott ástand þorskstofnsins er Hafrannsóknarstofnun og kvótakerfinu að þakka.

Hverju á þá að kenna um lélegt ástand ýsustofnins?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góður þessi. Það væri gaman að þessir menn segðu sannleikan öðru hvoru já eða bara alltaf.

Valdimar Samúelsson, 11.6.2012 kl. 23:45

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég kenni 'Zjálfztæðizflokknum' auðvitað um þetta.  Zjávarútvegzhópur hanz er það latur núorðið að hann nennir ekki að draga ýzur !

Hann er of 'bizzí' í varðveizlunni zinni.

Var þér boðið í þá veizlu, Jón minn ?

Steingrímur Helgason, 11.6.2012 kl. 23:51

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þegar stórt er spurt....

Heyrt ef ég að ástæðan sé sú að ekkisé leyfilegt að veiða nógu mikið af henni. Fyrir tveimur árum eða svo var svartur sjór af Ýsu hér fyrir norðan og bannað að veiða hana.  Menn voru að reyna að smeygja krókunum framhjá henni og segja henni að bíta ekki á.  Ef hún gerði að, þá var eina leiðin að henda henni eða "stela" henni, því annars varstu orðinn glæpamaður óforvarindis.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.6.2012 kl. 00:11

4 identicon

„Hverju reiddust goðin, þá er hér brann hraunið, er nú stöndum vér á?“

Alltaf hrifinn af einfaldri rökleiðslu.

Sigurður Sigurðarson (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 01:02

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Það er góð spurning.

kv.Guðrún Maria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.6.2012 kl. 01:43

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góð spurning.

Ragnhildur Kolka, 12.6.2012 kl. 08:24

7 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er athyglisvert Jón Steinar. Ég held að við séum að vannýta fiskimiðin og leyfa 100 milljörðum eða svo af lífsbjörg þjóðarinnar að synda framhjá án þess að nýta hana.

Jón Magnússon, 12.6.2012 kl. 11:06

8 Smámynd: Jón Magnússon

Sigurður mér datt þetta einmitt í hug þegar ég var að skrifa þetta í gærkvöldi. Er það ekki mergurinn málsins að það á að taka einn Snorra goða á þetta eins og einhver mundi orða það. Staðreyndirnar eru ekki flóknari en það.

Jón Magnússon, 12.6.2012 kl. 11:07

9 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka ykkur fyrir Ragnhildur og Guðrún. Mér finnst þetta einmitt vera góð spurning.

Jón Magnússon, 12.6.2012 kl. 11:08

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Fiskifræðin er tvíeggja. Fræðingar sem vinna í kring um vötnin okkar benda á grisjunarleiðina og það er gert en haf fiskifræðingar vilja að fiskurinn syndi í burt eða verðu öðrum lífverum að bráð.

Valdimar Samúelsson, 12.6.2012 kl. 11:31

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mig grunar að hvorki vísindi Hafró með sínum reiknilíkönum né "heiðatjarnafiskifræðin" séu fullkomin vísindi. Þess vegna sé ekki enn hægt að svara áleitnum spurningum á óyggjandi hátt.

Ómar Ragnarsson, 12.6.2012 kl. 12:50

12 identicon

Þú spyrð Hversvegna ? Svarið er einfalt.

Duttlungar náttúrunar...............

Kristinn J (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 12:50

13 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Allir vita lausnina strákar og hún er sú að sleppa handfærabátunum alveg lausum í 3 ár. Þá á ég við trillurnar í öllum þessum sjávarplássum og  mundi þá hagur landsbyggðar heldur betur taka við sér. Þá minkar líka slysahættan þar sem róið verður bara þegar veður gefur. Kostirnir eru rosalega miklir og margföldunaráhrifin mikil. Tár stórútgerðarmann má safna saman og gefa bænum á þessum þurkatímum. Svo mæli ek.

Eyjólfur Jónsson, 12.6.2012 kl. 13:01

14 Smámynd: Jón Magnússon

Það held ég að sé rétt hjá þér Valdimar.

Jón Magnússon, 13.6.2012 kl. 11:13

15 Smámynd: Jón Magnússon

Það er sennilega rétt Ómar en eigum við að láta 100 milljarða synda framhjá okkur árlega meðan fullkomnari vísindi verða til? Í Barentshafi sinntu menn ekki áliti fiskifræðinga um takmörkun á veiðum og þar er allt fullt af fiski síðan. Eru þetta ekki duttlungar náttúrunnar sem við hvorki þekkjum né skiljum til fulls.

Jón Magnússon, 13.6.2012 kl. 11:14

16 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála Kristinn J.

Jón Magnússon, 13.6.2012 kl. 11:14

17 Smámynd: Jón Magnússon

Ég held að við þurfum að ræða vel hvað gera skal í þessu  Eyjólfur. 

Jón Magnússon, 13.6.2012 kl. 11:15

18 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Ég man alveg eftir þessu tímabili Jón Steinar,þetta  með ýsuna fyrir norðan. Man líka að hann Kristinn fáraðist mikið yfir þessu og hafði hann rétt fyrir sér drengurinn eins og venjulega. Og Jón, allir vita um þetta með handfæraveiðarnar, en erfitt fyrir marga að viðurkenna að lausnin sé svo einföld.

Eyjólfur Jónsson, 13.6.2012 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 327
  • Sl. sólarhring: 1406
  • Sl. viku: 3980
  • Frá upphafi: 2300075

Annað

  • Innlit í dag: 311
  • Innlit sl. viku: 3733
  • Gestir í dag: 309
  • IP-tölur í dag: 302

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband