Leita í fréttum mbl.is

Árni Páll veldur Jóhönnu vonbrigðum.

Árni Páll Árnason hefur ekki verið eftirlæti Jóhönnu Sigurðardóttur. Ljóst hefur verið að hann ætti ekki sérstaklega upp á pallborðið hjá forsætisráðherra og þess vegna situr hann ekki í ríkisstjórn þrátt fyrir að vera fyrsti þingmaður Samfylkingarinnar í  Suðvesturkjördæmi fjölmennasta kjördæmi landsins.

Jóhanna tók Katrínu Júlíusdóttur fram yfir Árna Pál sem ráðherra og geymdi m.a. embætti fjármálaráðherra fyrir hana meðan hún var í barneignarfríi. Jóhanna gekk þá framhjá Árna Páli og fékk óreyndan þingmann flokksins úr Suðurkjördæmi til að setjast í þetta mikilvægasta ráðherraembætti á eftir forsætisráðherraembættið.

Þessar tilfæringar Jóhönnu varðandi ríkisstjórnina voru allar vel hugsaðar í valdabaráttunni innan flokksins. Þannig ætlaði Jóhanna að sjá til þess að óreyndi þingmaðurinn Oddný G. Harðardóttir gæti með ráðherrasetu náð þeirri stöðu að velta Björgvini Sigurðssyni úr sessi sem efsta manni á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.  Í samræmi við áætlun Jóhönnu þá hefur Oddný nú lýst því yfir að hún sækist eftir því að leiða listann í Suðurkjördæmi. 

Með sigri í prófkjöri Samfylkingarinnar á laugardaginn kom í ljós að tök Jóhönnu á Samfylkingunni eru ekki eins sterk og áður  og ekki tókst að velta Árna Páli úr sessi jafnvel þó að óskabarn Jóhönnu, sem er raunar hin mætasta kona,  sækti að honum. Sigur Árna Páls er því mikil vonbrigði fyrir Jóhönnu og þá sem eru lengst til vinstri í Samfylkingunni. 

Með sigrinum vann Árni Páll Árnason góðan áfangasigur í baráttunni um það að verða næsti formaður flokksins.  Ástæða er til að óska Árni Páli til hamingju með sigurinn, sem kom nokkuð á óvart miðað við hvað hatrammlega hefur verið að honum sótt á mörgum vígstöðvum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Góð greining, vona að Björgvin detti út af þingi í næstu kosningum.

kv

Sleggjan og Hvellurinn, 12.11.2012 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 38
  • Sl. sólarhring: 1398
  • Sl. viku: 3691
  • Frá upphafi: 2299786

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 3457
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband