Leita í fréttum mbl.is

Afrek Kúbu Gylfa Magnússonar.

Kerfisbundinn misskilningur Gylfa Magnússonar“ nefnist athyglisverð grein eftir Heiðar Guðjónsson, hagfræðing, sem birtist í Fréttablaðinu í gær.  Þar er fjallað um ýmis klúður og hrakspár Gylfa Magnússonar eins og baráttu hans fyrir því að þjóðin samþykkti landráðasamninga um Icesave gegn hótunum um efnahagslegar hörmungar; „Ísland verður Kúba norðursins“.  

Rifjuð eru upp að meðmæli Gylfa með yfirtöku ríkisins á Byr og SpKef og yfirlýsingum um að það myndi ekki kosta þjóðina neitt þegar reyndin er reikningur upp á tugi milljarða sem skattgreiðendur verða að borga.  Minnt er á afleik Gylfa og Steingríms Sigfússonar í uppgjöri við kröfuhafa gamla Landsbankans, en þeir samningar eru skaðlegir gengi krónunnar.  Að síðustu er fjallað um stjórnarsetu Gylfa fyrir Samfylkinguna í Orkuveitu Reykjavíkur og gjaldskrárhækkanir fyrirtækisins.

Þó mörgum þyki nóg um við lestur greinarinnar, þá eru pólitísk „afrek“ Gylfa Magnússonar á stuttum ferli ekki öll upptalin í grein Heiðars.  Þannig nefnir Heiðar ekki hvernig Gylfi og Steingrímur J. ríkisstyrktu VBS, Saga Capital og Askar Capital um tugi milljarða á kostnað skattgreiðenda, sem fóru á hausinn skömmu síðar.  Ekki er fjallað um hina skaðlegu sparisjóðalöggjöf sem Gylfi mælti fyrir árið 2009 sem varð að afnema árið 2012. Ekki er fjallað um það hvernig vogunarsjóðum voru seldir Íslandsbanki og Arion banki á undirverði.  Ekki er fjallað um svikin loforð við að koma upp „skjaldborg heimilana“ né hvernig Gylfa var ýtt út úr ríkisstjórn til að hann þyrfti ekki að standa þinginu reikningsskil  ósannra ummæla sinna.

Þá má ekki gleyma afrekum Gylfa sem stjórnmanns í Kauphöllinni á bóluárunum, þar sem taktur hrunadansins var sleginn, eða formennska hans í stjórn Samkeppniseftirlitsins á árunum fyrir hrun þegar auðhringir og viðskiptasamsteypur fengu að vaxa og dafna.

Það var fróðlegt miðað við þátt Gylfa Magnússonar í aðdraganda Hrunsins að hann skyldi vera fyrstur mótmælanda á Austurvöll til að slá taktinn með Herði Torfasyni en sú þjónkun hans við óeirðaröflin í Vinstri grænum og Samfylkingunni varð til þess að hann var gerður að ráðherra í ríkisstjórn þeirra. 

Jafnvel þó menn eins og Gylfi bregði sér ítrekað í gervi kamelljóna og skipti um litum eftir aðstæðum þá er ástæða til að benda á hvernig þau eru á litinn hverju sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta er algert stórmenni !

Halldór Jónsson, 12.2.2013 kl. 16:37

2 Smámynd: Jón Magnússon

Já ekki margir sem geta státað af því að hafa staðið fyrir áhlaupi á bankakerfi heils þjóðríkis eins og Gylfi Magnússon gerði fimmtudaginn fyrir hrun.

Jón Magnússon, 12.2.2013 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 492
  • Sl. sólarhring: 1239
  • Sl. viku: 4145
  • Frá upphafi: 2300240

Annað

  • Innlit í dag: 463
  • Innlit sl. viku: 3885
  • Gestir í dag: 459
  • IP-tölur í dag: 444

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband