Leita í fréttum mbl.is

Merkasti stjórnmálamaður seinni hluta 20.aldar fallinn frá.

Margaret Thatcher hafði hugsjónir og vissi hvert hún vildi stefna.  Þegar hún tók við völdum í Bretlandi var efnahagslífið í miklum erfiðleikum. Verkföll lömuðu þjóðfélagið aftur og aftur. Atvinnuleysi var mikið og fór vaxandi. Thatcher þurfti að beita óvinsælum ráðstöfunum sem bitnuðu á sérhagsmunum verkalýðshreyfingarinnar og ýmissa annarra en skiluðu sér í bættum hag alls almennings í landinu og auknum hagvexti.

Undir stjórn Margaret Thatcher breyttist Bretland úr því að vera verkfalls og óreiðuþjóðfélagið sem ekki var hægt að treysta,  í þjóðfélag, aga, skipulags hagvaxtar og framfara.

Hugmyndafræði Thatcher var ekki flókin. Draga úr ríkisrekstri. Virða mannréttindi. Draga úr skattheimtu.  Treysta meira á einstaklinginn en dauða hönd ríkisvaldsins.

Nú eru vestræn þjóðfélög komin fram að þeirri bjargbrún í ofurrekstri ríkisins og virðingarleysi fyrir einstaklingnum, getu hans og framtaki, sem Margaret Thatcher færði Bretland frá með aðgerðum sínum og stefnufestu.

Ísland þarf á því að halda að stjórnmálamaður með framtíðarsýn og einföld skír markmið um samdrátt í ríkiskerfinu, lækkun skatta, réttlæti og virðingu fyrir getu og hæfileikum einstaklinganna taki við völdum eftir næstu kosningar.

Annars heldur hrunadans íslenska samfélagsins áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætla ekki að tjá mig um þær breytingar sem valdatími Thatcher hafði í för með sér.

En að virðing hennar fyrir mannréttindum hafi einkennt hana, vil ég draga í efa.

Vinátta Thatcher og fjöldamörðingjans Augusto Pinochet gerir þessa manneskju í mínum augum fyrirlitlega og Bretum til ævarandi skammar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.4.2013 kl. 13:59

2 identicon

Sæll Jón, ekki eru allir jafn sannfærðir um ágæti M.T. og þú virðist vera. Bretland stendur höllum fæti  í alþjóðlegum samanburði.  Iðnaður  stendur t. a. m.  ekki nema undir 12% tekna landsins  samanborið við > 25% hjá Þjóðverjum. Breski banka - og fjármálageirinn er aftur á móti stokkbólginn Þetta er ekki svo  glæsileg arfleifð eða til eftirbreytni , finnst mér .   

Orri Ólafur Magnússon (IP-tala skráð) 8.4.2013 kl. 20:49

3 Smámynd: Jón Magnússon

Haukur stundum er sagt "politics makes strange bedfellows." Þannig þurfti Churchill að semja við Stalín til að vinna bug á nasismanum. Ingibjörg Sólrún að sækja einræðisherra heim og vingast við þá vítt og breitt um veröldina þegar hún vildi að við færum í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Pinochet studdi Breta minnir mig í Falklandseyjadeilunni og þannig varð hann Bretavinur.

Jón Magnússon, 8.4.2013 kl. 22:48

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er ekki arfleifð Margaret Thatcher, Orri. Þetta er arfleifð Tony Blair og Gordon Brown. Ástandið var allt annað þegar Thatcher lét af völdum.

Jón Magnússon, 8.4.2013 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 2236
  • Frá upphafi: 2296173

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2068
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband