Leita í fréttum mbl.is

Peningar annarra.

Margaret Thatcher sagði að vandamálið við sósíalismann væri að hann mundi að lokum vera uppiskroppa með annarra fé.

Velferðarþjóðfélög Vesturlanda eru fyrir löngu orðin uppiskroppa með peninga annars fólks.

Sósíalismi Vesturlanda sem því miður allir stjórnmálaflokkar taka þátt í byrjaði með því að skattar voru hækkaðir. Svo voru tekin lán og skattar hækkaðir. Síðan voru gefin út ríkisskuldabréf á framtíðina. Svo voru tekin ný lán og kúlulán sem barnabörnin okkar þurfa að borga og skattar hækkaðir.

Loksins kom að því að útgjöld hins opinbera urðu meiri en helmingur þjóðarframleiðslunnar. Sum lönd komust í greiðsluvanda og eru raunar gjaldþrota. Þá kom Evrópski seðlabankinn og framleiddi vörubílsfarma af skuldabréfum sem gjaldþrota Evruríkjum er lánað. Bretar beittu aftur og aftur Quantitative Easing sem er ákveðið form af seðlaprentun sem gengur í gegn um bankakerfið. Bandaríkjamenn hika ekki við að  að prenta dollara til að ná sér út úr vandanum. Í þessum gleðileik dreifingar innistæðulausra seðla á ábyrgð skattgreiðenda hækka og hækka hlutabréf og eru komin langt upp fyrir gengið 2008. Samt er innistæðan ekkert meiri en þá.

Þessi gleðileikur samspils velferðarsósíalisma og innistæðulauss fjármálabraskveldis er síðan kallað markaðshagkerfi af sósíalistunum,  þó það sé komið eins langt frá hugmyndum um frjálsa samkeppni, eðlilega verðmætasköpun og hagkvæmni og markaðssamfélag og hægt er.

Sama gilti raunar líka um ástandið hér fyrir Hrun þegar bankarnir prentuðu og prentuðu innistæðulaus verðmæti sem brunnu upp þegar lánalínur lokuðust. Árið 2008 jukust ríkisútgjöld um rúm 20% fyrst og fremst fyrir tilstilli Samfylkingarinnar. Í þeim gleðileik aukinna ríkisafskipta og spilltra fjármálaafla var hlaðið í bálköst Hrunsins.  Sá sósíalismi varð að lokum uppiskroppa með peninga annarra en þeir sem voru virkastir í því að koma raunverulegum peningum á framfæri við Hrunbarónanan voru lífeyrissjóðirnir sem töpuðu um 600 milljörðum af peningum annarra. Þeir peningar voru olían sem smurði hrunadans útrásarvíknganna og föllnu bankanna.

Það er ekkert pláss fyrir dugmikið framkvæmdafólk sem ber ábyrgð á sjálfu sér í þessu umhverfi og þess vegna móðgun við dugandi einstaklinga sem reka sín fyrirtæki með dugnaði og á eigin ábyrgð að kenna því og þeirri hugmynd sem býr að baki markaðssamfélagsins um Hrun árið 2008 og þess sem vænta má með áframhaldandi galgopahætti hins opinbera. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr!

Njáll (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 05:42

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

og þetta er ekki búið enn.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.4.2013 kl. 18:18

3 identicon

Dr Thomas Sowell er bandarískur hagfræðingur sem hefur séð tímanna tvenna (fæddur 1930) og þetta er eftir honum haft:

"The most fundamental fact about the ideas of the political left is that they do not work. Therefore we should not be surprised to find the left concentrated in institutions where ideas do not have to work in order to survive."

Erlendur (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 22:24

4 identicon

Dr Thomas Sowell er bandarískur hagfræðingur sem hefur séð tímanna tvenna (fæddur 1930) og þetta er eftir honum haft:

"The most fundamental fact about the ideas of the political left is that they do not work. Therefore we should not be surprised to find the left concentrated in institutions where ideas do not have to work in order to survive."

Erlendur (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 76
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 3173
  • Frá upphafi: 2296171

Annað

  • Innlit í dag: 64
  • Innlit sl. viku: 2913
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband