Leita í fréttum mbl.is

Hjálp til sjálfshjálpar

Við Frjálslynd beitum okkur fyrir því að skattleysismörk verði hækkuð í 150 þúsund og bótaþegar geti unnið sér fyrir tekjum allt að kr. 100 þúsund án þess að bætur til þeirra skerðist að nokkru leyti. Ég hef heyrt þá gagnrýni á þessar tillögur okkar að þetta mundi hafa mikinn kostnað í för með sér. Það er rangt. Þetta hefur engan kostnað í för með sér. Hins vegar minnka tekjur ríkissjóðs með hækkun skattleysismarka en sú aðgerð er löngu tímabær og besta aðferðin í velferðarþjóðfélagi til að bæta kjör þeirra sem lökust hafa kjörin. Það er annkannanlegt að fólk sem er á bótum sem ekki duga til framfærslu skuli þurfa að greiða skatt af bótunum. Þannig á það ekki að vera.

Varðandi frítekjumarkið þá kostar það ríkissjóð ekki neitt. Þeir sem geta unnið gera það og geta þá jafnvel komið sér út úr fátæktargildrum eða bætt lífskjör sín og með því gætu skatttekjur ríkissjóðs aukist ef eitthvað er. Ríkissjóður tapar engu því án frítekjumarksins verða tekjurnar ekki til. Fólk sem getur unnið og vill vinna fær þá tækifæri til að bæta lífskjör sín og það ekki bara efnalega. 

Þessar tillögur skipta miklu  fyrir aldraða og öryrkja. En ekki bara bótaþega. Hækkun skattleysismarka hefur þýðingu fyrir þá tekjulægstu og stuðlar að auknum jöfnuðu í þjóðfélaginu. Gott væri ef aðrir stjórnmálaflokkar tækju einarðlega undir þessi sjónarmið. Hér er um það mikilvægt velferðarmál að ræða.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 718
  • Sl. sólarhring: 1331
  • Sl. viku: 6491
  • Frá upphafi: 2303806

Annað

  • Innlit í dag: 667
  • Innlit sl. viku: 5998
  • Gestir í dag: 651
  • IP-tölur í dag: 632

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband