Leita í fréttum mbl.is

Um hvað er deilt í stjórnarmyndunarviðræðunum?

Fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum eru af fólki sem segist vera í textavinnu og engin vandamál séu á ferðinni. Myndir eru birtar af glaðbeittum foringjum Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins og ástaratlotum þeirra. Þeir sem taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum virðast hafa það markmið umfram önnur að ná völdum hvað sem það kostar.

Um áratuga skeið hefur sá ósiður viðgengist að þeir stjórnmálamenn sem ráða hafa skipað vini sína og samherja í stöður og launuð ráð og nefndir. Keypt hefur verið sérfræðiþjónusta svokölluð fyrst og fremst til að færa peninga frá skattborgurunum til þóknanlegra einstaklinga í stuðningsliði viðkomandi ráðherra. Biðröðum er ruglað til hasbóta fyrir þá sem eru þóknanlegir en þeir sem áttu fremur skilið að komast að verða áfram út undan.  Íslenska þjóðin er því miður orðin svo samdauna þessu ástandi að fólk er hætt að skilgreina þetta sem spillingu.

Í stjórnarmyndunarviðræðunum er ekki deilt um neitt. Vinnan er fólgin í því að setja saman nógu og loðin fagurgala. Átökin verða um ráðuneyti hvors flokks.

Ég tel að ráðherrar séu of margir og ráðuneyti of mörg. Ráðherrar þyrftu ekki að vera fleiri en 8 jafnvel færri. Fjöldi ráðherra verður fyrsta vísbending um hvort að halda á áfram á braut bruðlsins og óráðssíunar í ríkisrekstrinum. Sumir sögðu að þegar Ingibjörg Sólrún tók við sem borgarstjóri hafi ekkert annað breyst í rekstri borgarinnar en það að stuðningsfólk R listans var skipað í öll embætti, ráð og nefndir. Engin breyting varð á stjórnsýslunni sem Sjálfstæðislfokkurinn hafði byggt upp. Hvaða vandamál ættu þá að vera hugmyndafræðilega milli Ingibjargar og Geirs?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Jóhannsson

Auðvitað er ekki deilt um neitt.  Ég tel nánast öruggt að ráðuneytum verði ekki fækkað. Auk þess má gera ráð fyrir því að sumir muni snarsnúast í viðhorfum sínum til ýmissa mála enda eru stjórnmálamenn prinispplausir í eðli sínu og hégóminn of ríkur á meðal þeirra. 

Þetta verður svo sterk stjórn að nánast útilokað verður að fella hana í kosningum heldur mun hún springa innan frá.  Það gæti þó tekið sinn tíma trúi ég.

Gunnar Jóhannsson, 21.5.2007 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1076
  • Sl. sólarhring: 1123
  • Sl. viku: 3486
  • Frá upphafi: 2299459

Annað

  • Innlit í dag: 1011
  • Innlit sl. viku: 3255
  • Gestir í dag: 982
  • IP-tölur í dag: 957

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband