Leita í fréttum mbl.is

Athugasemdir Björns Bjarnasonar

Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag eru rakin ummæli Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra í Viðskiptablaðinu á föstudag þar sem kemur fram að Björn er ekki hrifinn af samstjórn við Samfylkinguna. Það er athyglivert að sjá hvaða orð hann velur Ingibjörgu Sólrúnu í því sambandi. Erfitt er að sjá að góður friður verði í ríkisstjórninni væntanlegu miðað við það.

Margir hafa velt því fyrir sér hvort Björn Bjarnason muni sitja í næstu ríkisstjórn. Ég sé ekki hvernig Geir Haarde getur komist hjá því miðað við auglýsingar Jóhannesar í Bónus. Ef svo fer að Björn verður ekki í ríkisstjórninni þá verður rétt að kalla stjórnina "Baugsstjórnina"

Jóhannes hafði það af að reka það mörg atkvæði yfir til Sjálfstæðísflokksins með fordæmanlegri auglýsingu sinni í dagblöðum tveim dögum fyrir kosningar að hann tryggði Sjálfstæðisflokknum sigur í kosningunum. Geir á bara eitt svar við slíkri auglýsingu og það er að standa með sínum manni.  Hvað sem líður efnislegri afstöðu til þess máls sem Jóannes fjallaði um í auglýsingunni þá var auglýsingin óviðurkvæmileg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Jón, auglýsing þessi var óviðurkvæmileg og á án efa eftir að vekja margar spurningar í nánustu framtíð.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.5.2007 kl. 23:49

2 identicon

Það er greinilega að fleiri séu illa upplagðir en Framsóknarflokkurinn. Það er svolítið skrítið hvað hann Björn Bjarnason lætur frá sér á prenti í fjölmiðlum og á blogginu hans. Hann gleymir oft stað og stund og sérstaklega að maðurinn er dómsmálaráðherra. Það er eins og hann sé eingöngu í vinnunni frá 9-5 og á kvöldin þá er hann óbreyttur Björn Bjarnason. Hann háir stríð á öllum vígstöðum hvort það sé að úthýsa Útvarp Sögu eða litla einkastríðið við Baugsfeðga. Hvernig sem á þetta er litið þá er kominn tími fyrir þennan bolabít og hætta í stjórnmálum. Mig minnir nú að á síðasta ári þá gaf hann það til kynna að hann ætlaði að draga sig í hlé. Eða var það bara korter eftir ósigur hans um 1. sætið í prófkjörsslagnum við hann Guðlaug Þór? Ég vona bara innilega að honum verði ekki gefinn forsetastól Alþingis? Það væri of fyrirsjáanlegt. En hef oft sagt það áður, að fylgjast með íslenskum stjórnmálum er mann skemmandi!

Þröstur Halldórsson (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 03:17

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það er staðreynd að auðmenn eiga auðvelt með að kaupa sér atkvæði og stjórna almúganum.

Ester Sveinbjarnardóttir, 21.5.2007 kl. 07:41

4 Smámynd: krossgata

Af hverju að gefa sér að útstrikanir hafi einungis verið að áeggjan Jóhannesar?  Það voru fleiri útstrikanir en á nafni Björns og ekki er hægt að hengja það á Jóhannes.  Það er nú bara alveg hugsanlegt að fólk hafi gert þetta algerlega samkvæmt sinni skoðun.  Það væri því fáránlegt að Geir hefði Björn með í stjórn bara til að sýna Jóhannesi í tvo heimana og gefa þar með skít í vilja stórs hóps kjósenda sjálfstæðisflokksins.

krossgata, 21.5.2007 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 139
  • Sl. sólarhring: 289
  • Sl. viku: 2549
  • Frá upphafi: 2298522

Annað

  • Innlit í dag: 132
  • Innlit sl. viku: 2376
  • Gestir í dag: 131
  • IP-tölur í dag: 128

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband