Leita í fréttum mbl.is

Regnbogafáninn über alles

Í gær lauk heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar. Gagnrýnt var, að mótið skyldi haldið í Katar, m.a. vegna mannréttindabrota landsins. En þegar Katar vann tilnefninguna, sannaðist enn það fornkveðna, að asni klyfjaður gulls kemst yfir hvaða borgarmúr  sem er. Sagt er að formaður Bandarísku sendinefndarinnar fyrrum forseti Bill Clinton hafi orðið svo reiður að hann hafi grýtt fokdýrum vasa í vegg þegar hann kom á hótelið sitt í bræði sinni

Vestur-Evrópubúar höfðu það helst við Katar að athuga, að samkynhneigt fólk byggi ekki við eðlileg mannréttindi, sem er satt og rétt og fordæmanlegt. Þessvegna sýndu ýmsir afstöðu sína í verki með því andstætt reglum að sýna Regnbogafánan við sumar aðstæður. 

Önnur mótmæli vegna mannréttindabrota Katara voru nánast engin. 

Ekki fór mikið fyrir að vakin væri athygli á réttindaleysi kvenna í Katar þar sem m.a. vitnisburður konu hefur helmingi minna gildi en karla og í hegningarlögum landsins eru hýðingar og grýtingar hluti af mögulegum refsiákvörðunum dómstóla landsins.

Ekki var vakin athygli á því hvað það þýðir að landið skuli búa við Sharia lög. Engar athugasemdir voru heldur gerðar varðandi það alavarlegasta og það sem bitnar á flestum, þ.e. réttleysi farandverkafólks í landinu,sem sumt býr stundum við þann kost að vera í raunverulegum þrældómi. Í sumum tilvikum kynlífsþrælkun m.a. vændi.

Katarar eru lítill minnihluti í landinu,sem flytur inn verkafólk í stórum stíl og þessi meirihluti, sem  býr í landinu hefur nánast engin borgaraleg réttindi. 

En allt þetta óréttlæti víkur fyrir því sem Vestur Evrópu er hjartfólgnast og telur verstu mannréttindabrotin og að því er virðist þau einu sem ástæða sé til að nefna eða berjast fyrir.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1190
  • Sl. sólarhring: 1293
  • Sl. viku: 6650
  • Frá upphafi: 2302897

Annað

  • Innlit í dag: 1076
  • Innlit sl. viku: 6176
  • Gestir í dag: 989
  • IP-tölur í dag: 948

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband