Leita í fréttum mbl.is

Nú er tími til að brosa í Argentínu.

Um aldamótin 1900 var Argentína í hópi þriggja ríkustu þjóða heims ásamt Sviss og Svíþjóð. Upp úr miðri 20.öldinni seig á ógæfuhliðina. Stjórnlyndir stjórnmálamenn, sem vildu allra vanda leysa með auknum ríkisumsvifum gerðu sitt til að eyðileggja efnahag ríkisins á grundvelli og forsendum meintrar góðmennsku. 

Allar götur síðan hefur Argentína verið í erfiðleikum og frekar sigið á ógæfuhliðina. Verðbólga hefur verið í hæstu hæðum og gjaldmiðill þjóðarinnar oftar en einu sinni orðið ónýtur og Argentína hefur ekki getað staðið við skuldbindingar sínar. 

Skriffinskubáknið í Argentínu hefur verið stórt og stjórnmálastéttin hefur aukið umsvif ríkisins og fjölgað starfsmönnum ríkisins. 

Nú er nóg komið og Argentínumenn kusu þann frambjóðanda sem var lengst til hægri og vill beita markaðslausnum. Fækka ríkisstarfsmönnum, auka svigrúm einstaklinga til að stofna og reka fyrirtæki og einkavæða sem mest og taka starfsemi Seðlabankans til endurskoðunar hugsanlega leggja hann niður og hætta að færa fórnir á altari loftslagsbullsins. Fólkið í Argentínu kaus hann vegna þess, að allar vinstri lausnirnar hver á fætur annarri hvort sem var hjá hershöfðingum eða sósíalskri verkalýðshreyfingu landsins hafa verið haldlausar. 

Spurning er hvernig gengur nýja forsetanum að glíma við vandamálin. Vonandi vel, en hann fær ekki gott veganesti. Skuldir Argentínu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn nema 44 þúsund milljónum dollara svo þess eins sé getið. En kjósendur mátu það greinilega þannig, að hann og stefna hans væri besti kosturinn þar sem að mótframbjóðandi hans var fulltrúi stjórnmálastéttarinnar og var hafnað.

Þetta flotta og stolta ríki og þjóð á skilið að fá skynsamlega stjórn eftir óstjórn í tæpa öld. Vonandi fær nýr forseti svigrúm til að koma framfarasinnaðri stefnu sinni í framkvæmd.

Vonandi þarf Argentína ekki lengur að gráta heldur getur brosað út í bæði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Jakobsson

Það hefur tekið almenning í Argentínu ca. 100 ár að kjósa sig frá miðstýringu.

Vonandi vegnar Íslendingum betur.

Skúli Jakobsson, 20.11.2023 kl. 19:30

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Argentína og menningin þar er með áhugaverðustu þjóðríkjum/svæðum heimsins, allar götur síðan vestræn menning flutti þangað. Það verður mjög áhugavert að fylgjast með næstu árin hvernig gengur.

Guðjón E. Hreinberg, 21.11.2023 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 199
  • Sl. sólarhring: 414
  • Sl. viku: 7152
  • Frá upphafi: 2313881

Annað

  • Innlit í dag: 171
  • Innlit sl. viku: 6601
  • Gestir í dag: 160
  • IP-tölur í dag: 158

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband