Leita í fréttum mbl.is

Bankarnir, ráðherrann og lausnirnar.

Húseigendur í Grindavík eru tryggðir fyrir tjóni vegna jarðskjálfta og eldgosa skv. lögum nr. 55/1992 um Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Þrátt fyrir það reynir bankamálaráðherra að slá pólitískar keilur á Alþingi með óræðum kröfum á hendur lánastofnana um aðgerðir þegar boltinn er hjá henni um að móta tillögur um lausn vandans í núinu. 

Á endanum þarf Náttúruhamfaratrygging Íslands að greiða húseigendum í Grindavík nánast fullar bætur vegna þess tjóns sem þeir kunna að verða fyrir. 

En þá er spurningin um millibilsástandið? Eðlilegast er að ráðherra bankamála komi með tillögur í því efni, það er hennar hlutverk og hún verður að gera sér það ljóst. Lánastofnanirnar ættu hins vegar þegar í stað að gera samninga við húseigendur í Grindavík um að ekki verði innheimtar afborganir og vextir af húsnæðislánum í Grindavík meðan óvissuástandið er Aðkoma að því samkomulagi þarf bankamálaráðherra og stjórn Náttúruhamfaratrygginga að eiga.

Það er ljótt að hræða fólk í vanda. Grindvíkingar eru núna í miklum og margvíslegum vanda og stjórnvöld sem og aðrir eiga að vinna að eðlilegum jákvæðum lausnum í stað þess að bulla á Alþingi. Það ber alltaf að leysa málin á grundvelli þess velferðar- og tryggingarkerfis sem er fyrir hendi annað væri ósæmilegt.  

 


mbl.is Ræða eftirgjöf og niðurfellingu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í lagasafninu á vef Alþingis kemur fram að lög um fasteignalán til neytenda falli undir málefnasvið fjármála- og efnahagsráðherra.

Það er reyndar skringilegt þar sem um neytendamál er að ræða og sá málaflokkur fellur undir málaefnasvið menningar- og viðskiptaráðherra samkvæmt forsetaúrskurði. Til samræmis við það falla lög um neytendalán (þ.e. önnur en fasteignalán) undir þann sama ráðherra.

Til að flækja stöðuna enn meira kemur fram í sama forsetaúrskurði að "húsnæðislán" falli undir málefnasvið innviðaráðherra. Mögulega er þar um að ræða úrelta arfleifð frá þeim tíma sem Íbúðalánasjóður starfaði.

Og ef það er ekki næg flækja þá falla málefni þeirra sem lenda í greiðsluvanda og þurfa að leita úrræða á borð við greiðsluaðlögun undir ráðuneyti félagsmála.

Þessi ruglingslega dreifing ábyrgðar á málefnum lántakenda til mismunandi ráðherra og ráðuneyta er ekki til þess fallin að stuðla að samræmdri framkvæmd málaflokksins. Þvert á móti er hætta á því að glufur myndist sem málefnin geta fallið niður um þannig að hver bendi á annan og enginn axli (nægilega) ábyrgð á þeim þegar á það reynir.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.11.2023 kl. 14:57

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég held að útspil Ógnarstjórnarinnar til að bókstaflega þvinga banka landsins til að gera eitthvað sem þeir neituðu að gera 2009, sé fegrunaraðgerð, því fleiri en við hér á bloggtunglinu höfum bent á að Ríkisstjórnin sem fer með málefni forseta síns var gripin brókarlaus í fjósinu, og það illilega.

Bestu kveðjur

Guðjón E. Hreinberg, 21.11.2023 kl. 14:58

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Vel mælt.

Kjarninn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.11.2023 kl. 15:58

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Guðmundur ég hafði satt að segja ekki gert mér grein fyrir þessum glórulausa flækjugangi varðandi þessi mál. En svona gerist þegar verið er að hringla með málin eins og gert var við endurnýjun ríkisstjórnarinnar eftir síðustu kosningar.

Jón Magnússon, 21.11.2023 kl. 17:53

5 Smámynd: Jón Magnússon

Átta mig ekki á því hvenær ríkisstjórnin var gripin brókarlaus í fjósinu Guðjón. 

Jón Magnússon, 21.11.2023 kl. 17:54

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Ómar. 

Kveðja að sunnan.

Jón Magnússon, 21.11.2023 kl. 17:54

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi stjórnskipulegi flækjugangur á sér reyndar mun lengri sögu en hringlið við síðustu stjórnarmyndun lagaði það ekki því þá var ekkert gert til að greiða úr flækjunni.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.11.2023 kl. 18:09

8 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það hafa verið eldsumbrot á Reykjanesi í þrjú ár, og nú í haust kemur í ljós að allt stjórnkerfið var óundirbúið með öllu.

Guðjón E. Hreinberg, 21.11.2023 kl. 23:09

9 Smámynd: Jón Magnússon

Hárrétt athugasemd Guðjón. Ekki hefur ríkisstjórnin eytt tíma sínum í þau mál greinilega. Ekki góður vitnisburður um stjórnmálamennina okkar. 

Jón Magnússon, 22.11.2023 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 193
  • Sl. viku: 2414
  • Frá upphafi: 2298387

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2248
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband