Leita í fréttum mbl.is

Leiðtoginn

Lengi vel hefur verið talað um Bandaríkjaforseta sem leiðtoga hins frjálsa heims. Sennilega þarf að fara aftur fyrir aldamót til að finna Bandaríkjaforseta, sem staðið hefur undir því nafni. En Bandaríkjaforseti er hvað sem öðru líður æðsti maður voldugasta ríkis heims. Það skiptir því mikl hver gegnir því embætti. 

Joe Biden hefur sýnt að hann er ófær til að vera forseti og mundi ekki einu sinni sóma sér vel sem óbreyttur í sveitarstjórn hvað þá heldur. 

Það segir sína sögu um hvað fjölmiðlunin er hlutdræg, að helstu fjölmiðlar heims hafa látið Biden algjörlega í friði þó honum verði ítrekað á gríðarleg mistök. 

Á blaðamannafundi í gær talaði hann um Abdel Fattah el Sisi Egyptalandsforseta, sem forseta Mexícó eftir að hann hafði greinilega gleymt nafninu á hryðjuverkasamtökum Hamas og ruglaði með hver er forseti Frakklands og kanslari Þýskalands. Þetta gerðist á sama blaðamannafundi þar sem allt er undirbúið í þaula.

Af miklu er að taka með ruglið í Biden, sem sýnir að hann er algerlega ófær um að sitja í sveitarstjórn hvað þá heldur að gegna embætti þar sem hann getur ráðið örlögum heimsbyggðarinnar. Joe Biden gæti í besta falli sómt sér vel í samræðum við Bakkabræður.

Hvernig geta helstu fjölmiðlar verið svo óheiðarlegir að þegja um það sem öllum ætti að vera augljóst og getur það verið að það sé óheiðarleika helstu fjölmiðla um að kenna hve djúpt bandaríks stjórnmál hafa sokkið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Nú vantar eins og einn Nixon ... hann stöðvaði tvenn stríð.

Guðjón E. Hreinberg, 10.2.2024 kl. 16:52

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þessi ályktun verðskuldar "Nobelinn" eða álíka,svo augljós sem kenning þín er.

Helga Kristjánsdóttir, 11.2.2024 kl. 00:26

3 Smámynd: Jón Magnússon

Já það er rétt Guðjón. Nixon er með allra merkustu forsetum Bandaríkjanna, en varð sú ógæfa á, að reyna að hjálpa vinum sínum sem höfðu gerst sekir um asnaspark og því fór sem fór. 

Jón Magnússon, 11.2.2024 kl. 08:49

4 Smámynd: Jón Magnússon

Alla vega er þetta öruggara en afstæðiskenningin Helga. 

Jón Magnússon, 11.2.2024 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 656
  • Sl. sólarhring: 1334
  • Sl. viku: 6429
  • Frá upphafi: 2303744

Annað

  • Innlit í dag: 608
  • Innlit sl. viku: 5939
  • Gestir í dag: 594
  • IP-tölur í dag: 576

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband