Leita í fréttum mbl.is

Og þú líka Jóhanna?

Jóhanna Sigurðardóttir tók þá ákvörðun að lækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs og gera fólki erfiðara fyrir með að fjárfesta í íbúðarhúsnæði. Bent hefur verið á að lánveitingar Íbúðarlánasjóðs séu að verulegu leyti til fólks sem er að fjárfesta í húsnæði utan Stór Faxaflóasvæðisins. Nú þegar boðaður er mikill aflasamdráttur þá byrjar Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra á því að gera fólki erfiðara fyrir með að skipta um húsnæði, breyta til eða koma sér þaki yfir höfðuðið.

Sú skýring að lánahlutfallið sé lækkað til að draga úr þenslu er röng. Fyrirsjáanlegt er að þenslan verður ekki vandamál á landsbyggðinni þegar líður á árið heldur þvert á móti. Á meðan ríkisstjórnin er að velta fyrir sér mótvægisaðgerðum vegna niðurskurðs þorskveiðiheimilda þá er sett í afturábakgír í lánamálum til húsnæðismála. Svipað og þegar bandaríska ríkisstjórnin 1929 og 1930 takmarkaði peningamagn í umferð í svipuðum tilgangi á þeim tíma í kjölfar verðbréfahruns og kom á stórfelldri kreppu í landinu.

En þetta er ekki það eina í kjölfar lækkunar lánshlutfalls Íbúðarlánasjóðs hefur KB banki tilkynnt um verulega vaxtahækkun af verðtryggðum lánum. Kaupþing hækkar vexti úr 4.95% í 5.2% af verðtryggðum lánum. Er þetta líka til að slá á þensluna?

Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið traustur stjórnmálamaður og vösk í baráttunni fyrir lítilmagnann í þjóðfélaginu. Hvað er nú að. Af hverju gengur hún nú fram og stingur rýtingnum á kaf í efnahag alþýðu þessa lands. Af hverju fer hún svona fram og leggur grunn að vaxtahækkun bankanna???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Mér skilst að lánsfjárshlutfallið sé af brunabótamati viðkomandi fasteignar en ekki raunvirði hennar sem getur verið allt að 100% hærra hérna á Reykjavíkursvæðinu.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 6.7.2007 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 87
  • Sl. sólarhring: 1430
  • Sl. viku: 7352
  • Frá upphafi: 2305735

Annað

  • Innlit í dag: 80
  • Innlit sl. viku: 6798
  • Gestir í dag: 80
  • IP-tölur í dag: 79

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband