Leita í fréttum mbl.is

Það verður að breyta kerfinu.

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skera niður aflamark í þorski og halda óbreyttu kvótakerfið að öðru leyti. Kvótakerfið var sett á til að byggja upp þorskstofnin og stofna annarra nytjafiska. Þetta hefur mistekist.  Þrátt fyrir þessa tegund friðunar og vísindalegrar verndunar fiskistofna þá hefur stöðugt sigið á ógæfuhiðina. Af hverju ekki að viðurkenna að kerfið dugi ekki.

Af hverju má ekki breyta til og setja flotann á sóknarmark í stað aflamarks. Það mundi draga verulega úr framhjálöndun og brottkasti. Af hverju má ekki heimila bátaflotanum að setja fleiri öngla út í sjóinn? Það skaðar ekki lífkerfið og veldur engu hruni. 

Öllum má vera ljóst að það vantar æti í sjóinn.  Getur verið að ríkisstjórnin sé með þessari ákvörðun að vinna gegn því markmiði að byggja upp þorskstofnin? Magt bendir til þess.

Með því að taka einhliða ákvörðun um að færa aflamark í þorski svona mikið niður. Halda kvótakerfinu óbreyttu og hafna því að heimila lítt takmarkaðar krókaveiðar frá sjávarbyggðum er ríkisstjórnin að taka ranga ákvörðun. 

Miðað við þessa tilkynningu þá óttast ég að boðaðar mótvægisaðgerðir verði einnig vanhugsaðar og kosti mikil útgjöld úr ríkissjóði án þess að nokkuð verði byggt upp fyrir þá peninga. Það mætti ef til vill benda ráðherrum Sjálfstæðisflokksins á að skapa skilyrði til að leyfa markaðnum að vinna sig út úr vandanum í stað þess að múlbinda allt í boðum og bönnum.


mbl.is Þorskkvótinn verður 130 þúsund tonn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mín skoðun er sú að það ætti að athuga botn og gróður sjávarsins en ekki einblína á það að fæði sé af skornum skammti.  Eins og fram kom í fréttunum núna fyrr í vikunni þá eru ígulker að drepa allan gróður í Eyjafirði, má ekki rekja minnkun þorskstofnsins að einhverju leyti til þess?  Af hverju ekki að setja meiri fjárframlög til þessara rannsókna, rannsókna sem bera árangur og sýna þetta svart á hvítu.  Við verðum að fá skýringu á því hvers vegna hann er að minnka.

 kv Þórdís

Þórdís (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 14:49

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er eðlileg afleiðing af kolrangri fiskveiðráðgjöf og aulalegri stjórn fiskveiða í nálega aldarfjórðung.

Hagfræðingar okkar segja að þetta komi á "afar góðum tíma" vegna góðrar stöðu hagkefisins!!!!!!!!!!!!

Árni Gunnarsson, 6.7.2007 kl. 18:20

3 Smámynd: Magnús Jónsson

hvarflar það ekki að spekingum eins og ykkur Jón og Árna að hugsanlega sé samspil náttúru og áhrif mann ívið flóknara en kerfi til stjórnunar eða öllu heldur takmörkun á gengdarlausri ránkirkju manna sem fara ekki eftir settum reglum, hvað þá að þeir sem stunda rannsóknir séu í raun að eiga við líkan sem breytist á hverju einasta ári, það er að verða þreytandi að heyra varla annað en að fábjánar og fífl stundi rannsóknir frá svona spekingum eins og ykkur, og svo í næstu línu á eftir talið þið um að eiða þurfi meira fé í rannsóknir, hver á að framkvæma þær? ellilífeyrisþegi eða lögfræðingur ég bara spyr.

Magnús Jónsson, 6.7.2007 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 263
  • Sl. sólarhring: 949
  • Sl. viku: 4053
  • Frá upphafi: 2295788

Annað

  • Innlit í dag: 252
  • Innlit sl. viku: 3718
  • Gestir í dag: 249
  • IP-tölur í dag: 244

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband