Leita í fréttum mbl.is

Verđbólgufjárlög?

 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: Ríkisstjórnin leggur áherslu á ýtrasta ađhalds sé gćtt í rekstri hins opinbera ţannig ađ fjármunir skattgreiđenda séu nýttir sem best."

Ríkisstjórn og Seđlabanki hafa sett sér verđbólgumarkmiđ sem eru ađ verđbólga verđi um eđa innan viđ 2.5% á ári. Samt sem áđur leggur ríkisstjórnin nú fram frumvarp til fjárlaga ţar sem segir ađ útgjöld aukist um rúm 8% ađ raungildi. Ţađ er rétt séu bornar saman áćtluđ niđurstađa ríkisútgjalda ársins 2007 og útjgöld skv. fjárlagafrumvarpinu.

Heildarútgjöld ríkisins skv fjárlagafrumvarpinu 2007 voru 357 milljarđar. Heildarútgjöld skv fjárlagafrumvarpinu 2008 eru 430 milljarđar. Aukning ríkisútgjalda eru ţví 73 milljarđar.  Aukning ríkisútgjalda skv. ţví er yfir 20%. Ţó tekiđ sé tillit til verđbólgu á árinu ţá aukast ríkisútgjöldin samt um 17%.  Svona mikil aukning ríkisútgjalda vćru ađeins réttlćtanleg ef horfur vćru á verulegum samdrćtti og atvinnuleysi. Svo er ekki. Ţenslan er enn í hámarki og nú ćtlar ríkisstjórnin ađ hella olílu á eldinn.

Ţađ hlítur ađ vera umhugsunarefni fyrir markađssinna í Sjálfstćđisflokknum hvort Sjálfstćđisflokkurinn sé á réttri leiđ međ ţví ađ auka ríkisútgjöld svo mjög sem raun ber vitni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jón, mín skođun er sú ađ ţetta sé í stíl ţess hömluleysis sem felst í ţví ađ međhöndla fé sem menn eiga ekki. Mitt í góđćrinu virđast allir geta ţrasađ út aukin útgjöld sem aldrei fyrr. Ekki virđist ţó veriđ ađ setja ţetta í velferđarkerfiđ, ţar eru hćkkanir hvađ skaplegastar viđ fyrstu sýn.

Ef verđbólga er 2.5% er eđlilegt ađ menn séu á ţensluskeiđi međ ţađ sem ţak á hćkkun útgjalda eđa minna. Ţú ert ekki einn um ađ meta ţetta á 20%.

Ég tel raunar ađ ríkiđ sé orđiđ allt of frekt til fjársins. Á sama tíma og heimilin og sveitarfélögin verđa skuldsettari er ríkiđ ađ verđa skuldlaust. Félagaslegu verkefnin hafa í meira mćli veriđ flutt til sveitarfélaganna og ţau eru síđan bara svelt fjárhagslega og geta ekki veitt hana sem skyldi.

Hefur ţú, eđa ađrir, spáđ í ţađ hvort ţađ vćri vitleg hugmynd ađ skera á ţađ ađ hér séu tvö ađskilin stjórnsýslustig ţ.e. ríki og sveitarfélög? Manni finnst nefnilega í seinni tíđ ađ ţessi skipan mála sé notuđ til ađ víkja sér undan skyldum viđ ţegnanna.

Ísland er ţađ fámennt ađ ţađ hlýtur ađ mega varpa ţessari spurningu fram. Fólksfjöldi hér er eins og t.d. hverfi í Amsterdam. 

Haukur Nikulásson, 3.10.2007 kl. 16:10

2 Smámynd: Halla Rut

Takk fyrir ţetta. Mjög upplýsandi.  Ţarf ekki líka ađ taka inní ţessa prósentutölu fólksfjölgun.  Ţarf ekki meiri útgjöld fyrir fleira fólk.  Einnig vćri fróđlegt ađ skođa í hverju ţessi aukning liggur. Liggur hún í einhverju ţar sem hefur veriđ skortur eđa ekki.

Sjáumst annađ kvöld.  

Halla Rut , 3.10.2007 kl. 19:07

3 Smámynd: Jón Magnússon

Haukur ţú bendir á umhugsunarverđan hlut ţegar ţú talar um ţessi tvö stjórnsýslustig. Ţađ ţarf ađ hugsa ţetta upp á nýtt. Ađ hluta til eru sveitarfélögin í málum sem ćttu mun betur heima hjá ríkinu og viđ erum međ alltof flókiđ og dýrt stjórnkerfi.

Halla Rut ţađ er alveg rétt hjá ţér ađ ţađ ţarf ađ taka tillit til fólksfjölgunar og verđbólgu. Ţó tekiđ sé tillit til verđbólgu ţá er hćkkunin samt um 17%.  Spurning er hvađ er ásćttanleg hćkkun? Vćru hún ekki í samrćmi viđ verđbólgumarkmiđiđ sem stjórnvöld hafa sett sér. Vćri svo ađ ríkisstjórnin vildi fylgja eigin markmiđum ţá ćttu ríkisútgjöldin ekki ađ hćkka nema um 3%

Svo er spurning hvort ţađ er ekki einmitt ástćđa til ađ draga saman ţegar ofurţensla er í hagkerfinu en ríkiđ kćmi ţá međ meira afli inn á markađinn ţegar samdráttur yrđi. Já C ţig annađ kvöld.

Jón Magnússon, 3.10.2007 kl. 22:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 532
  • Sl. sólarhring: 1102
  • Sl. viku: 3113
  • Frá upphafi: 2297847

Annađ

  • Innlit í dag: 504
  • Innlit sl. viku: 2909
  • Gestir í dag: 496
  • IP-tölur í dag: 487

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband