Leita í fréttum mbl.is

Hvernig skýrir hin pólitíska veðurfræði kuldakast?

Þegar 30 stiga frost mælist á Íslandi og skammta verður heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu vegna mikilla kulda þá velti ég því fyrir mér hvernig hin pólitíska veðurfræði sem reynir að skýra nánast allar uppákomur í veðurfari með því að um gróðurhúsaáhrif sé að ræða. Gróðurhúsaáhrif vegna mengunar af mannavöldum.  Pólitíska veðurfræðin hefur komið því til leiðar að Vestur Evrópa ætlar að takmarka framleiðslu og leggja á sjálfa sig milljarða Evra kostnað vegna takmörkunar á framleiðslu auk ýmiss annars.

Á sama tíma halda Kínverjar, Indverjar og Bandaríkjamenn áfram eins og ekkert hafi í skorist og sagt er að í Kína sé opnað eitt kolaraforkuver á viku samsvarandi vinnslugetu Kárahnjúkavirkjunar en í Indlandi eitt í mánuði. 

Svo má ekki gleyma því að allt þetta brölt og billjóna kostnaður í Evrum talið á ári í stríði Vestur Evrópu við gróðurhúsaáhrif hefur ekki meiri áhrif en að á hundrað árum mundi takmörkun losunar gróðurhúsalofttegunda nái hún  til allra ríkja skv. Kyótó bókuninni en þeirri að árið 2115 eru við á sama stað og við yrðum án nokkurra takmarkana árið 2100.  En án Kína, Indlands og Bandaríkjanna erum við e.t.v. að tala um að árið 2100 værum við eins stödd og annars árið 2007.

En hér í 15 stiga frosti velti ég því fyrir mér hvort ekki væri gott að fá ögn meira af hlýnun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vona svo sannarlega að ´þessar spár um gróðurhúsaloftslag séu orðum auknar.  En eitthvað þarf undan að láta eins og mannskepnan hagar sér hér á jörðinni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.2.2008 kl. 11:24

2 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Blessaður Jón,

Svarið færðu á bloggsíðunni minni!  Með kærri kveðju,

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, jarðfræðingur og umhverfisefnafræðingur 

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 2.2.2008 kl. 11:46

3 identicon

Eitthvað var það þunnt svar!

Gulli (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 20:58

4 identicon

Já, satt segir þú, þetta er miklu meiri pólitík heldur en fræðimennska. Það sorglega við þessa pólitík er hversu margir vísindamenn hafa gert sig af fíflum, með þvi að kasta á glæ öllum góðum vísindalegum vinnubrögðum í þágu pólitísks áróðurs.  

Svipað var reyndar upp á teningnum í mótmælunum við  Kárahnjúkavirkjun, þegar nokkrir svokallaðir vísindamenn, sem höfðu ekki einu sinni fyrir því að kynna sér gögn margra ára rannsóknarvinnu, töldu sig samt þess umkomna að geta véfengt (í pólitískum tilgangi) niðurstöður kollega sinna, sem höfðu unnið rannsóknirnar.   (Vonandi verður gert uppgjör á hegðun þessara manna, svo sagan endurtaki sig ekki, a.m.k. ekki með sömu leikendum aftur).

Eitt mynstur virðist augljóst hvað varðar samnefnara fyrir þessa pólitísku vísindamenn og það er að þeir eru í flestum tilvikum vinstri sinnaðir.

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 23:48

5 Smámynd: Gunnar Geir

Það er athyglisvert að þú beitir fyrir þér spá vísindamanna um gróðurhúsalofttegundir á jörðinni eftir 100 ár en virðist ekki, á sama tíma, taka mark á veðurfarslíkönum veðurfræðinga fyrir næstu tugi ára. Þessum veðurfarslíkönum ber yfirleitt nokkuð vel saman um að veðurfar á jörðinni sé að breytast og ég leyfi mér að fullyrða að veðurfarslíkönin eru talsvert vandaðri en útblásturlíkan sem reynir að segja til um magn útblásturs mannskepnunnar næstu 100 árin.

Vel á minnst! Ég segi veðurfar, en þú talar um veður síðustu daga. Fréttamenn og kannski pólitíkusar eiga til að vera full fljótir að dæma veðurbreytingar á  stuttu tímabili sem hluta af veðurfarsbreytingum, en þar fellur þú í sömu grifju!

Veðurfar er meðaltal og frávik veðurs á tilteknu svæði á löngu tímabili. Veðurfarsbreytingar eru svo skilgreindar sem breytingar á áðurnefndum þáttum þegar í það minnsta áratugalöng tímabil eru skoðuð - ekki breytingar á hitamælinum þínum á fjögurra daga tímabili!  Of margar blogg greinar finnast þar sem veðurfarsbreytingar eru hraktar á grundvelli veðurbreytinga fáeinna daga. Ég kannast ekki við að pólitíkusar geri þessi mistök í jafn miklum mæli og bloggverjar.

Þú veist það betur en ég að vetur á Íslandi á áttunda og níunda áratug síðustu aldar voru talsvert kaldari og snjóþyngri en þeir vetur sem við höfum séð undanfarin ár. 

Sjá t.d. meðalhita í Stykkishólmi síðustu 200 ára:

http://vedur.is/loftslag/breytingar/fra1800/hitafar/ 

Gunnar Geir, 3.2.2008 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 98
  • Sl. sólarhring: 439
  • Sl. viku: 2764
  • Frá upphafi: 2298289

Annað

  • Innlit í dag: 87
  • Innlit sl. viku: 2583
  • Gestir í dag: 85
  • IP-tölur í dag: 83

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband