Leita í fréttum mbl.is

Íslenska tilraunin.

Í pistli mínum á Útvarpi Sögu í gær talaði ég m.a. um Íslensku tilraunina í efnahagsmálum með því að hafa flotkrónu og sérstakar hækjur þessa óstöðuga gjaldmiðils, verðtrygging og háir vextir. Ég sagði að kostnaður almennings við þessa tilraun væri óásættanleg og vitnaði í Ólaf Ísleifsson prófessor í því sambandi . Þetta var að hluta til ónákvæmt hjá mér þar sem að skilja mátti á umfjölluninni að Ólafur Ísleifsson ætti höfundarrétt að því að kalla óstjórnina í íslenskum efnahagsmálum "tilraun"  en það er ekki. Ég bið Ólaf Ísleifsson sem mér finnst merkur fræðimaður velvirðingar á því að hafa sett orð hans í þetta samhengi.  Það var Davíð Oddsson Seðlabankastjóri sem á höfundarrétt á því að tala um íslensku tilraunina en hann talar um þessa "merku" íslensku tilraun í ræðu  á ráðstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Seðlabanka Íslands 31.5.2007.

Slóðin inn á ræðu Daviðs er þessi. http://sedlabanki.is/?PageID=13&NewsID=1490

Athyglivert að skoða sýn Seðlabankastjóra á íslensku tilrauninni.    Almenningur í landinu kann honum og ríkisstjórninni vonandi litlar þakkir fyrir að lenda í þeirri stöðu vegna tilraunarinnar að eiga á hættu óðaverðbólgu og atvinnuleysi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er áhyggjuefni, þ.e. efnahagsstefnan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2008 kl. 13:28

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessari drykkjuveislu er brátt lokið.

Og nú er bara spurningin hvort við tökum við timburmönnunum af manndómi eða förum í afréttarann.

Mín spá er að pólitísur kjarkur stjórnvalda stoppi við afréttarann.

Árni Gunnarsson, 4.3.2008 kl. 21:28

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Árni, er ekki Geir farinn að tala um afréttara í formi einhverra álvera. Það verður örugglega reynt að fresta timburmönnunum í lengstu lög.

Þórir Kjartansson, 5.3.2008 kl. 08:35

4 Smámynd: Þórir Kjartansson

Tek líka heils hugar undir með Viðar Helga. Þetta er nákvæmlega sú sýn sem ég hef á þetta.

Þórir Kjartansson, 5.3.2008 kl. 08:37

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og ég tek líka undir með Viðari Helga. Það er ótrúlegt hversu illa þjóðinni gengur að skilja að hin svonefnda útrás hefur alið af sér allmarga ofurauðmenn. En eftir situr þorri þjóðarinnar ráðlausir þátttakendur í brjáluðu neyslufylliríi sem fjármagnað er með dýrustu peningum sem sögur fara af. Örfáir hafa efni á að taka þátt í þessum vítahring.

Kraftaverk þarf til að rétta við þetta ástand sem stefnir þjóðinni í gjaldþrot í mörgum skilningi.

Sjálfstæði okkar heyrir brátt sögunni til við óbreytta pólitík.

Árni Gunnarsson, 5.3.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 178
  • Sl. sólarhring: 455
  • Sl. viku: 7131
  • Frá upphafi: 2313860

Annað

  • Innlit í dag: 156
  • Innlit sl. viku: 6586
  • Gestir í dag: 149
  • IP-tölur í dag: 148

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband