Leita í fréttum mbl.is

Sendiherrar alltof margir.

Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi utanríkisráðherra upplýsir að ríkið þurfi að greiða dýra starfslokasamninga við þá sendiherra sem láta af störfum á næsta ári. Þetta verður ekki vegna þess að sendiherrarnir láti af störfum vegna aldurs heldur verður það lesið út úr ummælum fyrrverandi utanríkisráðherra að það sé vegna þess að rýma þurfi til fyrir nýjum sendiherrum. Í gær var sagt frá því að Ingibjörg Sólrún hefði skipað 3 nýja. Það er athyglivert að Valgerður Sverrisdóttir sem gegndi utanríkisráðherraembætti fram á síðasta ár segir að

"augljóst að sendirherrar íslensku utanríkisþjónustunnar eru of margir. Ég giska á að þeir séu sex til sjö of margir. Það skortir verkefni og hefði þurft að líða lengri tími þar til væri farið að fjölga sendiherrum enn frekar"

Þetta segir sá utanríkisráðherra sem skipaði engan sendiherra í ráðherratíð sinni. Nokkuð annað en Davíð sem skipaði 10 á þeim stutta tíma sem hann var utanríkisráðherra.

Fullt tillit verður að taka til ummæla Valgerðar Sverrisdóttur. Þar mælir kona sem þekkir málið betur en flestir aðrir. Hún segir að sendiherrar séu of margir en þrátt fyrir það skipar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 3 til viðbótar.  Þetta er að fara illa með fé skattborgaranna. Þetta er auk heldur óásættanlegt að ráðherra skuli eiga og/eða taka sér sjálfdæmi með þessum hætti í þeirri trú að gerðir hennar verði staðfestar eftir á eða séu innan þeirra allt of rúmu fjárheimilda sem utanríkisráðuneytið hefur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ingibjörg hefur lengi verið keppinautur Davíðs, en að hún ætli að keppa við hann í sukki og óráðsíu hefði ég ekki trúað fyrr en nú.

ps. Vona að mikilmennskubrjálæðið varðandi það að komast í Öryggisráðið gangi ekki eftir.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 11:12

2 identicon

Ég vil benda á að fyrispurn Sigurjóns flokksfélaga þíns, um fjölda sendiherra. Það kom í ljós þá að það voru 14 sendiherrar á Rauðárarstígnum með hina furðulesustu tiltla. Já 14 manns sem horfa harmþrungnum augum út um Rauðárstígnum á sendiherralaunum og gera ekki neitt. Svara kannski einstaka tölvupósti.

Ég er hinsvegar á þeirri skoðun að sendiráð okkar hérna í Evrópu sé mjög nauðsynleg og gera mikið gagn.

Sigurður (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 193
  • Sl. viku: 2414
  • Frá upphafi: 2298387

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2248
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband