Leita í fréttum mbl.is

Geir H. Haarde og Gordon Brown

GhhgordonbrownBáðir eiga þeir Geir Haarde  og Gordon Brown það sameiginlegt að hafa verið fjármálaráðherrar áður en þeir tóku við forsætisráðherraembætti eftir þrásetu forvera sinna. Þeir eiga það líka sameiginlegt að hafa setið sem fjármálaráðherrar meðan myntir landa þeirra hækkuðu umfram flestar aðrar sem og húsnæði og skuldir heimilanna í báðum löndum.

Eftir stjórn þeirra Geirs og Gordons er efnahagskerfið í báðum löndum í miklum vanda. Gengi gjaldmiðlanna hefur fallið þó meira hér en í Bretlandi. Verðbólga vex þó meira hér en í Bretlandi. Hins vegar er meiri raunlækkun á húsnæði í Bretlandi en hér að því er mér virðist en má þó ekki miklu muna miðað við gengi krónunnar í síðustu viku.  Í báðum löndum hefur fjármálaþjónusta vaxið mikið í valdatíð þeirra Geirs og Gordons. Fylgið hrynur af báðum samkvæmt skoðanakönnunum. Þannig eiga þeir þetta sameiginlegt og vafalaust margt fleira þeir Geir og Gordon.

Nú bíð ég spenntur eftir því að þingi Verkamannaflokksins í Bretlandi ljúki.  Þá má væntanlega sjá vísbendingar um stefnumörkun Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum, en breski Verkamannaflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa nánast gengið í takt undanfarin áratug með tilheyrandi aukningu ríkisútgjalda og fjölgun opinberra starfa.  Munurinn er sá að Verkamannaflokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að blása út báknið en Sjálfstæðisflokkurinn hefur hingað til vilja megra ríkiskerfið.

Spurning er hvort að Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekki að fara í hugmyndafræðilega endurhæfingu?


mbl.is Enginn bilbugur á Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn.....

Nökkvi (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 18:26

2 Smámynd: Jón Magnússon

Nei það er sko alveg rétt hjá þér Nökkvi.

Jón Magnússon, 21.9.2008 kl. 21:39

3 identicon

Jón  

ESB. og nú Geir H. Haarde og Gordon Brown, en hvað næst New World Order (Nýja Heimsskipulagið)? 

Eitt af því sem Geir H. Haarde er ekki að tala um er Nýja Heimsskipulagið, en það er eitthvað sem Gordon Brown leggur mikla áherslu á. En hvað skoðun hefur þú á þessu Nýja Heisskipulagi Gordon Brown New World Order Speech eða þessari hnattvæðingu Nýja Heimsskipulagsins þegar svo : Evrópusambandið, Afríkusambandið (AU), Asíusambandið ( Asian Union), Suður-Ameríkusambandið (SAU), Mið-Ameríkusambandið (CAU) og Norður-Ameríku Community SPP/NAFTA verður sem sagt sameinað undir eina alheimsstjórn "One World Governmet" eða New World Order? 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 23:09

4 identicon

 Frekari upplýsingar um Nýja Heimsskipulagið (New World Order) má finna hér: 

The Real New World Order

The New World Order is Here!

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 11:30

5 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Af hverju hefurðu svona miklar áhyggjur af Sjálfstæðisflokknum, Jón? Þú munstraðir þig af því skipi! Þetta er kannski aðferð til að dreifa athyglinni frá vandanum í Frjálslynda flokknum? 

Þorsteinn, er það ekki ærið verkefni fyrir hann að fá ESB-stefnuna samþykkta áður en frjálslyndir fara að berjast fyrir nýja heimsskipulaginu???

Ágúst Ásgeirsson, 22.9.2008 kl. 12:29

6 identicon

Sæll Ágúst

Já það er alveg rétt hjá þér, þetta ESB er ærið verkefni, en ég er á því að menn verði að skoða Nýja Heimsskipulagið einnig í þessu sambandi svo og öll lög ESB /stjórnaskrá ESB.

Ég er hins vegar á því að það verður örugglega mjög erfitt að vera þarna efst á toppnum á þessu Tyranny Nýja Heisskipulagsins (New World Order) eða hjá Central Banks elítunni Committee of 300, Rockefeller og Rothschild liðinu.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 12:55

7 identicon

Ég man þá tíð er Davíð Oddsson var að hefja sína pólitísku innreið sagði margoft "ég ætla að vinda ofan af vitleysunni (ríkisbákninu)". Hann seldi jú nokkur ríkisfyrirtæki til þeirra sem voru honum þóknanlegir, en á heildina litið þandist ríkisbáknið út í hans tíð. Geir og Sjálfstæðisflokkurinn er fastur í farinu, breytinga er þörf!

Eggert (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 06:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 804
  • Sl. sólarhring: 1162
  • Sl. viku: 6264
  • Frá upphafi: 2302511

Annað

  • Innlit í dag: 736
  • Innlit sl. viku: 5836
  • Gestir í dag: 714
  • IP-tölur í dag: 690

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband