Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Hvernig skýrir hin pólitíska veðurfræði kuldakast?

Þegar 30 stiga frost mælist á Íslandi og skammta verður heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu vegna mikilla kulda þá velti ég því fyrir mér hvernig hin pólitíska veðurfræði sem reynir að skýra nánast allar uppákomur í veðurfari með því að um gróðurhúsaáhrif sé að ræða. Gróðurhúsaáhrif vegna mengunar af mannavöldum.  Pólitíska veðurfræðin hefur komið því til leiðar að Vestur Evrópa ætlar að takmarka framleiðslu og leggja á sjálfa sig milljarða Evra kostnað vegna takmörkunar á framleiðslu auk ýmiss annars.

Á sama tíma halda Kínverjar, Indverjar og Bandaríkjamenn áfram eins og ekkert hafi í skorist og sagt er að í Kína sé opnað eitt kolaraforkuver á viku samsvarandi vinnslugetu Kárahnjúkavirkjunar en í Indlandi eitt í mánuði. 

Svo má ekki gleyma því að allt þetta brölt og billjóna kostnaður í Evrum talið á ári í stríði Vestur Evrópu við gróðurhúsaáhrif hefur ekki meiri áhrif en að á hundrað árum mundi takmörkun losunar gróðurhúsalofttegunda nái hún  til allra ríkja skv. Kyótó bókuninni en þeirri að árið 2115 eru við á sama stað og við yrðum án nokkurra takmarkana árið 2100.  En án Kína, Indlands og Bandaríkjanna erum við e.t.v. að tala um að árið 2100 værum við eins stödd og annars árið 2007.

En hér í 15 stiga frosti velti ég því fyrir mér hvort ekki væri gott að fá ögn meira af hlýnun.


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 675
  • Sl. sólarhring: 972
  • Sl. viku: 5202
  • Frá upphafi: 2301374

Annað

  • Innlit í dag: 629
  • Innlit sl. viku: 4871
  • Gestir í dag: 614
  • IP-tölur í dag: 598

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband