Leita í fréttum mbl.is

Keyptar fréttir?

Mörgum finnst fréttamennsku hafa farið aftur á síðari árum og flestar fréttastofur flytji einsleitar fréttir þar sem merkustu fréttaviðburðum er iðulega sleppt.

Fréttamenn Euronews fréttastofunar sem fær mikla styrki frá Evrópusambandinu fóru í verkfall í vikunni til að mótmæla því að yfirstjórn fréttastofunnar leyfði einræðisstjórnum eins og t.d.Saudi Arabíu að kaupa fréttir og fréttatengt efni.

Eitt er að kaupa fréttir og annað að birta ekki gagnrýni. Margir fréttamannanna á Euronews benda einnig á að fréttastofan birti ekki lengur gagnrýni á ýmsar einræðisstjórnir t.d. í Tyrklandi.Verkfall fréttamanna Euronews sannar það sem margir hafa talið að væri fyrir hendi, að fréttaflutningi væri í raun stýrt af peningaöflum og ríkisstjórnum. Fjárglæframaðurinn George Soros er einn þeirra sem hefur látið þetta til sín taka og staðið fyrir námskeiðum fyrir blaða- og fréttafólk til að innræta því blessun opinna landamæra. Fullyrt er að ritstjóri Kastljóss RÚV hafi sótt slíkt námskeið, en fyrir því hef ég ekki traustar heimildir og hún getur þá neitað því sé það rangt.

Ríkisstjórnir Saudi Arabíu, Flóaríkjanna og annarra íslamskra einræðisríkja hafa einnig verið iðin við að kaupa fréttir og reyna að koma í veg fyrir óhagstæðan fréttaflutning. Þar við bætist að vestrænar fréttastofur virðast taka gagnrýnislaust við fréttum frá upplýsingamiðlurum ríkisstjórna Bandaríkjanna og forustufólks Evrópusambandsins.

Í sjálfu sér er það ekkert nýtt að ríkisstjórnir og hagsmunasamtök reyni að stjórna fréttaflutningi. Sennilega hefur aldrei kveðið eins rammt að því og nú og því miður virðist fréttaelítan upp til hópa láta það yfir sig ganga og láta letina bera vandaða hlutlæga fréttamennsku ofurliði. Það er svo miklu auðveldara að birta bara það sem að manni er rétt.

Vegna þessa er eins dags verkfall fréttamanna Euronews kærkomin áminning til fréttafólks um allan heim að láta ekki kaupa sig og sinna skyldum sínum við neytendur af einlægni og heiðarleika.


Bloggfærslur 19. desember 2016

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 514
  • Sl. sólarhring: 553
  • Sl. viku: 3570
  • Frá upphafi: 2295248

Annað

  • Innlit í dag: 467
  • Innlit sl. viku: 3254
  • Gestir í dag: 460
  • IP-tölur í dag: 451

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband