Leita í fréttum mbl.is

Lofum vitleysuna

Fyrir 500 árum skrifaði heimspekingurinn Erasmus frá Rotterdam bókina "In praise of Folly." (Til dýrðar dellunni) til vinar síns dómarans og stjórnmálamannsins Thomas More.

Í bókinni persónugerir Erasmus dellumakerí samtímans í kvenpersónunni Folly og gerir nístandi grín að því. 

Vinstri sinnaðir stúdentar félagar í Röskvu við Háskóla Íslands settu eitt tonn af ís fyrir framan Háskólatorg 11.apríl s.l. til að leggja áherslu á að Háskóli Íslands lýsti yfir neyðarástandi í loftslagsmálum vegna hlýnunar af mannavöldum. 

Hvaða þýðingu ætti það svo að hafa fyrir heimsbyggðina að Háskóli Íslands lýsti yfir neyðarástandi í loftslagsmálum?  Svarið er einfalt ekki neina. 

Fólki erlendis finnst óendanlega hlægilegt að fólk á Íslandi krefjist aðgerða til að draga úr hnattrænni hlýnun, sem að Svandís Svavarsdóttir ráðherra fann út á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn, að væri að verulegu leyti vegna kynbundinna vandamála í samtímanum fyrr og síðar. 

Enn er vetur í bæ og veturinn sem fer bráðum að kveðja er með þeim köldustu á Íslandi frá því að mælingar hófust fyrir meira en öld síðan. Ungu vinstri sinnuðu háskólaspekingarnir í Röskvu gera því vel að rækta vitleysuna í sjálfum sér, en varla mun það leiða til þess að þetta menntafólk sé líklegt til stórræða eða nokkurs annas sem máli skiptir nema það skipti um kúrs og horfi á staðreyndir máls í stað þess að lofa vitleysuna og sé tilbúið að taka baráttuna fyrir staðreyndum lífsins í stað þess að fylgja í blindni dellumakeríi samtímans.

 


mbl.is Mótmæltu aðgerðaleysi með tonni af klaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. apríl 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 120
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 4303
  • Frá upphafi: 2296093

Annað

  • Innlit í dag: 110
  • Innlit sl. viku: 3942
  • Gestir í dag: 99
  • IP-tölur í dag: 97

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband