Leita í fréttum mbl.is

Ekki má fagurt mæla.

Í tilefni upprisuhátíðarinnar setti Asad Shah,sem var múslimi þá 40 ára, búsettur í Bretlandi, fæddur í Pakistan, þessa kveðju á Feisbók.

"Til minnar elskuðu kristnu þjóðar

Föstudagurinn langi og gleðilega upprisuhátíð til minnar elskuðu kristnu þjóðar. Við skulum feta í raunveruleg fótspor okkar elskaða heilaga Jesú Krists og njóta velgengni í báðum heimum."

(Good Friday and a very Happy Easter, to my beloved Christian nation. Let´s follow the real footstep of beloved holy Jesus Christ and get the real success in both world)

Þessi fallegu ummæli þoldu harðlínu íslamistarnir ekki.  Ráðist var á Asad Shah og hann drepinn. Velviljaður múslimi sem vildi öllum vel fékk ekki að lifa vegna þess að hann óskaði kristnum meðbræðrum sínum alls hins besta.

Íslamistarnir þola ekki fjölmenningu og hatast út í kristin gildi og vestræn samfélög. Kristið fólk verður að gera sér grein fyrir við hvað er að etja og baráttan fyrir kristnum gildum og einstaklingsfrelsi verður nú að heyja um allan hinn kristna heims vegna skammsýni og glámskyggni vestrænna stjórnmálamanna.

Því miður eru íslenskir stjórnmálamenn þar í fararbroddi.

 

 


Bloggfærslur 1. apríl 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 110
  • Sl. sólarhring: 145
  • Sl. viku: 4293
  • Frá upphafi: 2296083

Annað

  • Innlit í dag: 100
  • Innlit sl. viku: 3932
  • Gestir í dag: 92
  • IP-tölur í dag: 92

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband