Leita í fréttum mbl.is

Það má ekki segja satt

Sú stefna var tekin upp í Evrópu, að koma í veg fyrir að fólk fengi fullnægjandi fréttir af afbrotum og/eða hryðjuverkum sem tengdust innflytjendum löglegum en þó sér í lagi ólöglegum.

Síðan hefur ástandið bara versnað. 

Í Berlín var framið hryðjuverk fyrir tveim dögum þegar ólöglegur innflytjandi í boði Merkel kanslara ók á fólk á jólamarkaði aðalverslunargötu Berlínar. Tólf manns eru dánir og tugir slasaðir.

Fram er komið að lögreglan í Þýskalandi gerði meiri háttar mistök bæði fyrir atburðinn og eftir. Það sýnir vel að yfirvöld í Þýskalandi hafa brugðist sínu mikilvægasta hlutverki: 

"Að gæta öryggis borgaranna". 

Gríðarlegum fjárhæðum hefur verið varið til móttöku innflytjenda í Þýskalandi en þess ekki gætt að borgarar landsins nytu öryggis. Tíðar fréttir af nauðgunum og öðru kynferðisofbeldi gegn konum og börnum, sem og ógnunum og morðum saklausra borgara sýna, að stjórnvöld hafa ekki ráðið við þann vanda sem Merkel bjó til þegar hún opnaði landamæri Þýskalands.

Nú er talið að yfir 40 þúsund ólöglegir innflytjendur séu í Þýskalandi sem lögreglan veit ekkert hvar eru.

Þrátt fyrir þetta ástand í Þýskalandi og ámóta ástand víðar í vestur Evrópu, sem ætti að kalla á að pólitíska elítan sem og fréttaelítan gerðu almennilega grein fyrir þeirri vá sem ógnar öryggi borgara Evrópu í dag vegna galinnar stefnu í innflytjendamálum, þá er það ekki raunin.

Þvert á móti þá sameinast mikill meirihluti fréttaelítunnar og pólitísku elítunnar um að þegja um vandamálið. Reyna að blekkja borgarana og segja þeim að ástandið sé alls ekki slæmt.

Af hverju þarf pólitíska elítan og fréttaelítan að blekkja eigin borgara og segja þeim ósatt? 

Afsökunin er sú að fengi fólk réttar fréttir af ástandinu þá gæti það orðið vatn á myllu svonefndra hægri öfgamanna. Það þýðir í raun að fréttaelítan og pólitíska elítan tekur sér vald til að blekkja fólk í þeim pólitíska tilgangi að fólk geti ekki dregið réttar ályktanir af annars réttum gefnum forsendum og stutt þá sem í raun berjast fyrir hagsmunum þeirra.

Jafngildir það ekki ritskoðun og fréttafölsunum einræðisríkja? Þýðir þetta ekki að Tjáningarfrelsi og upplýsingagjöf er ófullnægjandi á forsendum pólitísks rétttrúnaðar og til að ná ákveðnum pólitískum markmiðum.

Ný útlendingalög taka gildi um áramótin. Pólitíska elítan sameinaðist í þeirri vitleysu svo við gætum siglt áfram hraðbyri til sama ástands og er í Þýskalandi. Í góðri grein í Mbl. í gær segir Einar S. Hálfdánarson endurskoðandi og hrl.grein frá afleiðingum þess sem hann kallar "Ríkisfangslottó Unnar Brár", sem hefur kallað hundruðir ólöglegra innflytjenda til landsins á kostnað skattgreiðenda. Um það og afleiðingar þess hefur pólitíska elítan og íslenska fréttaelítan slegið þagnarmúr. Annað gæti truflað gleðileik sameinaða krataflokksins og eins stjórnleysingjaflokks, sem nú eiga fulltrúa á Alþingi.  

Til að kóróna ruglið ætla yfirvöld síðan að koma meir en hundrað ólöglegum innflytjendum fyrir í hjarta miðborgar Reykjavíkur: Gæti verið að í framhaldi af því þyrfti pólitíska elítan og fréttaelítan enn að herða að tjáningarfrelsinu til að koma í veg fyrir að borgararnir fengju réttar fréttir af ástandinu?


Bloggfærslur 22. desember 2016

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 329
  • Sl. sólarhring: 777
  • Sl. viku: 4119
  • Frá upphafi: 2295854

Annað

  • Innlit í dag: 314
  • Innlit sl. viku: 3780
  • Gestir í dag: 305
  • IP-tölur í dag: 299

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband