Leita í fréttum mbl.is

Besta ríkisstjórnin

Hlutir virðast ganga betur á Alþingi en mörg undanfarin ár.

Afleiðingarnar eru ekki allar góðar sbr. afgreiðsla þensluhvetjandi fjárlaga þar sem fjármunum er ausið út á lokametrunum án þess að fullnægjandi greining liggi fyrir um raunþörf.  Afgreiðslan er í takt við velferðarkerfið;  "þeir sem þurfa fá ekki nóg en margir sem síður þurfa fá meira en nóg".

Eftir að hafa lesið Kristilega kommúnistaávarp Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests, sem hann úðaði yfir sóknarbörn sín við messu, þá finnst mér ástæða til að minna á, að ríkið á ekki neitt. Ríkið getur ekki borgað neitt til neins nema taka það frá öðrum. Eitthvað sem kommúnistum sést jafnan yfir. Frá lokum fyrri heimstyrjaldar fyrir um öld síðan hefur millistétt allra landa borið hita og þunga af sjálftöku ríkisins úr vasa skattgreiðenda.

Einn mikilvægasti réttur borgaranna er hvergi til stjórnarskrárvarinn,  svo ég þekki til. Það er ákvæðið sem takmarkar möguleika ríkisins til að taka tekjur og eignir fólks til að fara með að geðþótta.

Afleiðingar af samþykkt þensluhvetjandi fjárlaga er aukin verðbólga. Verðbólgan er versti óvinur þess unga fólks sem vill spjara sig á eigin vegum og hefur neyðst til að taka verðtryggð lán. Hún er líka óvinur launafólks sem horfir á minnkandi kaupmátt vegna hækkandi vöruverðs.  Þannig getur góðmennska stjórnmálamanna á annarra kostnað iðulega hitt þá illa fyrir sem síst skyldi.

Thomas Jefferson Bandaríkjaforseti sagði að besta ríkisstjórnin væri sú ríkisstjórn sem stjórnaði sem minnstu. En það dugar illa ef þeir sem hafa fjárveitingavaldið, Alþingi, bregðast þeirri skyldu sinni að gæta aðhalds og sparnaðar í ríkisrekstri og takmarka skattheimtu. Slíka ríkisstjórn þurfum við að fá, en vandséð miðað við afgreiðslu fjárlaga að venjulegt fólk sem vill spjara sig á eigin forsendum muni eiga farsæla daga hverjir svo sem sitja í næstu ríkisstjórn.

Ef til vill er það rétt hjá Henry David Thoreau í riti sínu um almenna óhlýðni: "Besta ríkisstjórnin er sú sem stjórnar engu."


Bloggfærslur 23. desember 2016

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 445
  • Sl. sólarhring: 492
  • Sl. viku: 3501
  • Frá upphafi: 2295179

Annað

  • Innlit í dag: 401
  • Innlit sl. viku: 3188
  • Gestir í dag: 396
  • IP-tölur í dag: 390

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband