Leita í fréttum mbl.is

Var tækifæri misnotað?

Í dag eru 25 ár síðan Sovétríkin liðu undir lok. Þau fóru á ruslahaug sögunnar eins og Ronald Reagan fyrrum Bandaríkjaforseti hafði spáð að þau mundu lenda.

Fall Sovétríkjanna var ósigur kommúnismans fyrir frjálsu markaðshagkerfi og endalok kalda stríðsins. Kommúnisminn eins og nasisminn á undan honum og Íslam í dag byggðu á stefnu heimsyfirráða. Ógn kommúnismans var því raunveruleg.

Fall Berlínarmúrsins, endalok Varsjárbandalagsins og sundurlimun Sovétríkjanna gerðist fyrr en flestir bjuggust við. Fyrrum ríki Sovétríkjanna voru í sárum og gömlu Varsjárbandalagsríkin í Austur Evrópu losnuðu úr áþjáninni úr austri.

Stjórnmálamenn Vesturlanda voru fljótir að nýta tækifærið og veita  Baltnesku ríkjunum og ríkjum Austur Evrópu að landamærum Úkraínu og Hvíta Rússlands aðild að NATO. Framkoma ráðamanna Vesturlanda gagnvart Rússlandi var hin vegar með öðrum hætti.

Bandaríkin og fylgiríki þeirra hafa allt frá falli Sovétríkjanna leikið vonda afleiki gagnvart Rússum. Í stað þess að gera Rússa að bandamönnum fóru Bandaríkin fram gegn þeim eins og óvini sem hefði beðið ósigur. Þjóðverjar sýndu meiri skilning þangað til Angela Merkel tók við.

Fyrrum varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í stjórn Bill Clinton, William Perry sagði fyrir nokkru að Washington hefði eyðilagt möguleika á að byggja upp bandalag við Rússa. Tilboði Pútín Rússlandsforseta í kjölfar hryðjuverkaárása Al Kaída á tvíburaturnana í New York um samvinnu gegn hryðjuverkum var varla svarað af Bush jr. og hann ákvað að fara sínu fram og sló á útrétta hendi Rússa um hernaðarsamvinnu og samstarf.

Þó svo að Vesturveldin hafi spilað illa úr sínum spilum frá því að Sovétríkin liðu undir lok fyrir 25 árum, þá er ekki ástæða til að halda afleikjum áfram.

Virkasta leiðin til að stuðla að betri heimi og friðsælli er m.a. með því að koma á virkri samvinnu við fyrrum ríki Sovétríkjanna einkum Rússland, Hvíta Rússland.


Bloggfærslur 26. desember 2016

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 749
  • Sl. sólarhring: 757
  • Sl. viku: 3805
  • Frá upphafi: 2295483

Annað

  • Innlit í dag: 692
  • Innlit sl. viku: 3479
  • Gestir í dag: 665
  • IP-tölur í dag: 646

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband