Leita í fréttum mbl.is

Aftur til fortíðar

Í gær ráku Bandaríkjamenn tugi rússneskra sendimanna úr landi og sakar þá um að ógna öryggi USA. Óneitanlega minnir þetta á aðgerðir stórveldanna upp úr 1960. Obama stjórnin er á síðustu metrunum að hverfa hálfa öld aftur í tímann.

Fyrir þrem dögum flutti utanríkisráðherra USA dæmalausa ræðu þar sem hann hjólaði í ríkisstjórn Ísrael með þeim hætti að meira að segja Bretum bestu vinum Bandaríkjanna er misboðið og forsætisráðherra þeirra fordæmir ummælin, sem hún telur fráleitt að nota um lýðræðislega kjörna ríkisstjórn vinaþjóðar.

Fyrr breytti Obama stjórnin svo um utanríkisstefnu þegar hún stóð fyrir fordæmingu á Ísrael í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Obama Bandaríkjaforseti hefur sakað Rússa um að stunda tölvunjósnir og brjótast inn í tölvur í Bandaríkjunum. Hvað sem rétt kann að vera í því á eftir að koma í ljós. Hitt liggur fyrir, að í stjórnartíð Obama voru einkasímar forsætisráðherra vinveittra ríkja hleraðir af Bandaríkjamönnum.

Bandaríkjamenn brutust inn í tölvur forustumanna vinaþjóða sinna og Evrópusambandsins og voru meira að segja gripnir í að hlera það sem gerðist í svefnherbergi Angelu Merkel þó búast megi við að þar séu ekki mikil hressileg tíðindi.

Hvað tölvunjósnir varðar kemst engin í hálfkvisti við Bandaríkjamenn. Nema að því leyti að svo virðist sem Obama stjórnin viti allt um alla þar sem hún þarf ekkert að vita en ekkert um neinn þar sem virkilega er þörf á upplýsingaþjónustu eins og í Mið Austurlöndum.

Obama forseti veit að hann er mistök frá upphafi til enda. Ríkisskuldir Bandaríkjanna hafa tvöfaldast í stjórnartíð hans, vaxið úr 10 trilljónum í 20 trilljónir. Hann er trausti rúinn eins og sást á úrslitum í forseta-,þing-og fylkisstjórakosningum

Nú þegar hann vill sýna myndugleika á síðustu metrunum í embætti þá snýst þetta allt í höndunum á honum þannig að forustufólk vinaþjóða Bandaríkjanna bíður með öndina í hálsinum eftir að hann láti af embætti og maðurinn sem þetta sama fólk óttaðist hvað mest að fá í embættið Donald Trump taki við.


Bloggfærslur 30. desember 2016

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 347
  • Sl. sólarhring: 730
  • Sl. viku: 4137
  • Frá upphafi: 2295872

Annað

  • Innlit í dag: 328
  • Innlit sl. viku: 3794
  • Gestir í dag: 318
  • IP-tölur í dag: 312

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband