Leita í fréttum mbl.is

Virkið í Sýrlandi

Frá því ér skýrt í fréttamiðlum að hersveitir stjórnarhers Sýrlands hafi sótt fram og nálgist nú rammlega víggirt virki Bandaríkjamanna og Breta í norðausturhluta landsins og hafi í gær verið um 15 mílur frá því.

Hvað þá rammlega víggirt virki Bandaríkjamanna og Breta í frjálsu og fullvalda ríki?????? 

Bandaríkjamenn sáu líka um þjálfun vígamanna í Afganistan sem síðan urðu Al Kaída o.fl. o.fl. Öll þeirra afskipti af þessum heimshluta síðustu áratugina hafa verið óverjandi og fætt af sér hörmungar sem þeir skilja ekki sjálfir að þeir bera alla ábyrgð á.

Fulltrúar Bandaríkjastjórnar segja að þetta sé virki þar sem þeir þjálfi vígamenn til að berja á Ísis. Engum sögum fer þó af sannleiksgildi þeirra staðhæfinga.

Í framhaldi og samfara þessum fréttum hafa talsmenn Bandaríkjastjórnar farið mikinn og haldið því fram að Assad stjórnin væri að láta brenna lík stjórnarandstæðinga sem hafi verið teknir af lífi og tölurnar í því sambandi eru með slíkum ólíkindum að skv. þessu þá minnir þetta á hvernig staðið var að verki í Auswitch fangabúðunum í Póllandi. Allt er þetta með ólíkindum.

Vestrænir fréttamiðlar hafa algjörlega brugðist í frásögnum af því sem er að gerast í Sýrlandi og flutt einhliða fréttir þóknanlegar ríkisstjórnum Bandaríkjanna, Bretlands, Saudi Arabíu og Flóaríkjanna, sem stóðu fyrir upphafi borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi og hafa fjármagnað uppreisnarmenn og leitt miklar hörmungar yfir borgara þessa ríkis.

Á sama tíma og vestrænir fjölmiðlar fluttu ítarlegar fréttir um hörmungar uppreisnarfólksins í Aleppo þegar uppreisnin var brotin á bak aftur og ítrekað var þess krafist að sókn stjórnarhersins yrði stöðvuð af mannúðarástæðum, þá hafa þeir hinir sömu fjölmiðlar þagað þunnu hljóði yfir ástandinu í Mosul sem Íraksher með stuðningi Bandaríkjanna o.fl. sækir nú að.

Gildir allt annað um hörmungar borgara Mósúl en Aleppó? Af hverju fáum við ekki hlutlægar fréttir af ástandinu mér er spurn.


Bloggfærslur 17. maí 2017

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 115
  • Sl. sólarhring: 379
  • Sl. viku: 3056
  • Frá upphafi: 2294675

Annað

  • Innlit í dag: 108
  • Innlit sl. viku: 2786
  • Gestir í dag: 106
  • IP-tölur í dag: 105

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband