Leita í fréttum mbl.is

Nú er nóg komið

Theresa May forsætisráðherra Bretlands sagði í ávarpi sínu til bresku þjóðarinnar í kjölfar hryðjuverkaárásanna á London Bridge, að nú vær nóg komið (enough is enough) Raunar er þetta vígorð hollenska stjórnmálamannsins Geert Wilders,sem bannað var að koma til Bretlands í innanríkisráðherratíð Theresu May fyrir hatursáróður, þó ekki næðist að framfylgja því banni.

En það er fyrir löngu nóg komið. Frá því að fólk var keyrt niður af íslamistum við Westminster til dagsins í dag eftir Manchester vígin og nú hryðjuverkin á og við London Bridge hefur breska lögreglan komið í veg fyrir 5 fyrirhugaðar hryðjuverkaárásir. Væri breska lögreglan ekki eins frábær og hún er þá lægju nú hundruðir til viðbótar í valnum bara í þessum og síðasta mánuði.

Það er ekki hægt annað en hrósa Lundúnarlögreglunni fyrir frábæran viðbúnað og aðgerðir í kjölfar hryðjuverkaárásanna. Frá því að árásirnar hófust þangað til Íslamistarnir höfðu verið skotnir liðu aðeins 8 mínútur. Sjúkralið og hjálparstarfsfólk stóð sig líka frábærlega vel. Þetta segir manni, að hefði varnarviðbúnaður lögreglu og hjálparstarfsfólks ekki verið svona gott þá hefðu Íslamistarnir fengið lengri tíma til að drepa og særa fleiri.

Enska lögreglan lét ekki staðar numið eftir að kennsl höfðu verið borin á hryðjuverkamennina og safnaði gögnum, gerði húsleitir hjá þeim og nágrönnum þeirra áður en dagur rann í morgun. Flott hjá þeim.

Það er nóg komið fyrir löngu. Stjórnunarelítan í Evrópu hefur neitað að horfast í augu við staðreyndir og forseti lýðveldisins Íslands er þar engin undantekning. Forveri hans gerði sér hins vegar góða grein fyrir að nú væri nóg komið- Enough is Enough.

Því miður held ég að íslenska lögreglan sé mjög svo vanbúin til að bregðast við og fást við hryðjuverk Íslamista. Í fyrsta lagi skortir á að nauðsynleg viðbragðsáætlun og góð stjórnun sé fyrir hendi. Í öðru lagði er þjálfun ábótavant og í þriðja lagi þá hafa íslensk stjórnvöld neitað að líta á hugsanlega hryðjuverkaárás sem möguleika og hafa vanrækt nauðsynlegan viðbúnað.

Sem dæmi um viðbúnað og vinnubrögð ensku lögreglunnar og þeirrar íslensku má minna á, að þegar árás var gerð á breskt stjórnerfi árið 2008 af skríl sem m.a.rændi verslanir auk annars, þá var lögreglan búin að skrásetja alla sem sáust á öryggismyndavélum nokkrum dögum síðar og búin að handtaka þá yfirheyra og gefa út ákærur viku síðar. Þegar skríll réðist á Alþingi í lok árs 2008 tók það íslensku lögregluna mánuði að ná saman haldbærum gögnum og síðan tók það meir en ár að gefa út ákærur.

Sigríður Andersen dómsmála- og lögreglumálaráðherra er sennilega sá stjórnmálamaður íslenskur í dag sem best er treystandi til að taka á þessum málum af alvöru og þeirri festu sem er nauðsynleg til að búa lögregluna þannig að hún eigi þess kost að bregðst til að vernda íslenska borgara með því að koma í veg fyrir hryðjuverk, en takmarka þau ella.

Ég skora á dómsmálaráðherra að setja þegar í stað vinnu í gang til að tryggja öryggi borgaranna með viðeigandi hætti og búa til öfluga viðbragðsáætlun þar sem lögregla, sjúkralið og aðrir sem geta aðstoðað fá nauðsynlega samfæingu og þjálfun.

Eftir allt saman þá voru varnaðarorð Geert Wilders hins hollenska og fleiri svonefndra "pópúlista"  og "hægri öfgamanna" varnaðarorð, en ekki öfgar. Varnaðarorð í tíma töluð þó elítan hafi skellt sínum löngu skollaeyrum við þeim. 


Bloggfærslur 4. júní 2017

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 9
  • Sl. sólarhring: 124
  • Sl. viku: 4599
  • Frá upphafi: 2267743

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 4247
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband