Leita í fréttum mbl.is

Hræðslan við lýðræðið

Fáum dylst að innan ríkisstjórnarinnar skortir bæði samstöðu og hugmyndir til að stjórna með þeim hætti sem nauðsyn krefur. Ríkisstjórnin gerir því það mesta gagn að segja af sér.

Innan ríkisstjórnarinnar er full samstaða um að sitja sem lengst. Ekki vegna þess að mikil ástúð ríki á stjórnarheimilinu heldur vegna óttans við lýðræðið. Sá ótti nær einnig  til stjórnarandstöðunnar.

Veður eru öll válynd í íslenskum stjórnmálum og engin getur sagt fyrir um hvað muni koma út úr kosningum. Ríkisstjórn og stjórnarandstaða hræðist að nýr flokkur eða flokkar komi fram og nái árangri eins og gerðist í Reykjavík og Akureyri við síðustu sveitarstjórnarkosningar.  Slík hræðsla er í raun hræðsla við lýðræðið.

Í landi sem tæpast er stjórnhæft lengur er eðlilegt að festu skorti í stjórnmálin meðan kjósendur og stjórnmálamenn eru að finna sér nýja fótfestu í breyttu umhverfi og við aðstæður ólíkar þeim sem þeir þekkja.  Lausn á því fæst ekki með því að ríkjandi stjórnmálastétt skríði öll í eina sæng til að koma í veg fyrir að lýðræðið hafi sinn gang. Lausnin fæst með því að láta lýðræðið vinna sína vinnu jafnvel þó að það þurfi að kjósa oftar en einu sinni á ári á næstunni.

Við því er ekki að búast að þjóðin eða stjórnmálamennirnir finni hugmyndafræðilega fótfestu í einu vetvangi en lýðræðið verður að fá að vinna sína vinnu.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Ríkisstjórn og stjórnarandstaða hræðist að nýr flokkur eða flokkar komi fram og nái árangri eins og gerðist í Reykjavík og Akureyri við síðustu sveitarstjórnarkosningar.  Slík hræðsla er í raun hræðsla við lýðræðið."

Algjörlega rétt! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 11.10.2010 kl. 14:03

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já nafni, það er eins og stjórnmálamenn óttist lýðræðið.

Sá stjórnmálamaður sem óttast dóm kjósenda þarf að líta í eigin barm, hann hefur þá ekki unnið sína vinnu nægjanlega vel.

Nú held ég að alls kyns blekkingar hins pólitíska sviðs gilda ekki lengur. Stjórnmálamenn verða að koma hreint fram við sína kjósendur og sýna iðrun í orðum og verki ef þeir eiga að verða trúverðugir.

Menn eiga ekki að líta á þingstörf sem þægilega innivinnu heldur á að sinna stjórnmálastarfi af ástríðu og þrá eftir að bæta samfélagið. Um leið og neistinn slokknar þá eiga menn að finna sér annan starfsvettvang.

Jón Ríkharðsson, 11.10.2010 kl. 15:01

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Jóhanna.

Jón Magnússon, 11.10.2010 kl. 21:42

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það er nú það minn kæri Jón Ríkharðsson. Því miður sýnist mér neistinn slokknaður ansi víða. Ef til vill ekki skrýtið í því ástandi sem við búum við.

Jón Magnússon, 11.10.2010 kl. 21:49

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta er góð grein Jón, takk fyrir hana.

Jón Ríkharsson:  Ef stjórnmálamenn þ.e.a.s. þingmenn  eru komnir  í þá stöðu að þurfa að sýna iðrun, eins og allmargir þeirra, svo ekki sé meira sagt, eru, eiga þeir skilyrðislaust að segja af sér. Ef þeir gera það ekki, á að lýsa yfir vantrausti á þá.

Við sitjum uppi með flokk vanhæfs fólks, sem skreppur heim af þinginu tímabundið, lýsir yfir hversu rosalega leitt það sé yfir yfirsjónum sínum, sbr. Þ. K. Gunnarsdóttir o.fl., kemur síðan bara aftur eins og þruma úr heiðskýru lofti og sest  á Alþingi okkar Íslendinga, eins og ekkert hafi gerst. Hvað finnst þér um svona háttalag?

 Enginn segir neitt, en við sitjum áfram uppi með fólk, sem mun sækjast eftir að komast í embætti eftir næstu kosningar, fólk sem er sannað að hafi misnotað sér aðstöðu sína, og einhverja aula sem hafa tekið við háum embættum, án þess að vita í hvorn fótinn þeir áttu að stíga, og gerðu þ.a.l. flestallt rangt. 

Nú þarf og svo sannarlega nýtt fólk, við endurreisn lýðræðisins, fólk sem vill  af einlægni og festu, vinna fyrir Landið okkar góða og íbúa þess. Lýðræðið lifni sem fyrst! 

Bergljót Gunnarsdóttir, 12.10.2010 kl. 07:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 190
  • Sl. viku: 2415
  • Frá upphafi: 2298388

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2249
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband