Leita í fréttum mbl.is

Ábyrgar leiðir Jóhönnu Sigurðardóttur

Jóhanna Sigurðardóttir sagði við heittrúað Samfylkingarfólk fyrir stundu að það hefði verið ábyrgari leið að leggja hundraða milljarða Icesave byrðar á þjóðina með samningum heldur en að láta EFTA dómstólinn dæma að skuldbindingar vegna Icesave væru skattgreiðendum á Íslandi gjörsamlega óviðkomandi. 

Fróðlegt að vita hvort Jóhanna segir Samfylkingarfólki líka að hún hafi leyst skuldavanda heimilanna.

Að hún hafi afnumið verðtrygginguna.

Að afskrifaðir hafi verið tæpir 300 milljarðar af skuldum heimilanna.

Þá verður fróðlegt að heyra hvernig Jóhanna fjallar um atvinnumál og atvinnuuppbyggingu. Sérstaklega í ljósi þeirrar staðreyndar að á stjórnartíma Jóhönnu hafa um 2% þjóðarinnar flúið land. Fjárfesting í atvinnufyrirtækjum verið nánast engin og ekki lagður grunnur að neinni arðrænni nýsköpun.

Nú segja e.t.v. einhverjir að ég gleymi "Græna hagkerfinu".  Nei þess vegna talaði ég um arðræna nýsköpun. Græna hagkerfið þetta gæluverkefni sumra stjórnmála- og háskólamanna er allsstaðar  óarðbært og rekið með ærnum kostnaði skattgreiðenda.

Jóhanna Sigurðardóttir reynir e.t.v. líka að segja að það sé skynsamleg leið í atvinnumálum að skattleggja arðbæra atvinnustarfsemi og millifæra þá peninga í óarðbær gæluverkefni eins og "Græna hagkerfið."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvað er grænt við að vilja ekki nýta sjávarspendýr eins og aðrar auðlindir hafsins?  Hvað er grænt við að vilja ekki vatnsaflsvirkjanir?  Og hvað er grænt við að banna lundaveiði í Grímsey ef lunda við Suðurströndina skortir æti?  Eru sparperur grænar eða eru þær baneitraður krabbameinsvaldur?  Flestir þykjast vera grænir, jafnvel vatnsmelónur.

Sigurður Þórðarson, 1.2.2013 kl. 16:14

2 Smámynd: Elle_

Næstum engin orð eru lengur yfir það sem kemur út úr Jóhönnu, Jón.  Jóhanna vinnur ekki fyrir Ísland.  Jóhanna vinnur fyrir óvininn við að gefa Ísland, skemma lýðveldið. 

Það hlýtur að vera komin rannsókn í gang á stjórnarháttum Jóhönnu, Steingríms og Össurar. 

Elle_, 1.2.2013 kl. 23:19

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón.

Kúguð, gjaldmiðils-laus og bankarænd þjóð á ekki annarra kosta völ en að gangast við þeim kjörum, sem eru í boði á neyðartímum. Þá staðreynd þekkja fátæklingar og útskúfaðir, betur en þeir ríku og dómara-mafíu-vernduðu. 

Þeir sem sköpuðu kúgunarkjörin á Íslandi síðustu áratugina, hreykja sér nú eins og siðlausir hanar í einokunar-fjölmiðla-siðleysinu. Syndir fortíðar eru ekki til í þeirra tæru snilldar-orðabók.

Og Hörður Torfason gerir út á stjórnsýslu-fjölmiðla-heilaþvegna múgæsinga-hænuhjörðina nú, eins og áður!

Eða er það mafíu-fjölmiðla-spillingin sem gerir út á Hörð Torfason?

Ég ætla ekki að hlífa Herði Torfasyni, vegna þess að hann er hommi! En heimsmafían er búin að ákveða að hommum og lespíum skuli teflt fram núna, því þeim skuli hlíft vegna kynhneigðar sinnar og samfélagshöfnun.

Fordómum á að sjálfsögðu að útrýma, en ekki bara gagnvart samkynhneigðum!

Mannréttindi verða aldrei einskorðuð við einungis samkynhneigða, eins og heimsmafían er að gera út á í dag! 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.2.2013 kl. 23:29

4 Smámynd: Jón Magnússon

Einmitt Sigurður. Það er bara hluti af græna hagkerfinu sem felst í sérstakri rannsóknarvinnu háskólamanna og tildurframleiðsla.

Jón Magnússon, 1.2.2013 kl. 23:31

5 Smámynd: Jón Magnússon

Það þarf enga rannsókn Elle bara að fólk opni augun.

Jón Magnússon, 1.2.2013 kl. 23:32

6 Smámynd: Elle_

Jón, ég var ekki að meina að við, almenningur, sæjum þetta ekki.  Heldur finnst mér að opinber rannsókn ætti að vera gerð á embættisfærlsum þeirra.  Rannsókn sem gæti kannski komið þeim fyrir dómstóla, eins og þau vildu fyrir Geir Haarde.  Þau höfðu síst efni á að saka hann um neitt.

Elle_, 2.2.2013 kl. 11:19

7 identicon

Heyrði þessa ræðu en ekki þessi ummæli "það hefði verið ábyrgari leið að leggja hundraða milljarða Icesave byrðar á þjóðina með samningum heldur en að láta EFTA dómstólinn dæma að skuldbindingar vegna Icesave væru skattgreiðendum á Íslandi gjörsamlega óviðkomandi."Þú verður að bæta þig Jón í málfluttningnum til að fá ekki á þig gasprarastimpilinn sem því miður margir af þínu sauðahúsi hafa

Bergur (IP-tala skráð) 2.2.2013 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 51
  • Sl. sólarhring: 122
  • Sl. viku: 1738
  • Frá upphafi: 2296298

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 1608
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband