Leita í fréttum mbl.is

Nýar áherslur eđa orđ án innihalds

Árni Páll Árnason flutti um margt athyglisverđa rćđu eftir ađ hann var kjörinn formađur Samfylkingarinnar.  Tal Árna Páls um samfélagssýn norrćnna jafnađarmanna og fráhvarf frá hugmyndafrćđilegum skotgröfum er  árás á stefnu Jóhönnu Sigurđardóttur sem hefur vikiđ frá samfélagssýn jafnađarmanna og stendur föst í forćđi vinstri sinnađrar hugmyndfrćđilegrar skotgrafar, ţar sem m.a. er lýst yfir stríđi viđ markađshagkerfiđ.

Árni Páll Árnason er markađshyggjumađur eins og flokksbrćđur hans á hinum Norđurlöndunum. Áhersla  hans á friđ og sátt er athyglisverđ.  Meini Árni Páll ţađ sem hann sagđi ţá tekur hann stjórnarskrármáliđ strax úr átakaferli og  finnur  sátt međ sama hćtti og jafnađarmenn á hinum Norđurlöndunum. 

Skuldavandi heimilanna er mikilvćgasta máliđ sem verđur ađ leysa á nćsta kjörtímabili. Árni Páll hafđi ţetta ađ segja um máliđ:

"Heil kynslóđ stendur frammi fyrir óleystum vanda. Eitt er skuldavandinn sem heldur mörgum í helgreipum ofveđsetningar. Ţađ er ekki ásćttanlegt ađ gefa ekki skýr svör um hvort lausna sé ađ vćnta í afmörkuđum málum, eins og lánsveđsmálunum. Ég er tilbúinn til ađ hlusta á allar hugmyndir um lausnir á skuldavandanum, en veit af biturri reynslu ađ hann er of umfangsmikill til ađ honum verđi létt af öllum án ţess ađ hann verđi fćrđur á ađra sársaukalaust og ég veit líka ađ allar nýstárlegar úrlausnir munu reyna á ţanţol stjórnarskrárinnar. En ég er til.“

Í fyrsta lagi viđurkennir Árni Páll ađ ríkisstjórnin hafi ekki leyst skuldavanda heimilanna hvađ svo sem Jóhanna segir. Í annan stađ ţá segir hann ađ ţađ sé ekki ásćttanlegt ađ halda mörgum í helgreipum ofurveđsetningar. Í ţriđja lagi ađ gefa verđi skýr svör um hvort lausna sé ađ vćnta. Í fjórđa lagi ađ hann sé tilbúinn í ađ hlusta á allar góđar tillögur jafnvel ţó ţađ reyni á ţanţol stjórnarskrárinnar.

Ţetta ţýđir ađ Árni Páll er tilbúinn ađ ganga lengra en gert hefur veriđ jafnvel svo langt ađ reyni á ţanţol stjórnarskrárinnar. Á ţađ ţol reynir ekki nema um einhvers konar skerđingar eignarréttar sé ađ rćđa. 

Eina skynsamlega lausnin og sú eina tćka út frá janfréttissjónarmiđum, hagrćnum sjónarmiđum og sanngirnissjónarmiđum er ađ afnema verđtryggingu á neytendalánum og fćra niđur lánin ţó ekki vćri um meira en hćkkanir lánanna vegna skattahćkanna en ţađ eitt hefur fćrt 100 milljarđa frá neytendum til fjármagnseigenda.

En Árni Páll viđ viljum sjá tillögur ţínar  til ađ ná aukinni sátt í samfélagiđ og raunhćfar tillögur um lausn skuldavandans. Vígorđ hins nýja formanns eru: Lífskjör, leikreglur, tćkifćri og lífsgleđi. 

Ţjóđin getur ekki notiđ góđra lífskjara nema skattar verđi lćkkađir, fjárfesting aukin og verđtrygging á neytendalánum afnumin. Ţađ verđa engin tćkifćri eđa hagrćn lífsgleđi eđa eđlilegar leikreglur nema arđrán verđtryggingarinnar verđi afnumiđ af neytendalánum Árni Páll Árnason. 

Ţess vegna Árni Páll Árnason markađu stefnuna. Ţađ er ţitt hlutverk sem formanns.  Hvađ viltu gera?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 29
  • Sl. sólarhring: 944
  • Sl. viku: 4556
  • Frá upphafi: 2300728

Annađ

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 4270
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband