Leita í fréttum mbl.is

Einkavinavæðing Steingríms J.

Steingrímur J. skipaði einkavin sinn Svavar Gestsson yfirmann Icesave samninganefndarinnar. Þjóðin þekkir hvernig til tókst.

 

Nú hefur annar einkavinur Steingríms, Gylfi Magnússon, fyrrum samráðherra hans hlotið umbun þjónkunar sinnar og störf sín fyrir Vinstri grænu byltinguna í desember 2008 og janúar 2009.

 

Steingrímur J telur eðlilegt að Gylfi Magnússon sé formaður nefndar um tillögur að fjárfestingaheimildum lífeyrissjóða.  Margir velta því fyrir sér hvort það hafi hvarflað að Steingrími J að þessi skipan væri fagleg og besti maðurinn valinn til þessara mikilvægu starfa. 

 

Gylfi hefur vissulega töluverða reynslu úr stjórn Kauphallarinnar á bóluárunum, en einhverra hluta vegna hafa menn eins og Gylfi og Steingrímur alveg gleymt að ræða um ábyrgð þeirrar stofnunar. 

 

Skarpskyggni Gylfa og spá varðandi  Icesave-samninga þar sem Gylfi sagði að við yrðum  Kúba noðursins ef við samþykktum ekki Svavarssamningana um Icesave sýndi djúpa og einlæga samkennd með Steingrími

 

Sömu samkennd sýndi Kúbu Gylfi líka við sóun á fjármunum skattborgara í fjármálafyrirtæki á borð við VBS, Sögu Capital, Askar Capital, SpKef og Byr. 

 

Einhvern tímann hefði Steingrímur talið fráleitt að skipa útgefanda skráðra verðbréfa í slíka nefnd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er sama hvaða flokkur stendur í einkavinavæðingu, það er alltaf fokking disaster.

VG hefur bara aðeins úr að velja mengi aðeins vitlausari einstaklinga en hinir - og þó var nú úrvalið ekki beysið fyrir.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.2.2013 kl. 20:20

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þú gleymir Sjóvá í upptalningunni. Ég vona að nefndarmenn séu valdir gaumgæfilega gagnvart hæfi.  Ef svo er þá eru áhyggjurnar minni.

En annars á að ræða slit Lífeyrissjóðakerfisins, því það virðist vera komið í þrot. 

Eggert Guðmundsson, 7.2.2013 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 546
  • Sl. sólarhring: 1219
  • Sl. viku: 4199
  • Frá upphafi: 2300294

Annað

  • Innlit í dag: 513
  • Innlit sl. viku: 3935
  • Gestir í dag: 506
  • IP-tölur í dag: 490

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband