Leita í fréttum mbl.is

Forseti ASÍ skiptir um stefnu.

Forseti ASÍ sem ber ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur hvað mesta ábyrgð á því að ekki var farið að tillögu minni við Hrunið að verðtryggingin væri tekin úr sambandi hefur nú iðrast gjörða sinna. 

Í fréttum í dag sagði Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ að nauðsyn væri að taka upp danska kerfið varðandi húsnæðislán til neytenda.  En ekki nóg með það. Gylfi sagði líka að verðtryggingin gengi ekki. Við sem erum á móti verðtryggingunni og höfum barist gegn henni um árabil fögnum að sjálfsögðu þessum nýja liðsmanni í baráttunni. Við tökum á móti Gylfa eins og segir í Nýja testamenntinu um fögnuð yfir einum  syndara sem snýr frá villu síns vegar. Til hamingju Gylfi og vertu velkominn.

Gylfi tekur þar með undir kröfuna um sambærilegt lánakerfi og á hinum Norðurlöndunum. Nú þegar þessi öflugi liðsmaður er kominn í hóp okkar andverðtryggingarsinna fer vonandi að hrikta í máttarstoðunum sem halda þessu svívirðilega ránskerfi verðtryggingarinnar gangandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Við skulum ekki fagna of snemma, Jón. Það er ekki víst að sá Gylfi sem kom fram í fréttum í gær sé kominn til með að vera. Gamli Gylfi gæti náð yfirhöndinni aftur.

Það er engu að treysta þegar menn hafa klofinn persónuleika.

Gunnar Heiðarsson, 8.2.2013 kl. 07:34

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...og tillögu minni um að byrja á núlli, ekki skuldum!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.2.2013 kl. 21:10

3 identicon

Gakktu nú hægt um gleðinnar dyr, kæri vin:

http://blog.pressan.is/hallurm/2013/02/07/glapraedi-asi-husbrefa/

Hallur (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 23:07

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er svo furðulegt hvað hinn almenni borgari er lokaður fyrir verðtryggingarvandanum. Þeim finnst það alveg sjálfsagt að lánastofnanir taki allan hagnað sem skapast af hækkun verðs á eignum þeirra og fari allt til lánastofnana og eins og ég heyrði frá mínum ættingjum síðastliðið sumar, við komum aldrei til með að greiða allt lánið.

Það er alveg stórmerkilegt hvering bankar og auðmanna elítuni hefur tekist vel í áróðrinum, að allt fari á hausinn nema það sé verðtrrygging. Þetta gekk meðan tekjur fólks voru verð tryggð, en fljótlega eftir tekjuverðtrygging var tekin af þá fór fólk að fara í greiðsluþrot og misti eignirnar.

The evil twins, verðbólga og verðtrygging þrífast af hverju öðru og hafa komið skuldavanda heimilana á svo slæmt stig að alvarlegar aðgerðir verður að gera til að bjarga því sem bjargað verður, og verðtrygginguna verður að afnema.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 9.2.2013 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 846
  • Sl. sólarhring: 1042
  • Sl. viku: 4499
  • Frá upphafi: 2300594

Annað

  • Innlit í dag: 785
  • Innlit sl. viku: 4207
  • Gestir í dag: 758
  • IP-tölur í dag: 731

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband