Leita í fréttum mbl.is

Hvað ná mörg framboð að bjóða fram

Framboðsfresti lýkur á morgun.  Fróðlegt verður að sjá hvort að öll þau framboð sem hafa tilkynnt framboð sín í einstökum kjördæmum eða á landsvísu ná að manna framboðslista og fá nægjanlega marga meðmælendur.

Fari svo að eitt framboð eða fleiri nái ekki að bjóða fram þá er það ekki í kjöri, en hefur samt sem áður fengið kynningu í fjölmiðlum og verið valkostur í utankjörfundaatvkæðagreiðslunni sem er hafin.

Þetta leiðir hugann að því hvort ekki sé rétt að breyta kosningalögum þannig að framboðsfresti ljúki áður en utankjörfundaatkvæðagreiðsla hefst eða t.d. 5 til 6 vikum fyrir kjördag.  Það verður ekki séð að það skipti máli fyrir lýðræðið þó framboðsfrestur verði lengdur. Atkvæði sem hugsanlega eru greidd þeim sem ekki koma fram detta þá ekki dauð niður þannig að e.t.v. væri lýðræðinu frekar gerður greiði með lengingu framboðsfrestsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Smá pæling varðandi kjörseðilinn.

Skv. kosningavef innanríkisráðuneytisins hafa 18 stjórnmálasamtök fengið úthlutað listabókstaf. Ef öll þessi samtök ná að bjóða fram í einhverju kjördæmi og þeim væri raðað hlið við hlið í 1 línu á kjörseðilinn, gæti lengd hans náð tæplega 140cm miðað við 7 cm dálkabreidd fyrir hvert framboð. Trúlega yrði nú fundin önnur útfærsla á seðlinum í slíkum tilvikum.

En það er hins vegar spurning hvort að kjörkassarnir ráði við að taka við svona stórum kjörseðlum. Verða þeir ekki fljótir að fyllast? :-)

Erlingur Alfreð Jónsson, 11.4.2013 kl. 17:35

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta kæmi sé vel fyrir VG sem óttast að missa fáein atkvæði til Þorvaldar. Hann getur þó unað glaður við sitt og boðið sig fram til forseta Alþýðulýðveldisins.

Sigurður Þórðarson, 12.4.2013 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 2237
  • Frá upphafi: 2296174

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 2069
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband