Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

Í værðarvoðum hins örugga tóms

Hryðjuverkasamtökin ISIL hafa farið um með hryðjuverkum,morðum, nauðgunum og mannsali. Þúsundir Yasida, Kristinna, Kúrda o.fl. hafa verið drepnir og/eða hnepptir í þrældóm. Opinber stefna samtakanna er að sigra heiminn með hryðjuverkum og morðum og gera út af við alla þá sem aðhyllast ekki þeirra skoðun á Íslam.

Það skiptir ekki máli fyrir ISIl liða hvort einhver berst gegn þeim eða ekki. Hver sem deilir ekki trúarhugmyndum þeirra, að þeirra mati, er dauðasekur óháð þjóðerni, kyni, litarhætti eða aldri.

Samt sem áður tókst ISIL liðum að verða helsta fréttaefni allra helstu fréttamiðla í hinum vestræna heimi í rúma viku vegna þess að þeir voru sagðir vilja semja um að láta japanskan fréttamann og jórdanskan flugmann lausa í skiptum fyrir hryðjuverkafólk. Látlaust voru sýndar myndir og fjallað um málið með þeim hætti að þrátt fyrir morð á þúsundum, nauðganir, rán og kynlífsþrælkun þúsunda kvenna þá bæri að semja við glæpamennina.

Nú þegar búið er að drepa bæði japanska fréttamanninn sem ekkert hafði til saka unnið annað en að vinna vinnuna sína og Jórdanska flugmanninn sem ekki fékk að njóta alþjóðareglna um meðferð á stríðsföngum heldur var brenndur lifandi þá er að vonum að fleiri fréttamenn átti sig á að þeir eiga ekki að láta ISIL hafa sig að leiksoppi aftur.

Vilji Vesturlandabúar búa um sig til hinstu hvílu í værðarvoðum hins örugga tóms eins og heimspekingur orðaði það þá skal tekið undið með heimspekingnum "að slíkt er tómhyggja og til marks um dauðþreyttar og örvæntingarfullar sálir." Eða enn frekar til marks um samfélög sem eru rúin öllum hugmyndafræðilegum styrk til að takast á við raunveruleg vandamál.

Það væri ósiðlegt að semja við ISIL. Hvernig á að semja við samtök sem segjast ætla að fara um heiminn með ránum, nauðgunum, mannsali og morðum, setja upp kalífadæmi í Evrópu og sigra heiminn með því að drepa alla sem þeim eru ekki sammála. Samtök sem eru tilbúin til að beita hvaða ódæði sem vera skal til að ná fram markmiðum sínum.

Winstons Churchill fyrrum forsætisráðherra Breta neitaði að semja við hið illa og varaði við uppgangi þess á þeim tíma sem fyrirfólk og fréttamenn í lýðræðisríkjum Vesturlanda spiluðu á flautur ódæðismannanna sem unnu ein hræðilegustu hermdaarverk sögunnar. Það þurfti að færa fórnir til að sigra hryllinginn sem þá ógnaði mannréttindum og lýðfrelsi. Fórnirnar urðu meiri og þungbærarari af því að ekki var hlustað á varnaðarorð og brugðist við af þeirri hörku sem þarf gagnvart hinu illa á öllum tímum.

Af hverju átta þá fréttamenn virtra fjölmiðla Vesturlanda sig þá ekki á þeirri staðreynd í dag að það er rangt að semja við eða gera ISIL eitthvað til geðs. ISIL liðar eru holdgervingar hins illa og við hið illa verður að berjast, sigra það og útrýma því.  


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 157
  • Sl. sólarhring: 233
  • Sl. viku: 3098
  • Frá upphafi: 2294717

Annað

  • Innlit í dag: 147
  • Innlit sl. viku: 2825
  • Gestir í dag: 134
  • IP-tölur í dag: 133

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband