Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bækur

Hrunið

Ég lauk í gær við að lesa bók Guðna Th. Jóhannessonar "Hrunið.   Mér fannst kærkomið að fá bók sem rekur atburðarásina með þeim hætti sem Guðni gerir. Þar koma fram margar gagnlegar upplýsingar um það sem gerðist bak við tjöldin þá örlagaríku daga sem liður frá bankahruninu 6. okbóber 2008 til stjórnarslitanna í lok janúar 2009.

Við lestur bókarinnar kemur glögglega í ljós hvað ríkisstjórnin var í raun ráðvillt um og eftir bankahrunið og hvað það hafði afdrifarík áhrif að formaður Samfylkingarinnar skyldi eiga við alvarleg veikindi að stríða.

Það er óhætt að mæla með þessari bók. Guðni lætur hjá líða að fella palladóma um það hverjir bera ábyrgð en rekur söguna með hlutlægum hætti að því er mér finnst. 

Ég varð hins vegar fyrir vonbrigðum þegar ég las bók Ólafs Arnarssonar. Sú bók er að vísu læsileg en er hins vegar ekki trúverðug nema að litlu leyti vegna þess hvað höfundur tekur afgerandi afstöðu með banka- og útrásarmönnum gegn stjórnvöldum.

Helsti örlagavaldur bankahrunsins virðist manni vera Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri samkvæmt bók Ólafs en lítið er gert úr hlut fyrirtækjanna sem skulda hundruði milljarða og geta ekki greitt eða með hvaða hætti bankastarfsemin var rekin.

En það á eftirt að segja miklu meira og upplýsa mun meira en nú hefur verið gert. Mér er nær að halda að sumir sem hafa verið úthrópaðir eigi eftir að rétta hlut sinn á meðan aðrir sem hafa verið minna í umræðunni m.a. vegna veldis þeirra í íslenskri fjölmiðlun eigi eftir að axla þá ábyrgð sem þeim ber.


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 151
  • Sl. sólarhring: 230
  • Sl. viku: 3207
  • Frá upphafi: 2294885

Annað

  • Innlit í dag: 138
  • Innlit sl. viku: 2925
  • Gestir í dag: 137
  • IP-tölur í dag: 136

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband