Leita í fréttum mbl.is

Gróðurmagn í Afríku eykst- Hvað varð um gróðureyðingu vegna hlýnunar?

Á fréttamiðlinum Eyjunni í dag er frétt um rannsókn sem gerð var á gróðurmagni í Afríku. Í ljós kom að þrátt fyrir ágang manna og fleiri meinvætta á gróðurinn, þá hefur hann samt aukist verulega að magni til í álfunni.

Þetta gerist og þrátt fyrir bölvaldinn hnattræna hlýnun af mannavöldum. Samkvæmt þeirri kenningu og fréttum áróðurspresta hlýnunarinnar þá eru stórkostleg vandamál í Afríku vegna hnattrænnar hlýnunar, þurkar, gróðureyðing og afleiðingin landflótti og hungur.

Samkvæmt þessari nýju könnun þá eru staðreyndir allt aðrar. Gróðurmagn í álfunni eykst og það er m.a. vegna aukinnar rigningar. Martin Brand hjá Kaupmannahafnarháskóla sem stjórnaði rannsókninni sem tekur til 20 síðustu ára segir að þar sem gróðureyðing hafi orðið í álfunni sé fyrst og fremst um að kenna ágangi manna.

Þetta hljóta að vera váleg tíðindi fyrir trúarbragðahópinn sem vill leggja milljarða skatta á borgaranna með umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar í broddi fylkingar til að þjóna hinni pólitísku veðurfræði.

Er ekki kominn tími til að stoppa þessa vitleysu?


Bloggfærslur 19. mars 2017

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 61
  • Sl. sólarhring: 611
  • Sl. viku: 3002
  • Frá upphafi: 2294621

Annað

  • Innlit í dag: 57
  • Innlit sl. viku: 2735
  • Gestir í dag: 57
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband