Leita í fréttum mbl.is

Upplýsingaleki?

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður heldur því fram að hann hafi séð hluta af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þrátt fyrir allt dramað sem nefndin hefur haldið fram um leyndina og lögregluvörð við prentun skýrslunnar þá hefur fólk út í bæ eins og Sigurður G er í þessu tilviki séð nógu mikið af skýrslunni til að gera sér grein fyrir því sem máli skiptir að hans mati.

Nú er eðlilegt að rannsóknarnefndin geri grein fyrir því hvernig stóð á því að Sigurður G fékk að lesa úr skýrslunni og hvort það var með vitund og vilja rannsóknarnefndarinnar eða einstakra nefndarmanna.

Þá er líka athyglivert það sem Sigurður G segir um skýrsluna, efnistök og líkleg áhrif hennar á landsmenn.  Líklega er það rétt hjá Sigurði að tárfellingarstuðull þjóðarinnar er annar en umboðsmanns Alþingis. 

Annars eru þessi vinnubrögði rannsóknarnefndarinnar við vinnslu og birtingu skýrslunnar óeðlileg. Fyrst skýrslan er til þá á að birta hana án tafar í stað þess að fáir útvaldir eins og Sigurður G. Guðjónsson hafi aðgang að henni. Af hverju er skýrslan ekki prentuð á einum sólarhring og sett í dreifingu og birt á netinu. Hvað veldur þessum töfum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Tárfellingarstuðull þjóðarinnar!" Ekki finnst mér nú smekklega til orða tekið. Mín sýn á alla þá skelfingu sem ábyrgðarlausir óþokkar hafa leitt yfir þjóðina á enga tengingu við kaldhæðnar athugasemdir á borð við þessa.

Einhvern veginn læðist sá grunur að mér- og ekki svo mjög nýlega að búið sé að taka um það ákvörðun "á orðlausu máli" að skýla ýmsu því sem "tárfellingarstuðlum embættismanna og pólitíkusa" yrði jafnvel ofviða að takast á við.

Litlu máli mun það hinsvegar skipta úr því sem komið er. Hann er nefnilega orðinn býsna stór hópurinn sem búinn er að missa æruna og mun ekki ná henni aftur í samfélagi þessarar þjóðar.

Kannski má þessi hópur þakka fyrir að íslenska þjóðin er ekki herská og hann hefur þar af leiðandi ekki misst það sem flestum  mönnum er jafnvel dýrmætara en æran.

Árni Gunnarsson, 18.3.2010 kl. 10:07

2 Smámynd: Jón Magnússon

Sem betur fer erum við kæri vinur ekki það herská að við ráðumst almennt að fólki. Ég er að vísa til þess þegar ég tala um tárfellingarstuðul sem Sigurður G. Guðjónsson hrl. segir um efni skýrslunnar en hann talar um að þar sé ekki efni þess eðlis. Ég vona svo sannarlega Árni að sú ákvörðun sem þú talar um hafi ekki verið tekin en mér finnst óneitanlega skrýtið að rannsóknarnefndin skuli ekki hafa talað við lykilmenn í íslensku banka- og fjármálaumhverfi og ekki kallað nema örfáa stjórnmálamenn á sinn fund. Til að skýrslan yrði marktæk þá hefði þar þurft að koma fram tengsl stjórnmála og fjármálastarfseminnar í landinu og tengsl einstakra stjórnmálamanna og banka og viðskiptafyrirtækja. Ekki síður tengsl ýmissa annarra í þessu efni svo sem fjölmiðlafólks og háskólafólasamfélagsins en því má ekki gleyma að fjölmiðlafólk og háskólasamfélagið er skoðanamótandi ekki síður og iðulega jafnvel frekar en stjórnmálamenn.

En það á allt að koma upp á borðið Árni ekki bara sumt.

Jón Magnússon, 18.3.2010 kl. 11:07

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll Jón.

Einhvern veginn læðist að mér sá grunur að ástæða þess að Sigurður G. hafi séð hluta skýrslunnar sé sú að hann hafi unnið svar einhvers þess sem andmælarétt hafi haft á því sem í ákveðnum hluta hennar hefur staðið. Til að geta andælt þarf væntanlega að hafa þá kafla til yfirlestrar sem snýr að þeim sem hefur haft andmælaréttinn.

Ég tek undir með þér að það er vissulega einkennilegt að það skuli vera erfiðleikum bundið að snara þessari skýrslu í gegn um hinar öflugu prentvélar Odda á skemmri tíma en þetta. Þá er einnig undarlegt að hafa ekki veitt helstu fjölmiðlum skilyrtan aðgang að skýrslunni til að ná að lesa hana yfir og vera undirbúnir þegar hún verður formlega kynnt. Þannig væru fjölmiðlar betur í stakk búnir að eiga vandaða umfjöllun um efni hennar fyrir almenning.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.3.2010 kl. 11:16

4 Smámynd: Birna Jensdóttir

'Eg held að áfallið sem þjóin mun fá sé ekki vegna innihalds skýrslunnar heldur þess sem mun vanta,ég sá viðtal við einhvern af skýrsluhöfundum sem sat með tárvot augu og talaði um áfallið sem þjóðin myndi fá við byrtinguna og að allir mþyrftu meira eða minna á áfallahjálp að halda.Síðan er liðinn langur tími og ýmislegt breyst og þar á meðal  alveg örugglega þessi blessaða skýrsla.'Eg á ekki von á að sjá neitt það við birtinguna sem ég er ekki þegar búin að sjá í fjölmiðlum nú þegar.Skil ekki allan þennan tíma sem þetta hefur tekið.Er kannski verið að plokka eitthvað út og lagfæra.'eg veit að margur er búinn með sinn tárakvóta.

Birna Jensdóttir, 18.3.2010 kl. 11:23

5 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Undirritaður er ekki viss um að menn margir muni gráta við lestur skýrslunnar, nema þá helst vegna þess að það, sem menn vonuðu að sagt yrði um pólistíska andstæðinga þeirra, reynist ekki nægilega krassandi. Að þessu leyti get ég tekið undir með lögmanninum.

Síðustu fréttir af tilfæringum hans í sambandi við uppgjör á þrotabúi gefa þó þá mynd af honum að hann kalli ekki allt ömmu sína. Ég segi samt ekki að hann mundi selja ömmu sína ef nógu hátt væri boðið, en maðurinn er nagli. Það verður ekki af honum skafið!

Flosi Kristjánsson, 18.3.2010 kl. 13:30

6 Smámynd: Jón Magnússon

Já en Prédikari þó að hann hafi unnið svar fyrir einhvern sem hefur andmælarétt og jafnvel fyrir þá alla þá sér hann ekki skýrsluna sem slíka. Hann sér bara umburðarbréf rannsóknarnefndarinnar. Þó hann hafi sem lögmaður komið að andsvari þá skýrir það ekki þá staðhæfingu að hann hafi séð hluta skýrslunnar.

Jón Magnússon, 18.3.2010 kl. 14:10

7 Smámynd: Jón Magnússon

Birna ég held að það hafi ekki verið plokkað neitt út úr skýrslunni. Ég er hins vegar hræddur um að skýrslan sé ekki nægjanlega víðtæk og nefndin hafi ekki afmarkað verkefnið sitt með nægjanlega góðum hætti í upphafi. En það kemur væntanlega í ljós fyrr en varir.

Jón Magnússon, 18.3.2010 kl. 14:12

8 Smámynd: Jón Magnússon

Það getur engin verið í lögmennsku Flosi sem kallar allt ömmu sína og það er vissulega rétt að Sigurður G. Guðjónsson er góður lögmaður

Jón Magnússon, 18.3.2010 kl. 14:14

9 identicon

Vonandi verður gráturinn ekki vegna þess að hluti niðurstöðunnar gæti verið:
Jú bankamenn og "athafnamenn" fóru mjög offari og sýndu margir af sér botnlaust siðleysi, EN brutu hvorki lög né reglur (enda búið að liðka svo vel til fyrir þá af löggjafanum).

Vigfús Mgnússon (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 18:17

10 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það kom ekki fram í pistli mínum að ég teldi téðan lögmann vera hrægamm. Ég notaði orðið nagli.

Bara svo þessu sé haldið til haga 

Flosi Kristjánsson, 18.3.2010 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 95
  • Sl. sólarhring: 455
  • Sl. viku: 3036
  • Frá upphafi: 2294655

Annað

  • Innlit í dag: 90
  • Innlit sl. viku: 2768
  • Gestir í dag: 89
  • IP-tölur í dag: 88

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband