Leita í fréttum mbl.is

Farðu heim Guðmundur

Guðmundur Steingrímsson þingmaður Framsóknarflokksins fær rauða spjaldið frá flokksbræðrum sínum í Húnavatnssýslu.

Guðmundur gagnrýndi formann Framsóknarflokksins þegar úrslit lágu fyrir í kosningunum. Sú gagnrýni fór illa í unga og óharðnaða flokksmenn Framsóknarflokksins í Húnavatnssýslu. Þeir sögðu Guðmundi að hann ætti að hætta í Framsóknarflokknum og fara heim.

Þessir ungu Framsóknarmenn norðan Holtavörðuheiðar eru svo slitnir úr samhengi við sögu flokksins að þeir vita ekki að það er frekar regla en undantekning að erjur standi um formanninn.  Þær staðreyndir eru hluti  af ættarsögu Guðmundur enda voru faðir hans og afi formenn flokksins.

Guðmundur var varaþingmaður Samfylkingarinnar en ákvað að sættist á það óumflýjanlega að framsóknarmennska er genetískur sjúkdómur. Þá bregður svo  við að kjósendur hans úr Húnaþingi skynja ekki forsendur og ástæður veru Guðmundar í flokknum.

Vandrötuð verður því heimaganga Guðmundur. Hvert á hann þá að fara?

Úr því sem komið er getur þingmaðurinn tekið undir með skáldinu:

"Og lát mig gleyma að ég á hvergi heima."      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú segir Jón, að illa hafi farið í "unga og óharðnaða flokksmenn" ummæli Guðmundar. Það er hætt við að þetta hafi farið illa í fleiri en þá. Þú lætur einnig að því liggja að "norðanmenn" kunni ekki sögu flokksins, sjálfur er ég sunnan heiða og ekki alveg blautur bak við eyrun. Ég man vel eftir föður Guðmundar í formannssætinu, reyndar Ólafi Jóhannessyni líka. Ekki hef ég þó aldur til að muna eftir afa Guðmundar í því embætti. Þó erjur hafi oft staðið um formenn þessa flokks er ekki þar með sagt að það sé til eftirbreytni. Ungir Framsóknarmenn norðan heiða eru kjósendur flokksins, þeir eru framtíðin og því ber að hlusta á þá. Reyndar tel ég að þeir kunni sögu flokksins vel, jafnvel betur en þú og ég.

Viðbrögð Guðmundar við þessari gagnrýni á sig eru þó enn verri en gagnrýni hans á formanninn. Hver sá þingmaður sem gerir grín af eða niðurlægir sína kjósendur á ekki skilið að sitja á þingi.

Hvort Framsóknarmennska sé genatísk skal ég ekki segja, það hafa margir góðir menn setið á þingi frá þessum flokk, en hver lítur sinn sannleik bestann. Þó þú hafir þessa skoðun er ekki endilega þar með sagt að hún sé rétt!

Þú veist væntanlega, sem fyrrverandi þingmaður, að þingmenn eru fyrir sína flokka, ekki flokkarnir fyrir þá!

Gunnar Heiðarsson, 31.5.2010 kl. 14:57

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Og ætli hann fari ekki þangað sem flestir framsóknarmenn hafa farið - eða kjósendur þeirra, í Vg eða í óvissuna, þ.e. næst-minnstaflokkinn í Kópavogi eða yfir á gnarristana.

Jónas Egilsson, 31.5.2010 kl. 19:56

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Gunnar. Ég tel mig þekkja sögu Framsóknarflokksins ansi vel og hef yfrið af þessum genum þó þau hafi aldrei heiltekið mig. Ég er ekki að taka afstöðu Gunnar í þessari deilu til þess skortir mig forsendur. Hitt er annað að mér fannst skondið að segja Guðmundi að fara heim. Hvar er heima fyrir hann?

Jón Magnússon, 1.6.2010 kl. 20:55

4 Smámynd: Jón Magnússon

Er það svo Jónas. Framsóknarmenn standa hugmyndafræðilega miklu nær Sjálfstæðisflokknum en Vinstri grænum.  Ég hef alltaf haft álit á Guðmundi Steingrímssyni og fundist hann bæði skemmtilegur og góður stjórnmálamaður það litla sem ég hef séð til hans.

Jón Magnússon, 1.6.2010 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 154
  • Sl. sólarhring: 265
  • Sl. viku: 3095
  • Frá upphafi: 2294714

Annað

  • Innlit í dag: 144
  • Innlit sl. viku: 2822
  • Gestir í dag: 132
  • IP-tölur í dag: 131

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband