Leita í fréttum mbl.is

Uppreisn Alþingis?

Fréttamaður Bloomberg fréttastofunnar á Íslandi sá ástæðu til þess að birta "ekki frétt" á fréttavefnum í gær sem er til þess fallin að skaða hagsmuni Íslands. Til þess fær hann sérstaka aðstoð Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur þingflokksformanns Vinstri grænna.

Í  fréttinni er sagt að Alþingi geri uppreisn gegn aðstoð við banka og haft er eftir Guðfríði Lilju að allt of miklum peningum hafi verið pumpað inn í fjármálakerfið nú þegar. Þá er sagt að 34 þingmenn muni greiða atkvæði gegn tillögu ríkisstjórnarinnar um að bjarga lánastofnunum. Inn í fréttina er síðan sett sú greining Moody´s um að lánshæfi Íslands yrði hugsanlega fært niður í ruslflokk.

Niðurstaða fréttarinnar er síðan sú með tilvísun í ummæli forstjóra FME að Ísland gæti verið á leið inn í aðra fjármálakreppu meðan Alþingi sé í fríi til 1. september. Þá segir að áhættan af öðru bankahruni ógni tilraunum Íslands til að byggja upp á nýjan leik samband við fjárfesta.

Þeir sem trúa þessari frétt geta ekki annað en ályktað sem svo að Ísland sé á leið í enn verri fjármálakreppu en nokkru sinni fyrr en Alþingi taki þessum alvarlegu málum svo létt að þar á bæ séu menn bara í góðu fríi og meiri hluti þingsins sé fyrirfram búinn að taka óábyga fyrirfram afstöðu til tillögu ríkisstjórnarinnar sem þó liggur ekki fyrir.

Því miður sér Guðfríður Lilja ástæðu til að bullukollast við fréttamanninn Ómar Valdimarsson, en sá bullukollugangur gefur rangri frétt ákveðinn trúverðugleika fyrir þá sem ekki þekkja til.

En hvernig á að bregðast við?

Í fyrsta lagi hljóta forsætis-fjármála- og viðskiptaráðherra að gefa út yfirlýsingar um íslenska fjármálamarkaðinn af gefnu tilefni sem og Seðlabankastjóri og forstjóri FME.

Síðan væri það mikill mannsbragur af þeim Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknarflokksins að gefa út yfirlýsingar vegna fréttarinnar um að gætt verði íslenskra hagsmuna í hvívetna þar með talið hagsmuna íslenska fjármálakerfisins og því fari fjarri að Alþingi Íslands sé í uppreisn gegn ómótuðum hugmyndum ríkisstjórnar um hugsanlega aðstoð við lánastofnanir ef svo færi að ef til vill kæmi til þess að Alþingi þyrfti að fjalla um málið.

Staðreynd málsins er nefnilega sú að fréttin fjallar um uppreisn Alþingis gegn tillögu sem ekki er til vegna atburða sem ekki hafa orðið.  

Þrátt fyrir það að þessi vonda ekki frétt sé jafn fáránleg og hún er í raunveruleikanum þá verður að bregðast við henni vegna þess vantrausts sem er ríkjandi í þjóðfélaginu á fjármálastofnunum og Alþingi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Í hvert sinn sem þjóðin heldur að ei verði lengra komist við útvíkkun fáránleikans er nýtt met slegið, stundum tvisvar til þrisvar sama daginn!

Haldi VG áfram að berja bumbur undir tryllta veruleikafirringu Sammó gæti vel farið svo, að æðstu-prestar safnaðarins fyndu sitt Nirvana  með fullkomnun fáránleikans.

Dingli, 3.8.2010 kl. 23:55

2 Smámynd: Hvumpinn

Við þurfum að losna sem fyrst við þetta undarlega kvenmannsgrey af Alþingi og nokkur fleiri eintöku vanhæfra þingmanna sem fyrst.

Hvumpinn, 4.8.2010 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 777
  • Sl. sólarhring: 779
  • Sl. viku: 3833
  • Frá upphafi: 2295511

Annað

  • Innlit í dag: 717
  • Innlit sl. viku: 3504
  • Gestir í dag: 689
  • IP-tölur í dag: 670

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband