Leita í fréttum mbl.is

Hlutdræg fréttastofa RÚV

Eftir bankahrun 2008 auglýsti fréttastofa RÚV dyggilega öll fyrirhuguð mótmæli og var iðulega komin með tökulið sjónvarps á vettvang á undan óeirðarseggjum sem komu boðskap sínum venjulega á framfæri með valdbeitingu.  Ríkissjónvarpið gerði vel og dyggilega grein fyrir útifundum sem haldnir voru á Austurvelli haustið 2008 og fram að kosningum 2009. Jafnvel var um beinar útsendingar að ræða. Þá töldu fréttamenn á þeim tíma fjöld mótmælenda vera mun meiri en raun bar vitni.

Annað var athyglivert við störf fréttastofu RÚV haustið 2008 og fram á  2009, að fréttamenn RÚV sóttu í valdbeitingu mótmælenda og greindu frá því í fréttum eins og hér væri um sjálfsagða og eðlilega hluti að ræða jafnvel þó að veist væri með ofbeldi að ráðherrum og þingmönnum.

Nú hefur fréttastofa RÚV breytt um áherslur enda komin önnur ríkisstjórn og þóknanlegri stjórnmálaflokkar sem að henni standa en var árið 2008. Nú gerir fréttastofa RÚV lítið  úr mótmælum og segir að mun færri hafi mótmælt en raunin er. Nú auglýsir RÚV ekki mótmælafundi fyrirfram hvað þá að tökulið RÚV sjónvarpsins sé mætt tímanlega á staðinn eins og var 2008.

Hvað skildi valda þessum viðsnúningi á fréttamati  RÚV? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Það sem veldur er að skipting landsins er að koma betur í ljós! svona í fáum orðum.

Eyjólfur Jónsson, 4.10.2011 kl. 14:09

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jón, þeir voru mættir tímanlega í gær og voru með nokkur tökulið, en þetta með talnagáfur þeirra er ekki einleikið.  Ég gekk með fram grindverkinu í gær og bara í fremstu röð var vel á annað hundrað manns og líklega um þúsund manns bara á svæðinu frá grindverki að blómabeði.  Síðan var margfaldur sá fjöldi fyrir aftan á Austurvelli sjálfum.  Mín ágiskun er að í gærkvöldi hafi verið um 3 - 4 þúsund og ríflega 6 þús. á laugardaginn.

Marinó G. Njálsson, 4.10.2011 kl. 16:06

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Eina hlutdrægnin sem ég kannast við á fréttastofunni er Jóhanna Vigdís.

Það stendur svo feitletrað á enninu á henni xD, að spurningar hennar og fas sem fréttakonu eru í raun hlaðnar fyndni og hafa þannig ákveðið afþreyingargildi....

hilmar jónsson, 4.10.2011 kl. 17:01

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það er laungu tímabært að fara að grisja fjölskildufyrirtækið RUV. Auðvitað eru allir í einhverjum flokki, en starfmenn Ríkisfjölmiðilsins verða að vera óhhlutlægir í öllum málum, þetta er alveg óþolandi áberandi!!

Eyjólfur G Svavarsson, 4.10.2011 kl. 17:11

5 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það er von að þú spyrjir, hvað veldur því að fyrir nokkrum árum þótti það í lagi að þingmaður steytti hnefa framan í forsætisráðherra og hreytti í hann fúkyrðum. Eftir hrun var allt sem aflaga fór á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins samstarfsflokkur hans var alveg eins og nýfallin mjöll, sárasaklaus og hafði ekkert með hrunið að gera, nú er þjóðin ekki að mótmæla stjórninni, hún er allt eins að mótmæla stjórnarandstöðunni. 

Svarið við spurningu þinni Jón er sennilega sú að allt er í heiminum hverfult, það er engin trygging fyrir því að það gildi sömu reglur á morgun og hafa gilt í dag. En ég verð að segja að mér líður mun betur þegar Steingrímur J. steytir hnefa framan í ráðherra ríkisstjórnar, en að hann hneykslist á því að til skuli vera fólk sem er ekki alveg í sjöunda himni yfir því hvað hann er obboðslega duglegur og í góðum tengslum við þjóðina. Þetta er að verða komið alveg nóg.

Kjartan Sigurgeirsson, 4.10.2011 kl. 21:48

6 Smámynd: Jón Magnússon

Hver er hún Eyjólfur?

Jón Magnússon, 4.10.2011 kl. 23:30

7 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Marinó þetta var mín tilfinning líka varðandi fjöldann í gær.

Jón Magnússon, 4.10.2011 kl. 23:31

8 Smámynd: Jón Magnússon

Þarna er ég ekki sammála þér Hilmar þetta er ekki rétt.

Jón Magnússon, 4.10.2011 kl. 23:32

9 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt hjá þér Eyjólfur.

Jón Magnússon, 4.10.2011 kl. 23:32

10 Smámynd: Jón Magnússon

Það er raunar fyndið Kjartan að hlusta á Steingrím núna tala niður til mótmælenda.

Jón Magnússon, 4.10.2011 kl. 23:34

11 Smámynd: Elle_

Mér hefur nú sýnst RUV brjóta lög um RUV um óthlutdrægni og hafa komist upp með það alltof lengi.  Hvað getur hlutdrægni RUV liðist lengi?  Lítum bara á fréttirnar eins og þú lýsir, Jón, og Silfrið með sinn eina og fastlímda stjóra og hvað hann fær Eiríka Bergmanna og Þorvalda Gylfasyni þangað óteljandi oft.  Fréttir eru skældar og vinstri menn í náðinni og við borgum nauðungarskatt fyrir það. 

Elle_, 5.10.2011 kl. 00:04

12 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er alveg rétt Elle. Af hverju megum við ekki ráða því hvort við erum áskrifendur eða ekki. Því miður áttaði Sjálfstæðisflokkurinn ekki á því grundvallareinstaklingsfrelsi meðan hann stjórnaði þessum málum allt fram til 2009

Jón Magnússon, 5.10.2011 kl. 12:38

13 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Skipting valdsins og skipting fjármagnsins er ekki réttlát, þar ættum við þó að geta verið sammála. Sárast er að sjá eftirlætið mitt vera misnotað. Ég ólst upp með rúv og útvarpssögunum td. eins og "hver er Gregory" Rúv er þjóðsöngurinn,rúv er 17 júní,rúv er Svavar Gests, rúv er þjóðarsálin.

Eyjólfur Jónsson, 5.10.2011 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 267
  • Sl. sólarhring: 931
  • Sl. viku: 4057
  • Frá upphafi: 2295792

Annað

  • Innlit í dag: 256
  • Innlit sl. viku: 3722
  • Gestir í dag: 253
  • IP-tölur í dag: 248

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband