Leita í fréttum mbl.is

Ónýt úrræði

Fulltrúi ríkisins sem fylgist með meintum úrræðum ríkisstjórnarinnar  segir á Alþingi,  að bæði sértæka skuldaaðlögunin og 110% leiðin séu ótækar og/eða nái ekki markmiði sínu.

Þessi ónýtu úrræði ríkisstjórnarinnar komu fram eftir að ríkisstjórnin hafði áður lagt fram 3 ónýta svokallað velferðarpakka fyrir skulduga einstaklinga í þjóðfélaginu.

Einhvern veginn virðist stjórnendum þessa lands ganga erfiðlega að skilja að það varð sami bresturinn og óréttlætið hvað varðar verðtryggðu lánin og þau gengistryggðu. Í samræmi við niðurstöðu dóms Hæstaréttar varðandi gengistryggðu lánin hefði þurft að gæta jafnræðis skuldara og endurreikna verðtryggðu láinin miðað við vísitölu októbermánaðar 2008. Þessi réttláta og nauðsynlega leiðrétting verðtryggðu lánanna verður að ná fram.

Það er betra að móta almennar leikreglur í þjóðfélaginu sem gilda jafnt fyrir alla í stað þess að búa til sérreglur fyrir suma. Ríkisstjórnin hefur búið til sérreglur fyrir þá allra skuldugustu oft þá sem ekkert áttu og ekkert höfðu í raun lagt fram af eigin fé.  Þetta var röng leið.

Jafnvel þó að færustu hagfræðingar heims sem koma sérstaklega til að fjalla um vanda íslensks efnahagslífs segi allir að verðtryggingin gangi ekki og létta verði skuldabyrðum af venjulegu fólki sem stynja undir oki verðtryggingarinnar þá neitar ríkisstjórnin að gera nokkuð af viti í málinu.

Það er tími til komin að þrælar verðtryggingarinnar láti almennilega til sín taka og sýni þessari ríkisstjórn að þeir sætta sig ekki við þetta rán lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg sammála þér.

Þetta veldur því t.d. að ef þú skuldar mjög mikið þá getur borgað sig fyrir þig að taka láglaunastarf til að fá niðurfelldar tugmilljónir.

En spurningin sem fáir spyrja er hver er lausnin ?

Ég er orðinn hundleiður á að væla yfir þessu ástandi og vil fara að sjá einhverjar lausnir.

Emil Emilsson (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 13:02

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Jón: Hvað myndi gerast í þessum málum, ef okkar fólk kæmist að?

Eyjólfur G Svavarsson, 2.11.2011 kl. 14:26

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Reglustýring fjámálgeirans er stjórnmálaleg. Fjármálageirinn er alltaf annað en vsk. geirinn. Fjármálgeirinn kallast erlendis frá öðrum sjónarhól efnahagsmálgeirinn.

Indexar er staðlaðar vigtir og löglitar til þess að geta verið grunnur samninga utan Íslands.   Samkvæmt CIA endurspeglar heildar markaðsetning dollara í USA á hverju ári  raunvirði  seldrar vöru og þjónustu. Dollar er í eðli sínu eins og hlutbréf fyrirtækja sem markaðsetja sig á 80% í USA virka neytendur, ekki 10% sem spyrja ekki hvað framleiðsla kostar  eða 10% sem spyrja ekki hvað hún kostar af því  þeir hafa ekkert val.

Sagan segir okkur að varasjóðir í Korni gegndu sviðu hlutverki, en gull varsjóðir milli aðalsmanna og milli Ríkja.

Síðan þegar almenningur fór að fá reiðufjárráð og menntun varð almenn og tækni óx var byrðað gefa út á almennan kaupmátt í hverju vestrænu ríki þannig að Dollar er meðal raunvirði þess sem almennt selst innan stórborga USA á hverju ári.

CIP neytendverðvísir , til alþjóða raunvirðissamburðar og til leggja á mat á raunviði fjámála pappíra, er staðlaður eða stöðluð vigt til að vera lögleg.

Einu sinni á ári er tekin úttekt á hóp sem liggur 80 % mitt um tekjudreifingu allra einstaklinga í stórborgum  USA, [annar fyrir dreifbýlið : ?þar sem fjármálakeppni er ekki til staðar].

Þetta gefur upp lista af fyrirtækjum  og hlutfallalega skiptingu á eftirspurn þess tilteknu einstaklinga [ Þetta er ekki toppfígur: bara óbreyttir launþegar í fastri vinnu].

Þessum stalaða lista er fylgt eftir , með því að staðir eru heimsóttir eða hringt í þá einu sinni í mánuði.  Tilgangur er síðan sem mestan stöðugleika og með sem minnstum skatta tilkostnaði. 

Skildu erlendir hagfræðingar vita um aðferðafræðina hér við útreiknga á neysluvístölu.  Að mínu gerir hana algjörlega óhæfa til að vera fastan raunvirðis mælir í fjámálagerningum.

Mælir heildar neyslu og vegur flokka þannig að það sem selst mest á hverjum tíma skilar mestu prósentu framlagi til heildarhækkuninnar.

Ríkistjórn getur því strax séð ef hún verður neikvæð, þá hefur ekki verði vegið rétt. 

Reynslulega séð selst mesta það sem er ódýrast einingarlega séð að raunvirði í kreppum.   

EF GDP(PPP) USA [mælt á CPI grunni] er stillt á hundrað 100 miða við árs heildarássölu vsk.  og selt raunvirði eykst um 3,0% án þess að upphæð í dollurum hækki þá fæst meira fyrir hvern dollar og raunvirði hans eykst samkvæmt skilgreiningu.   100 dollar verða eftir ár 97 að raunvirði.  Líka og gerist á vsk. hlutabréfa mörkuðum

Þetta hefur aldrei eða sjaldan gerst  í framkæmd  og þá má skýra það með útspili frá Seðlabanka kerfi í dag[ áður leiðandi bönkum í hverju ríki] sem tryggir að verð hækki að meða tali um 3,0% með meir markaðsetningu á dollurum innan USA.   Dollar heldur nafnvirði sínu.

Allir millisréttarborgar USA muna þegar lögaðilar voru alltaf að hækka hjá þeim kaupið í takt við USA CPI, þetta er vegna þess að þessir aðilar skilja að ef allir gera eins þá hækka þeirra eign velta að öllum líkindum.

Það var mælt í þessum staðlaða anda eftir 1911 til að byrja með,  af innfæddum  sem skilja ekki markaði í stóborgum erlendis eins og þýðingar á erlendu fræðiheitum sanna. [Total flexible] Consumption index number: eins og tilskipun.  

Þetta gat gengið upp þegar efnahagreikningar hér og lykiltalna upplýsingar voru ekki þýddar yfir á ensku. 

Útlendingar sjá strax í hendi sér að í gegnum fákeppni og því allir gera eins líka 80% erlendis, þá er hægt að stýra hér áhættu vaxta álagi og það er líka alltaf tryggt almennt öruggt og reiknast því engin áhætta frekar sem raunvextir.  

Hér voru 8,5% nafnvextir um 1983 undir heildarneyslu og 25 ára grunnur borgaralegra fasteignaveðskulda.  25 ár eru 20% þyngri greiðslu byrði en ef um 30 ár er að ræða, tölfræðilega skilar meiri dráttar vöxtum og yfirdráttartekjum í heildina litið.   

Í London er intial interest max 1,99% í dag eins og alltaf áður með stöðuleika í huga.

Gullna regla er sú að ef fasteign kostar 100 ein. þá greiðir skráður eignandi veðs í borgum erlendis 160 ein. til viðbótar á 30 árum  í eignarskatta, tryggingar og viðhald[á þjóðartekjum líka] . Fasteign fyrir lánskostnað kostar alltaf minnst 260 ein. ef tekjur kröfur fyrir starfmannveltuskatt 520 ein. á 30 árum. 160 ein. eru tekjur.

Þetta gildir um 30 ára jafngreiðlu láni á eldra húsnæði en 30 ár í dag í USA  með 3,5% nafnvöxtum vegna ráðgerða verðbólgu næstu 30 ár. Hver árs útgáfa vegur 1/30 af heildar framtíðar veltu hvers safns.

Hér eru ennþá mælda fjölmargar vístölur að til að geta sagt að nýjasta uppsveiflu vísitalan, sem tekur ekki tillit til GDP(PPP),  skipti ekki máli, hinar fylgja henni.

Þetta er þess vegna að úrtakið sem skrifar upp innkaup sín eru ekki virkir neytendur og versla flestir þar sem raunvirðið er minnst. 

Vera Master í grunni í reikningi, eðlisfræði, efnafræði, landfræði , tungmálfræði, viðskiptafræði með reynslu af alþjóðlegum neytenda mörkuðum getur borið saman til geta spurt spurninga, er ekki öllum gefið. Stærðfræðingur getur endalaut út að reiknlíkað stemmi á pappírum í hans nafni, ef hann þar ekki að taka með raunverleikan  hvað almennur markaður þolir. Líka eru Íslendindingar, ég var ekki utantekning heilaþvegnir að treysta menntamönnum hér.  Það er ekki hægt í dag. Síu undirbúningskerfið skilar þjóðverjum og Frökkum og UK og USA, nauðsynlegum lyklimönnum á hverju ári. Fyrir utan víðsýni, áttvísi þjálfar líka í andlegu úthaldi og skyldrækni, geta hugsað um það sem maður hefur ekki persónulega áhuga á.  Það er ekki hægt að apa hvað sem eftir öðrum ríkju. Ríkið er passive grunnur tækifæra annarra TIL AÐ HAFA ÁHRIF. Menn verða ekki varir við stjórnendurna.

Júlíus Björnsson, 2.11.2011 kl. 15:05

4 identicon

Heyr, heyr! Þá þarf bara að koma þeirri "tiltöku" í verk hið fyrsta og sýna ræningjunum fallöxina. Sjá staðreyndir um verðtryggingu:

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-eilifdarvelin-sem-brast?page=2&offset=-5

Hrúturinn (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 15:49

5 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Hvaða leið telur þú Jón að sé vænlegust til árangurs fyrir okkur þræla verðtryggingarinnar? Eigum við að hætta að borga eins og margir hafa þegar gert?

Erlingur Alfreð Jónsson, 2.11.2011 kl. 18:27

6 Smámynd: Guðmundur Paul

Ef ég man rétt var verðtrygging sett á til að tryggja að fjármagnseigendur fengju sitt til baka.

Uppúr 1970 var kjörorð okkar báknið burt en í dag er báknið meira skrímsli en nokkurn tíma fyrr. Á þessum árum höfum við stjórnað landinu svo áratugum skiptir án þess að hrófla við kerfisköllum sem í reynd eru meinvættirnir í þjóðfélaginu.

Við berum okkar ábyrgð á sama hátt og Ögmundur sem á sínum tíma gekk hart fram fyrir svo kallaðan Sigtúnshóp af sömu ástæðum. Því miður er það oft svo að orð og athafnir fara eftir því hvoru megin setið er við samningaborðið.

Ég get ekki annað en verið þér sammála að taka verði á verðtryggingunni því verðtrygging eins og hún er reiknuð er ekki rétt. Ef þú kaupir 10 milljóna krónu bíl eða ferð með fjölskylduna í heimsreisu þá hækka lánin mín.

Um tíma buðu bankarnir uppá 100% lán til íbúðakaupa og jafnvel til að skuldbreyta eldri húsnæðislánum. Margir glöptust og áttu skyndilega meiri pening til eyðslu sem varð til þess að lánin mín hækkuðu. Í dag er komið til móts við þennan hóp með niðurfellingum á lánum á meðan menn sem ekki bitu á agnið eiga einungis möguleika á skuldbreytingu vanskila.

Guðmundur Paul, 2.11.2011 kl. 19:26

7 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er alveg rétt Emil og þú bendir einmitt á það að fólki í skuldavanda er mismunað vegna þess að það eru ekki mótaðar almennar reglur um lausn á skuldavandanum.

Jón Magnússon, 3.11.2011 kl. 12:39

8 Smámynd: Jón Magnússon

Góð spurning Eyjólfur. Enn sem komið er hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki mótað ásættanlega stefnu um lausn á skuldavandanum en það verður hann að gera og við skulum vona að Landsfundur geri það með afgerandi hætti.

Jón Magnússon, 3.11.2011 kl. 12:40

9 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er rétt Júlíus og þess vegna mælir verðtryggingin alltaf vitlaust.

Jón Magnússon, 3.11.2011 kl. 12:41

10 Smámynd: Jón Magnússon

Hrútur ekki fallöxi heldur eðlileg beiting nauðsynlegra úrræða í lýðræðisþjoðfélagi.  Takk fyrir að benda á góða tengla.

Jón Magnússon, 3.11.2011 kl. 12:42

11 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Luktar Gvendur ég er þér algjörlega sammála og þetta er góð hugleiðing hjá þér og í lokin þá bendir þú einmitt á það vonda sem hefur verið að gerast í okkar samfélagi vegna algjörs ráðaleysis stjórnenda landsins, að það er gert upp á milli fólks með þeim hætti að þeir sem skulda mest fá mest en þeir sem eiga og skulda minna fá ekki neitt og borga jafnvel reikninginn fyrir hina. Þetta gengur aldrei upp og á ekki að ganga upp. Það á að móta almennar reglur eins og ég benti á strax við setningu neyðarlaganna 2008

Taka verðtryggingu úr sambandi og færa gengislánin til viðmiðunar 1.1.2008. Hefði það verið gert stæði þjóðfélagið í heild mun betur. En því miður vildu bæði Geir og Ingibjörg sem og Jóhanna og Steingrímur stefna í sérleiðir fyrir þá allra skuldugustu eingöngu.

Jón Magnússon, 3.11.2011 kl. 12:46

12 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Hmmm....öllum athugasemdum svarað nema minni? :-) Var hún svona erfið eða er áttu enga haldgóða tillögu handa þrælunum? Ég vil taka fram að ég er sammála þér að taka þarf verðtryggingu úr sambandi og það hefði átt að gera strax haustið 2008. En það er bara ekki úrræði sem við þrælarnir getum notað því það verður að koma frá stjórnvöldum. Svo hvað eigum við að gera til að knýja á um lausnir? Hætta að greiða og setja allt á hvolf aftur?

Erlingur Alfreð Jónsson, 3.11.2011 kl. 16:36

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Einmitt almenn reglustýring þar sem allir sitja við samaborðið þar ekki að réttlæta almennt, og eru eðlileg ríkistjórnar viðbrögð.

24/25 gefur að meðataltali liggja 96% af verðbólgu skuldum 24 ár fram í tíman.

Hér á að setja skil á skammtíma lána 0% til 60 mán vextir 7,0% til 20 % eftir áhættu og upphæð.

Önnur lán er öll veðlán, geta tekið  10% til 0% raunvexti.

Hér má skjóta á að um 2007 þá hafi raun fermetraveð til veðsetninga verið um 40% og hátt miðað við nýbyggingarkostnað í USA á sambærilegum fermetra.

Einfalt hefði verið að setja reglu um allir meintir ógreiddir reiðufjárhöfuðstólar veðskulda 60 mánaða og lengri, bundna í lögheimil skráðs eignanda væru væru lækkað niður um 40% , settir á fastir nafn vextir 3,5% til 7,5% eftir 30 ára greiðslugetu. 

Athuga svo með þá sem væru verst staddir.  Eignaverðbætur til bankanna hefðu stórlækkað. 

Þá hefði verið hægt að athuga með þá sem hefuðu [ekki grætt] heldur orðið hæfari skattstofn.

Aðalatrið er losna við persónufslátt, skilgreina lámarks tekjuskatt 600.000 kr. á ári til að taka af aftur og 20% grummlaunaþrep fyrir tekjur upp að 8.000.000 til að taka af aftur og setja í almennar grunn tryggingar undir frjálsri trygginga starfsemi.

Fáir geirar þurfa á persónu niðurgreiðslum að halda og þar má skoða vsk. prósentu. Þá er hér kominn fastur árlegur grunntekju stofn til hlutfallslegar skiptingar næstu 30 ár.  

Þjóðverjar eru til fyrirmyndar í að dreifa föstum heildar tekjum hins opinbera jafnt á sem flesta, til að  mismuna ekki eftir geirum og keppendum og einstaklingum.   

Auka almennt þjónustustig hækkar virðsauka seldar vöru og þjónustu sem eykur rauntekjur þjóðarinnar í samanburði  meðan stigið fer ekki langt yfir það í USA.

Trúverðugleiki felst í því að gera ekki á nýtt hrun. Viðurkenna galla í reglustýringu, og efla framtíðar bjartssýni þeirr sem velja búa hér næstu 30 ár og tryggja almenna grunntekju kerfið. 

Júlíus Björnsson, 3.11.2011 kl. 16:37

14 Smámynd: Jón Magnússon

Ég bið þig afsökunar Erlingur. Vænlegustu leiðina tel ég vera að afnema verðtryggingu og endurgreiða oftekið fé  vegna verðtryggingar lána frá hruni.

Jón Magnússon, 3.11.2011 kl. 17:47

15 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Jú takk fyrir....ég náði því hver vænlegasta leiðin er, og er hjartanlega sammála henni. En þetta er ekki á færi þrælana að gera, heldur stjórnvalda. Ég er að vísa til niðurlags pistilsins þar sem þú segir:

"Það er tími til komin að þrælar verðtryggingarinnar láti almennilega til sín taka og sýni þessari ríkisstjórn að þeir sætta sig ekki við þetta rán lengur."

Hvernig eigum við að láta almennilega til okkar taka? Hvaða leið eigum við þrælarnir að fara? Það eru ekki kosningar á næstunni.

Erlingur Alfreð Jónsson, 3.11.2011 kl. 18:30

16 Smámynd: Jón Magnússon

Það er tvennt til í lýðræðisþjóðfélagi Erlingur. Annars vegar að knýja fram hlutina með mótmælum og borgaralegri óhlýðni. Hins vegar að ná fram breytingum í kosningum.  Þetta eru þær lýðræðislegu leiðir sem fólki stendur til boða og hingað til hefur fólk verið ansi latt að gæta réttar síns. Eins og það telji að einhverir aðrir geri það fyrir það.  Þannig er það ekki. Þú verður sjálfur að gæta hagsmuna þinna.

Jón Magnússon, 3.11.2011 kl. 22:54

17 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Alveg laukrétt Jón. Stór hluti almennings bíður einmitt eftir því að einhver annar hjálpi því, leysi vandamál þeirra fyrir það eða gæti réttar síns. Á meðan borga allir t.d. uppsetta greiðsluseðla mótþróalítið og sumir mótþróalaust. Enda flestir hræddir við að tapa húsnæðinu sínu með því að borga ekki, húsnæði sem engin eign er í fyrir en fólk vonast til að sjá stjórnvaldsathafnir sem leiðrétti og helst endurheimti þann eignarhlut sem var fyrir hendi fyrir hrun.

En það hjálpar manni enginn nema maður sjálfur og ég sé að þú hvetur fólk óbeint til borgaralegrar óhlýðni, án þess að hvetja sérstaklega til einhverra tilgreindra athafna, sem þar með svarar spurningu minni. Hafðu þökk fyrir það.

Ég trúi því að hafa sigur í minni baráttu við tiltekið fjármálafyrirtæki. En einnig ætla ég þar að treysta á dómskerfið og sérstakan saksóknara, því kæra til hans er einmitt mitt næsta skref í þeirri baráttu, sem hefur að hluta verið lýst á mínu bloggsvæði.

Góðar stundir.

Erlingur Alfreð Jónsson, 3.11.2011 kl. 23:32

18 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég held að fjármálavandræðin sem kom hingað eftir 1911 þegar hér voru skilgreindar í lögum reglur um bókhald felist í þekkingarleysi þá. AGS segir hér gloppur á þá við að í Alþjóðlegum skilning hér eru brotin  lög, vegna reglustýringa hér sem gera þessar gloppur löglegar. Í Frakklandi, UK, USA, og þýskalandi stendur bókhald fyrir lagareglustýringu og sami bókhaldlegi skilningur er í öllum þessum ríkjum af því byggja öllu á bókhalds laga grunni.

Hér byrjar innrætingin, aðaláhersla á Deb sem eign og svo á kredit skuld sem eigi alltaf að stemma. Þegar Íslendingar læra meir þá er talað um hefðir og annað ótraustvekjandi

Þetta gildir líka öðru plani erlendis í stöndugum ríkjum. Þar gildi hinsvegar á fyrsta plani eða í fyrstu geiraskiptingu að KRED kemur fryst og er það skilið sem passive sem þú passar að stemmi og passar upp á, því sem er hægt að trúa og treysta. [creditum] Það gilti um Júlíus keisara nafn minni í innsta og efsta hring í samanburði. Hinsvegar skilst debitum sem active, það sem maður ætti eða sem maður er skyldugur [reglustýrður] til að uppfylla. Þetta er hin borgarlegi skilningur frá upphafi.

Upphafið er trúin á Ríkið og réttlætið. Upphafs KRED er gengi ríksins sem tryggir mentinna í reiðfé á heildar markaði ríkisins. Raunveruleiki er réttlætið sem er vogin. KRED [Gengið] <=> DEB [reiðufé]. Sama sem "="er einföldun, á jafngildi. Krafan er sú að Ríkið tryggir alltaf sitt reiðufé á markaði sem hingað til sem er gert upp á öðru plani á 12 mánaða fresti og passað upp á að stemmi á efsta plani. Gengi ríkisins er eins og tunglið það vex og þver en er allaf jafn mikið að rúmmáli. Þegar formlega Borg eða Ríki [yfir borgum] eru stofnuð, þá liggur fyrir KRED stöðuleika geiraskipting hlutfallslega í sömu Borg. Þetta er sett upp í skífurit, en stöplar er fyrir 2 annað plan og stundum er milli plan og þá er þetta eins og "Torte" og "Torture" að skilja fyrir undir plönin. Konungur setur einn ráðherra yfir hvern geira ef þetta er vel greind Borg. Skipting í geira er þannig að þeir skarist ekki til að skapa starfsfrið í reglustýringu til viðhalds gengjanna. Öll plönin hafa sama gengi þótt eðli þeir séu önnur. Í heimi eðlisfræðinnar má segja öll plönin hafa sama vægi eða þyngd meðan  geta haft misunandi eðlisþyngd.

Virðing á genginu er eins og gengið, vex og þverr þetta er raunvirðið, sem er ekki efast um fyrir enn það hefur verið vegið minnst yfir 360 daga eða heilan hring. Þetta hefur merkingu þegar stöðugleikaskipting liggur fyrir í efsta plani.

Eins og fremstu erlendu ríkistjórnafræðingar í dag segja: gengið er vaxandi huglægt þá er verið að tala um hugbúnað að slíka tækni sem almennt raunvirði.

Í upphafi hefur Konungur hugmyndir um allt sem getur selst og skilað honum tekjum umfram því hann sér um varsjóðina og eignarhaldið [sem kemur honum einum við: hann er ekki á hausnum]. Þegar þessi listi liggur fyrir þá þarf að skilgreina grunntekjur eða einingu myntar. Það voru venjulega daglaun og dagverslun verðug þeim ódýrasta í grunni. Denar.

Nú er hægt að byrja að snúa hjólunum væntanlegur söluvörur er reiknaðar á meðalverði [innra gengi] og gefin út mynt til að tryggja sölu þeirra og skatt til konungs. Það þarf ekki taka það fram að konungur hefur einkaleyfi á markaðssetningu eigin myntar á sínum mörkuðum.

Kred[árs sölulager] <=> DEB[heildar reiðfé í umferð].

Kred[árs sölulager] <=> DEB[heildar reiðfé í umferð].

 

Þetta er í raun undantekning í venjulegu undir bókhaldsskilning. Það sem er umfram eftir 360 daga, eru verðlausar myntir. Ríkið verslar það sem á af sálfum sér.

Þetta vandamál leystist vanalega af sjálfum sér því heilbrigður markaður selur allt á hæsta verði sem hugsast getur.

Þá vex gengið ekki raunvirði þótt það vaxa að tölu gildi. Þetta er huglægur vöxtur. Ekki reality eða real í augum konungs. Sama seldist fyrir meiri markaðssetningu.

Sparnaður í hófi er allt í lagi en svokallað aura sálir eru plága á öllum stöðugleika.

Ríki sem hefur ekki virðingu á heima markaði hefur hana ekki heldur í öðrum ríkjum. 90% heimsins ber ekki virðingu fyrir genginu sem reglu-stýrir hér dag. Þess vegna á Íslendingum í heildina litið ekki heldur.

Útlendingar opna sig mismundi mikið um þessi mál.

Þegar smá ríki byrja líta á sig sem fyrirtæki með það að markaði að græða á annarra ríkja gengjum þá er það brandari.

Júlíus Björnsson, 4.11.2011 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 105
  • Sl. sólarhring: 147
  • Sl. viku: 4288
  • Frá upphafi: 2296078

Annað

  • Innlit í dag: 95
  • Innlit sl. viku: 3927
  • Gestir í dag: 90
  • IP-tölur í dag: 90

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband