Leita í fréttum mbl.is

Þar sem menn ganga uppréttir

Þegar þingsályktunartillagan, um að fallið yrði frá ákæru á hendur Geir H. Haarde, var tekin til afgreiðslu eftir fyrri umræðu á Alþingi lýsti Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður stuðningi við tillöguna.

Stuðning gat Sigmundur þó ekki veitt nema í orði, þar sem hann var á ferðalagi í Afríkuríkinu, Burkina Faso.

Nafnið Burkina Faso var tekið upp sem nafn landsins þegar frjálsræðis- og framfaraviðhorf sigruðu nýlenduhugsun og undirlægjuhátt. Nafnið Burkina Faso þýðir  "Þar sem menn ganga uppréttir".

Við atkvæðagreiðslu um fráfall ákæru á hendur Geir heyrðist allt í einu skrýtið hljóð frá Sigmundi Erni sem hætti við að ganga uppréttur.  Nú brá svo við að  Sigmundur Ernir greiddi atkvæði með frávísun tillögunar sem hann sagðist styðja.

Sennilega eru sinnaskipti Sigmunar Ernis í beinu samhengi við það að á þingflokksfundum Samfylkingarinnar hafa félagar hans sagt honum að það væri ekki til siðs í Samfylkingunni að menn gengju uppréttir. Þeir yrði að beygja sig undir okið hvort sem þeim líkað betur eða verr. Sigmundur Ernir hlýddi eins og vel upp alinn kjölturakki sem aldrei gengur uppréttur.

 Það gerðu líka þingmennirnir hugumstóru þeir Björgvin Sigurðsson, Árna Páli Árnasyni og Kristjáni L. Möller, sem treysta sér ekki heldur til að ganga uppréttir. 

Það er gott fyrir Jóhönnu að hafa hóp kjölturakka þegar hún þarf að smala köttum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla að játa á mig sömu synd og Sigmundur Ernir hefur gert sig sekan um. Ég skipti um skoðun, studdi tillöguna fyrst en eftir að hafa lesið vel röksemdir, með eða á móti, studdi ég nú frávísunina og er feginn að málið fái að fara alla leið. Það verður að gera þetta upp.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 18:02

2 Smámynd: Jón Magnússon

Það verður að biðja Kristján L. Möller afsökunar á  því að setja hann í þenann hóp. Hann var löglega afsakaður samkvæmt upplýsingum sem ég hef fengið.

Jón Magnússon, 1.3.2012 kl. 18:16

3 identicon

Það bjóst enginn við öðru af Sigmundi Erni en að hann greiddi atkvæði eftir skipunum æðstaráðsins burtséð frá því hvað maðurinn hefur áður sagt.

Menn í ónáð innan Samfylkingar ferðast ekki til Bahamas og Burkino Faso á kostnað skattborgara bara sisona..

Það er svo sem ágætt að við kjósendur fáum að sjá lítilmennskuna opinberast svona berlega.

HelgaM (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 18:22

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Einkennilegast er þó það að forsætisráðherrann sem er viss um sakleysi þess fyrrverandi skuli ekki vilja taka umræðu um málið á ný á lýðræðislega kjörnu þinginu.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 1.3.2012 kl. 20:29

5 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er ekki viss um það Bergur að Sigmundur Ernir hafi skipt um skoðun á sömu forsendum og þú.  Hann hefði þá átt að gera grein fyrir því í umræðum um málið.

Jón Magnússon, 1.3.2012 kl. 22:46

6 Smámynd: Jón Magnússon

Já það er margt athvarfið fyrir þá sem hlýða Helga.

Jón Magnússon, 1.3.2012 kl. 22:46

7 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt Sigurbjörg. En Jóhanna virðist gleyma því algjörlega að hún var í sérstakri ráðherranefnd ásamt Ingibjörgu Sólrúnu, Árna Matt og Geir H.H varðandi efnahagsmálin sumarið og haustið 2008.  Miðað við það sem hún hefur sagt þá er það með ólíkindum að hún skuli ganga fram af fullkominni hörku og óbilgirni við að handjárna þingliðið

Jón Magnússon, 1.3.2012 kl. 22:49

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Samfylkingin fer illa með þann góða dreng sem Sigmundur Ernir er. Hafi forysta Samfylkingar skömm fyrir meðferðina á Sigmundi Erni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.3.2012 kl. 22:55

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jóhanna á guði sem varla eru af þessum heimi,tilbiður þá og þjónar þeim einum.

Helga Kristjánsdóttir, 1.3.2012 kl. 23:50

10 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Er það allt í einu eitthvað að því að skipta um skoðun. Hefur þú ekki gert það nokkru sinnum Jón?

Þorvaldur Guðmundsson, 2.3.2012 kl. 02:16

11 identicon

Sæll Jón. Hjarðmengun hefur lengi tíðkast hjá stjórnmálamönnum þessa lands. Það ættir þú að vita eftir öll árin þín á Alþingi. Þinn flokkur er ekki þekktur fyrir frjálsræði þingmanna, svona yfir höfuð og ef sagan er skoðuð þá er sýnt að Davíð Oddson hafði góð tök á ykkur þingmönnum sjálfsstæðisflokksins þannig að svokölluð eigin sannfæring þingmanna er ekki til nema í ræðustól þingsins því miður. Kv.

Aðalbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 08:13

12 Smámynd: Jón Magnússon

Það er í sjálfu sér ekkert að því að fólk skipti um skoðun Þorvaldur þegar það sér að full ástæða er til. Það gerðu hins vegar ekki þeir sem um ræðir, en voru neyddir til að sitja hjá vera fjarverandi eða greiða atkvæði með.  Ég hef eins og aðrir skipt um skoðun í samræmi við það sem ég tel heilbrigða skynsemi. Hitt er annað mál að í pólitík hef ég ekki skipt um grundvallarskoðun um takmörkuð ríkisafskipti og sem mest frelsi einstaklingsins frá því að ég hóf afskipti eða skrif um pólitík. Fyrst þú spyrð. 

Jón Magnússon, 2.3.2012 kl. 10:17

13 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alltaf spurning hvaða orð menn velja Aðalbjörn. Þingflokkar verða að hafa ákveðinn aga það liggur fyrir og menn verða að beygja sig undir agavald almennt til að hlutirnir gangi. Hins vegar koma upp mál þar sem samviska þingmanna býður þeim að greiða atkvæði öðruvísi en meiri hluti annarra í sama þingflokki þá gera þeir það og eru trúir þeirri sannfæringu sinni eins og t.d. Össur Skarphéðinsson og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sem greiddu atkvæði gegn vilja meiri hluta þingflokks Samylkingarinnar. Þau voru samkvæm sjálfum sér, en það voru hins vegar ekki þeir þingmenn sem ég nefni í pistli mínum og má vart á milli sjá hábungu aumingjaskaparins hvort er hjá Sigmundi Erni eða Björgvin Guðmundssyni.

Jón Magnússon, 2.3.2012 kl. 10:20

14 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Í Ummyndunum Óvíds segir að munurinn á mönnum og dýrum sé að meðan dýrin mæni til jarðar horfi mennirnir til himins. Ekki er víst að Óvíd hefði notað sama greinarmun hefðu verið til Samfylkingarmenn á hans tímum.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.3.2012 kl. 10:22

15 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Enginn má hafa hærri laun en ég, og enginn má ganga uppréttari en ég! Eru þetta einkunarorð Jóhönnu!!

Eyjólfur G Svavarsson, 2.3.2012 kl. 17:12

16 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það sem hér skiptir máli, er að Geir H. Haarde gangi hnarreistur frá þessum Landsdómi. Það er og verður enginn fullkominn, hvorki ég, þú né Geir. Talandi um flokks aga. Vildi virkilega hver og einn einasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins fórna mannorði Geirs um aldur og ævi til þess eins að hylja öll málsgögn hrunsins? Það er eigi að síður auðvitað vonandi að að allir máttarstólpar flokksins gangi uppreistir á vit sögunar að loknum Landsdómi. Ég vona að Geir og verjanda hans takist að sanna, að helstu brot og afglöp Geirs voru þau að trúa á hugtök eins og: Drenglyndi, Heillyndi og Bræðralag.

Jónatan Karlsson, 3.3.2012 kl. 10:01

17 Smámynd: Elle_

Já, það er óhætt að segja að flokkur Jóhönnu er farinn í hundana, Jón.  Í hunda sem hata ketti.  Þau bara geta ekki staðið upprétt eins og menn og leggjast endurtekið flöt. 

Elle_, 3.3.2012 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 424
  • Sl. sólarhring: 545
  • Sl. viku: 4214
  • Frá upphafi: 2295949

Annað

  • Innlit í dag: 397
  • Innlit sl. viku: 3863
  • Gestir í dag: 374
  • IP-tölur í dag: 368

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband