Leita í fréttum mbl.is

Millifærsluþjóðfélagið

Millifærsluþjóðféalgið byggir á því að peningar eru teknir frá sumum til að láta aðra hafa. "Velviljaðir" stjórnmálamenn sem vilja slá sig til riddara fyrir vasklega framgöngu í þágu sérhagsmuna ákveðinna hópa leggja því til nýa skatta fyrir þá sem náðar njóta.

Almenn sátt varð eftir miðja síðustu öld um almennt velferðarkerfi sem byggðist á hjálp við þá sem virkilega þörf höfðu, til að tryggja þeim fæði, húsnæði, almenna heilsugæslu og menntun.  

Nú er velferðar- og millifærslukerfið komið í algjörar ógöngur. Grundvallarvelferðin verður oft útundan og fólk þarf að leita eftir matargjöfum frá hjálparstofnunum. Á sama tíma er flókið millifærslukerfi t.d. á stundum fyrir atvinnugreinar og þá sem betur mega sín í þjóðfélaginu.

Eftir því sem stjórnmálamenn föndra lengur við vinsældaleit með frekari ríkisafskiptum án heildarstefnu eða markmiða þá verður kerfið dýrara, flóknara og ómarkvissara. Sumir fá margfalt meira en aðrir þó þörfin sé hin sama.

Velferðarkerfi Vesturlanda er löngu orðið ósjálfbært en þjónar samt ekki nægjanlega vel þeim grundvallaratriðum sem þjóðfélagssáttinn um velferð byggir á. Þjóðirnar horfa fram á auknar lántökur,  ríkisgjaldþrot og hrun velferðarkerfisins innan fárra ára með sama áframhaldi.

Eitt mikilvægasta verkefni Sjálfstæðisflokksins er að móta velferðarstefnu sem byggir á raunverulegri velferð fyrir þá sem á þurfa að halda og sem mestri takmörkun á millifærslum.  Það er forsenda minni ríkisútjgalda, skattalækkana og kemur í veg fyrir þjóðargjaldþrot.

Samband ungra Sjálfstæðismanna bendir réttilega á það að ástandið sé ekki björgulegt þegar hópur þingmanna Sjálfstæðisflokksins mælir fyrir auknum millifærslum, sem renni til sumra með aukinni skattheimtu á allan almenning. 

Unga fólkið í flokknum spyr með hvaða hætti og hvernig ætla menn að móta stefnu velferðar til framtíðar og  komast út úr þeim vanda sem millifærslurnar valda.

Smáskammtalækningar fyrir suma skapa ekki raunverulegt velferðarkerfi jöfnuðar með lágmarksskattheimtu, en samt afgangi á ríkisútgjöldum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 110
  • Sl. sólarhring: 141
  • Sl. viku: 4293
  • Frá upphafi: 2296083

Annað

  • Innlit í dag: 100
  • Innlit sl. viku: 3932
  • Gestir í dag: 92
  • IP-tölur í dag: 92

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband