Leita í fréttum mbl.is

Hálfsannleikur og stolnar fjaðrir

Áramótaboðskapur forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar er athyglisverður. Steingrímur J. Sigfússon minnir á árangur sem hafi náðst, en gleymir að nefna að flestar mikilvægustu ráðstafanirnar voru gerðar áður en hann varð ráðherra. Jóhanna Sig. flytur hefðbundinn reiðilestur um Sjálfstæðisflokkinn og frjálshyggju.

Jóhanna hefur aldrei skilgreint hvað hún á við með frjálshyggju. Helst má skilja að í því felist stuðningur við frjálst markaðshagkerfi. Hvort sem Jóhönnu líkar betur eða verr, þá hefur frjálst markaðshagkerfi sannað kosti sína með þeim hætti að engum málsmetandi stjórnmálamanni í Evrópu dettur í hug að hallmæla því sem slíku eða tala fyrir því að hverfa frá því nema e.t.v. Jóhönnu á tyllidögum.

Jóhanna miklast af því að ójöfnuður ráðstöfunartekna í landinu hafi minnkað um tæpan helming frá árinu 2007. Hvernig skyldi standa á því?  Tekjur og afkoma láglauna- og millitekjufólks hafa ekki batnað. Árangur til jafnaðar hefur því náðst með því að fleiri hafa nú lakari kjör en áður og færri góð kjör. Er það jákvæður árangur?

Þrátt fyrir allar þær upplýsingar sem nú liggja fyrir um bankahrunið telur Jóhanna að rætur bankahrunsins liggi aðallega í einkavæðingu bankanna. Þeir sem halda þessu fram hafa annað hvort ekki kynnt sér staðreyndir um bankahrunið og fjármálakreppuna í heiminum árið 2008 eða ekki skilning á viðfangsefninu. Sennilega á hvoru tveggja við um Jóhönnu.   

Óneitanlega er það ömurlegt að forsætisráðherra ríkisstjórnar sem kallar sig velferðarstjórn skuli halda því fram að skuldir heimilanna hafi lækkað verulega og 200 milljarðar verið afskrifaðar af lánum heimilanna. Þetta er ósatt. Skuldir heimilanna hafa ekki lækkað. Þær hafa hækkað.  Afskriftirnar sem Jóhanna talar um eru aðallega vegna leiðréttingar á ólöglegum gengislánum. 

Engar afskriftir hafa verið gerðar á lánum venjulegs fólks sem reisti sér ekki óleysanlegar skuldabyrðar.  Skuldir þess fólks hafa hækkað og hækkað. Verðtryggingin sem Jóhanna lofaði að afnema heldur svo áfram að éta upp eignir þess fólks. Sú  staðreynd er dapurleg arfleifð Jóhönnu Sigurðardóttir og versta dæmið um svik hennar við fólkið í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 131
  • Sl. sólarhring: 297
  • Sl. viku: 3072
  • Frá upphafi: 2294691

Annað

  • Innlit í dag: 123
  • Innlit sl. viku: 2801
  • Gestir í dag: 115
  • IP-tölur í dag: 114

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband