Leita í fréttum mbl.is

Nauðsynleg öryggisráðstöfun

Í fréttum í gær var sagt frá fjölda lögreglumanna á vakt í tveim stórum lögregluumdæmum. Ljóst var af fréttinni að lögregluþjónar á landsbyggðinni eru allt of fáir auk þess hef ég grun um að víða séu þeir ekki nógu vel tækjum búnir.

Hvað sem líður sparnaðaráætlunum og nauðsyn þess að dregið sé úr umsvifum ríkisins þá er samt nauðsynlegt að tryggja öryggi borgaranna með því að haldið sé uppi lögum og reglu  og aðstoða ef slys eða óhöpp verða. Það verður ekki gert nema fjölga lögreglufólki og endurnýja tækjakost lögreglunnar.

Spurning er hvort ekki sé nauðsynlegt að landið allt verði eitt lögregluumdæmi. Þá er líka spurning hvort ekki sé hægt að bjóða sem samfélagsverkefni almennum borgurum að koma lögreglunni til aðstoðar eftir að hafa fengið viðeigandi þjálfun t.d. varðandi umferðarstjórnun og gæslustörf svo og að tryggja aukið öryggi barna og unglinga svo dæmi séu tekin.

Við eigum að vera fyrirmyndarland varðandi löggæslu og öryggi fólks

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hvað er hægt að borga mörg löggumannalaun ef við fáum greitt fyrir auðlindina fisk?

Villi Asgeirsson, 18.6.2013 kl. 17:48

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Bereitschaftspolizei er til í Þýskalandi. Og svo hafa þeir líka her. Við höfum björgunarsveitir en það er annað en að sinna löggæslu og ekki hægt að setja í einn pott. Matt Dillon er hefur öðruvísi embætti en hjálparsveitarmaður.

Halldór Jónsson, 20.6.2013 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 129
  • Sl. sólarhring: 304
  • Sl. viku: 3070
  • Frá upphafi: 2294689

Annað

  • Innlit í dag: 121
  • Innlit sl. viku: 2799
  • Gestir í dag: 113
  • IP-tölur í dag: 112

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband