Leita í fréttum mbl.is

Virðisaukaskattur

Hafi ríkisstjórnin döngun í sér til að hafa eitt virðiaukaskattþrep þá  vinnur hún af skynsemi. Afnemi hún allar undanþágur frá virðisaukaksatti vinnur hún  þrekvirki. Taki hún þá áhættu að lækka síðan virðisaukaskattinn niður í 15% þá vinnur hún enn meira þrekvirki. ´

Eitt virðisaukaskattsþrep og engar undanþágur eru sanngirnismál. Það er út í hött að þeir sem selja aðgang að laxveiðiám skuli ekki borga virðisaukaskatt og þeir sem selja útlendingum ákveðna þjónustu skuli borga lægri virðisaukaskatt en aðrir. Þá er sælgæti og tengdar vörur ekki heilagri en annað.

Sé virðisaukaskattur þungbær fyrir ákveðna þjónustu þá getur ríkisvaldið komið á móts við þá aðila með öðrum hætti en rugla skattkerfinu. Svo er alltaf rétt á sér hvort þjónusta á rétt á sér sem þolir ekki að starfa á sama samkeppnisgrundvelli og aðrir þurfa að gera.

Virðisaukaskattur er allt of hár og hvatinn til að skjóta honum undan er því mikill. Fyrir nokkrum árum las ég lærða úttekt á því hvar brotalína undanskota væri og þar var niðurstaðan sú að þegar virðisaukaskattur færi yfir 15% ykjust undanskot gríðarlega. 

Sú staða er því líkleg að með því að afnema allar undanþágur, hafa eitt skattþrep og lækka virðisaukaskatt niður í 15% að þá mundi ríkið ekki verða af miklum tekjum en jafnvel auka þær.

Með því að lækka virðisaukaskatt verulega lækka verðtryggðu lánin vegna þess að vörur lækka í verði. Það er ekkert sem getur stuðlað eins að auknum hagvexti eins og slík skattalækkun. Það er því þess virði fyrir ríkisstjórnina að taka þetta djarfa skref. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón,

Já 15% virðisaukaskatt.

15% tekjuskatt,

hámark 15% útsvar,

hámark 15% fjármagnstekjuskatt

og nýir og betri tímar renna upp fyrir Ísland! 

Örn Johnson (IP-tala skráð) 21.8.2014 kl. 13:04

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Sammála þér í þessu.

Sumarliði Einar Daðason, 21.8.2014 kl. 14:13

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég bý í landi þar sem ríkir flatur virðisaukaskattur, 15%. Það virðist ganga ágætlega, þó að stundum komi fram raddir um að það þurfi að hækka virðisaukaskatt á sumum vörum en lækka á öðrum. Sem betur fer hefur alltaf tekist að kveða þessar raddir í kútinn. Réttlátu og einföldu kerfi hefur verið viðhaldið.

Reyndar finnst mér það sorglegt að skatturinn þurfi að vera svona hár. Mér þætti flatur 10% skattur hæfilegur og draga mætti saman umsvif ríkisins til að gera það mögulegt. 

Hörður Þórðarson, 21.8.2014 kl. 19:40

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hvað fékstu í starfsfræði Jón?????

Haraldur Haraldsson, 21.8.2014 kl. 21:18

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

Alveg sammála þessu Jón. Og besta mótvægisaðgerðin fyrir þá tekjulægstu væri að hækka skattleysismörkin  í c.a. 200þús. F. mánuðinn

Þórir Kjartansson, 21.8.2014 kl. 23:25

6 Smámynd: Jón Magnússon

Hvaða fræði eru það Haraldur?

Jón Magnússon, 22.8.2014 kl. 00:18

7 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála þér Hörður.

Jón Magnússon, 22.8.2014 kl. 00:18

8 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála þér Jón minn.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.8.2014 kl. 00:26

9 Smámynd: Skúli Víkingsson

Þarna eru reyndar tvö mál á ferðinni. Annars vegar er einfalt og skilvirkt skattkerfi með einni vsk-prósentu. Hins vegar er spurningin um hve skattheimtan á að vera mikil. Það ættu allir að geta sameinazt um fyrra markmiðið. Hvort sem fólk vill miklar skatttekjur til ríkisins eða hófsemi í þeim efnum, er lykilatriði að einfalt kerfi minnkar líkur á undanskotum og er þess vegna bæði skilvirkara og réttlátara en flókið kerfi.

Skúli Víkingsson, 22.8.2014 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 174
  • Sl. sólarhring: 175
  • Sl. viku: 3115
  • Frá upphafi: 2294734

Annað

  • Innlit í dag: 164
  • Innlit sl. viku: 2842
  • Gestir í dag: 150
  • IP-tölur í dag: 149

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband