Leita í fréttum mbl.is

Bjarni Benediktsson gerðu grein fyrir málinu.

Bjarni Benediktsson er eitt glæsilegasta foringjaefni Sjálfstæðisflokksins. Ég hef bundið miklar vonir við hann sem framtíðarleiðtoga í íslenskum stjórnmálum. Björn Bjarnason frændi hans er besti fagráðherra síðari ára og að mínu mati með heiðarlegustu stjórnmálamönnum landsins.

Það eru meiri kröfur gerðar til þeirra sem miklar væntingar eru bundnar við. Þess vegna skiptir máli nú fyrir Bjarna Benediktsson að hann komi fram og geri heiðarlega grein fyrir afgreiðslu 3 manna nefndar Alsherjarnefndar Alþingis á máli tengdadóttur Jónínu Bjartmars. Hver fór fram á afgreiðslu nefndarinnar? Hvaða atriði skoðaði nefndin? Hvað réðí því að nefndin lagði til að stúlkan fengi ríkisborgararétt? Var Sigurjóni Þórðarsyni sem situr í Alsherjarnefnd gerð grein fyrir málinu? Var Kolbrúnu Halldórsdóttur sem er áheyrnarfulltrú í Alsherjarnefnd gerð grein fyrir málinu?

Þessar skýringar verður Bjarni að gefa strax undanbragðalaust. Góður maður eins og Bjarni Benediktsson á ekki að láta svona mál flækjast fyrir sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þetta "mál" sýnir betur en nokkuð annað hvað sumir eru tilbúnir leggjast lágt í að koma höggi á pólitíska andstæðinga og segir meira um þá en Jónínu. Helgi Seljan gerði mistök, ekki eru fréttamenn lausir við þann mannlega breyskleika sem við erum öll haldinn, að geta orðið á.

Benedikt Halldórsson, 30.4.2007 kl. 10:48

2 Smámynd: Gunnar Aron Ólason

Það hlýtur að vera hægt að taka allan vafa úr þessu máli og komast að hinu sanna...

Í lögum um þingsköp Alþingis segir meðal annars:

18. gr. Forseti ákveður í samráði við formenn fastanefnda fundatíma nefnda, starfsáætlun þeirra og starfshætti að svo miklu leyti sem ekki er kveðið á um þá í þingsköpum.

Eru starfshætti þessarar nefndar þannig að ekki þarf að rökstyðja ákvarðanir hennar?  Er ekki hægt að komast að því hvað varð til að stúlkan fékk undanþágu? 

21. gr. Nefndir skulu halda gerðabók um það sem fram fer á fundum. Starfsmaður nefndar, nefndarritari, ritar fundargerð og skal fundargerðin undirrituð af formanni og nefndarritara. Forseti setur nánari reglur um frágang fundargerða nefnda.

Er ekki hægt að komast í gerðabók eða fundargerð og skoða rökstuðning undanþágunnar?  Er þessi gerðabók bara að safna ryki og ekki til neins annars?

Er ekki til ein einast lagalega heimild til að láta rannsaka starfshætti allsherjarnefndar er hún algerlega friðhelg?  Gaman væri að fá að heyra álit lögfræðings á því.

Gunnar Aron Ólason, 30.4.2007 kl. 12:50

3 identicon

Ég er að velta fyrir mér hvort ekkert annað sé brýnna að tala um fyrir kosningar en þetta hvort einhverri stúku hafi verið gefið ríkisfang eða ekki,það læðist nú að mér grunur að þetta ætlar að verða hatrömkosningabarátta með skýtkasti á alla vegu staðin fyrir að eyða púðri í það sem MIKKLU meiru skiptir.Ég trúi ekki Jón að þú sem vandaður lögmaður og skýr stjórnmálamaður hafir meiri þörf að koma stefnumálum frjálslynda fram hér og seigja fólki sem betur má fara í okkar þjóðfélagi.Koma svo upp úr þessu leiðindafari og áfram XF

Guðrún Fririksd (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 13:24

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það verður hver að velja það sem hann vill tala um. Hvorki velti ég þessu máli upp né hef mikinn áhuga á því. Mér finnst hins vegar nauðsynlegt að ljúka málinu sem fyrst. Þess vegna bið ég um skýringar.  Skýringarnar sem beðið er um lúta að starfsháttum nefdnar Alþingis og vitneskju nefndarmanna. Sé til gerðarbók þá má að sjálfsögðu leggja  hana fram varðandi þetta ef ekki eru viðkvæmar persónulegar upplýsingar í henni.

Jón Magnússon, 30.4.2007 kl. 13:35

5 identicon

Málið er "óþægilegt" en gleymist smátt og smátt og verður að engu. Finnst þér Björn Bjarnason virkilega með heiðarlegustu stjórnmálamönnum?  Ertu búinn að gleyma því þegar hann réð Ólaf Börk í hæstarétt?  Er það eitthvað minni spilling en núna þrífst fyrir augum frænda hans?

Hrafn Þór (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 14:49

6 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Þetta mál tengdadóttur Jónínu Bjartamars er núna stormur í vatnsglasi. Andstæðingar Jónínu eru að ,,Koma sér áfram": Í næstkomandi kosningum í embætti.

Alþingismenn svíkja ekki svo auðveldlega hvern annan,(vini sína). Ég minni á að Alþingi kaus Sólveigu Pétursdóttir eiginkonu Kristins Björnssonar fv. forstjóra Skeljungs umdeilds aðila í olíuverðsamráðsmálinu FORSETA ALÞINGIS

Guðrún Magnea Helgadóttir, 30.4.2007 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 97
  • Sl. sólarhring: 416
  • Sl. viku: 3038
  • Frá upphafi: 2294657

Annað

  • Innlit í dag: 92
  • Innlit sl. viku: 2770
  • Gestir í dag: 91
  • IP-tölur í dag: 90

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband